• Ljóðasafn - Guðrún Hannesdóttir

    Ljóðasafn – Guðrún Hannesdóttir

    Stórglæsilegt ljóðasafn með öllum tíu ljóðabókum skáldkonunnar ásamt greinargóðum eftirmála sem Bergljót Soffía Kristjánsdóttir ritar, en þar segir m.a.: „Af náttúruljóðum Guðrúnar lýsir einatt sjálf gleði lífsins og aðdáunin á undrum þess …“

    7.690 kr.
    Setja í körfu
  • Ljóðasafn II – Gyrðir Elíasson

    Ljóðasafn II – Gyrðir Elíasson

    Annað bindið af ljóðasafni Gyrðis geymir 3 bækur sem hafa verið ófáanlegar um áratuga skeið en eru nú saman komnar í einu lagi í vandaðri heildarútgáfu á verkum skáldsins. Hér birtast Tvö tungl, Vetraráform um sumarferðalag og Mold í Skuggadal. Ómissandi verk í safn allra bókaunnenda.

    7.390 kr.
    Setja í körfu
  • Tímaskjól

    Tímaskjól

    Þriðja skáldsaga eins athyglisverðasta höfundar evrópskra samtímabókmennta. Bókin kom fyrst út í Búlgaríu 2020 og hefur síðan sópað til sín fjölda verðlauna, en þar ber hæst Alþjóðlegu Booker-verðlaunin 2023. Veska A. Jónsdóttir og Zophonías O. Jónsson þýddu úr búlgörsku.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Eignatal

    Eignatal

    Francesca Cricelli er brasilískt skáld, þýðandi og fræðimaður. Hún hefur sent frá sér fjórar ljóðabækur og hér birtist sú nýjasta frá 2024. Um árabil hefur Francesca verið búsett á Íslandi og ljóð hennar bera þess ótvíræð merki. Þau eru fjölbreytt og forvitnileg, einlæg og margslungin í senn.

    Pedro Gunnlaugur Garcia íslenskaði.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Jón úr Vör - Ljóðasafn

    Jón úr Vör – Ljóðasafn

    Heildarútgáfa af ljóðum Jóns úr Vör. Skáldið Jón úr Vör (1917-2000) kvaddi sér hljóðs ungur að árum og setti nýjan svip á íslenska ljóðagerð um miðbik 20. aldar. Tvítugur gaf hann út fyrstu ljóðabók sína, Ég ber að dyrum, en með tímamótaverkinu Þorpinu (1946) varð hann þjóðkunnur. Eftir það sendi hann frá sér mörg verk og síðasta ljóðabókin, Gott er að lifa (1984), var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hann var helsti forkólfur raunsæis, undanfari atómskáldanna og áhrifaskáldið þegar horft er til ljóða þeirra sem síðar komu fram á sjónarsviðið. Ljóðasafnið hefur að geyma öll útgefin ljóð Jóns úr Vör. Ferill hans spannaði hálfa öld og bækurnar urðu 12 talsins. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson ritar greinargóðan inngang um ævi og störf skáldsins.

    8.990 kr.
    Setja í körfu
  • Einar Bragi - Ljóðasafn

    Einar Bragi – Ljóðasafn

    Einar Bragi (1921-2005) var í fylkingarbrjósti atómskáldanna svonefndu og átti stóran þátt í þeim straumhvörfum sem urðu í íslenskri ljóðagerð um og eftir miðja 20. öld. Hann gaf út fjölda ljóðabóka, fór oft ótroðnar slóðir varðandi útgáfu þeirra, var frumkvöðull að stofnun tímaritsins Birtings og atkvæðamikill þýðandi erlendra ljóða.

    Í þessari útgáfu birtist meginþorri frumortra ljóða Einars Braga, allt frá fyrstu ljóðabókinni, Eitt kvöld í júní (1950), til þeirrar síðustu, Ljós í augum dagsins (2000), auk viðamikils úrvals af ljóðaþýðingum hans sem einnig spanna rúmlega hálfa öld.

    Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur valdi ljóðin og ritar ítarlegan inngang þar sem fram kemur ný sýn á feril skáldsins.

    8.990 kr.
    Setja í körfu
  • Walden eða lífið í skóginum

    Walden eða lífið í skóginum

    Meistaraverk eins merkasta höfundar og hugsuðar Norður-Ameríku. Þau málefni sem Thoreau voru hugleikin eiga ekki síður við nú á dögum, enda hefur Walden allt frá því verkið kom fyrst út árið 1854 veitt mönnum innblástur og verið uppspretta nýrra hugmynda. Nú í fyrsta sinn á íslensku, þegar 200 ár eru liðin frá fæðingu höfundarins.

    5.790 kr.
    Setja í körfu
  • Íslensk lestrarbók

    Íslensk lestrarbók

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Sorgarmarsinn (notuð)

    Sorgarmarsinn (notuð)

    Gyrðir Elíasson leggur hér lokahönd á sagnaþríleik sem hófst með Sandárbókinni og var síðan fram haldið í Suðurglugganum, en báðar þær bækur fjölluðu með áleitnum hætti um líf og störf listamanna, önnur um málara en hin um rithöfund.

    Sorgarmarsinn segir af manni sem öðrum þræði fæst við textagerð en hallar sér þó aðallega að tónlistinni og hefur fundið sér athvarf í litlu þorpi á Austfjörðum. Táknræn og sérstæð frásögn af sköpun, orðleysi og einskonar pattstöðu í flóknu samspili lífs og lista

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Hótelsumar

    Hótelsumar

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Sandárbókin

    Sandárbókin

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Ljóðasafn I - Gyrðir Elíasson