
Síðasta sumar lífsins
4.690 kr.Síðasta sumar lífsins er ljóðsaga sem segir frá tveimur elskendum sem eru staddir á ónefndri sólríkri eyju. Bókin hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2025.

Heima
4.590 kr.Dóttir hennar er ferðalangur, langt í fjarskanum. Fyrrverandi manni sínum skrifar hún lítil bréf þar sem hún rekur hvernig henni líður. Judith Hermann segir frá konu sem skilur við ýmislegt og þróar með sér mótstöðuafl. Í áhrifamiklu landslagi við ströndina verður hún önnur en áður.
Gömul veröld glatast og ný verður til.

Frumbyrjur
7.890 kr.Það er aðfangadagur og hjónin á Kölduhömrum búa sig undir jólahaldið. Handan áramóta eiga þau von á sínu fyrsta barni og spennan í kviðnum smitar andrúmsloftið. Snjórinn hleðst upp og vegurinn út úr firðinum hefur ekki enn verið ruddur. Þegar kýrin á bænum tekur sótt hrökkva dyr upp á gátt sem ekki verður lokað.
Frumbyrjur er margbrotin og nístandi saga um hversdagsleg kraftaverk og ástir sem rata ekki svo auðveldlega í orð.

Allt sem við hefðum getað orðið
8.390 kr.Nýlendugata 22, kjallari
Þrjár konur. Ein íbúð. Áratugir skilja þær að. Leyndarmál leiðir þær saman.
Lilja Kristjánsdóttir, blaðamaður á Dagblaðinu, starfar með fólki sem er svo ungt að það heldur að Helmut Kohl sé nýjasti rakspírinn frá Prada og Nirvana sé hugarástand sem fólk öðlast eftir jóga tíma yfir súrdeigsbrauði með avocado.
Þegar Lilja fær veður af því að hún sé líklegt fórnarlamb niðurskurðar tekur við upplausn í lífi hennar. Hver er hún ef hún er ekki Lilja Kristjánsdóttir, blaðamaður hjá Dagblaðinu?
Þegar Lilju er falið að fjalla um nýútkomna bók um þýska gyðingakonu sem fluttist til Íslands eftir heimsstyrjöldina síðari vakna með henni grunsemdir um að ekki sé allt sem sýnist.
Lilja telur sig í þann veginn að svipta hulunni af stærsta bókmenntahneyksli Íslandssögunnar. En getur verið að mislyndi skjalavörðurinn á Landsbókasafninu sé að spila með hana?
Allt sem við hefðum getað orðið er að hluta byggð á lífshlaupi Anniear Leifs, fyrstu eiginkonu tónskáldsins Jóns Leifs. Annie lagði allt í sölurnar svo að fremsta tónskáld Íslendinga mætti blómstra. Hún komst hins vegar að því að maður uppsker ekki alltaf eins og maður sáir.

Fröken Dúlla
8.390 kr.Hún ólst upp á Akureyri, kaupmannsdóttir af ástríkri og samheldinni fjölskyldu. Um fermingu flutti hún til Reykjavíkur og fór að vinna á skrifstofu, eins og allar ungar stúlkur dreymdi um. Seinna lærði hún hjúkrun, því hún þráði að líkna hinum sjúku og vinna þjóð sinni gagn. Enn síðar gaf hún út tímarit og bjó til minjagripi með þurrkuðum blómum. Meðal ástvina sinna var hún alltaf kölluð Dúlla.
Í dag er nafn Jóhönnu Knudsen þó einkum þekkt vegna starfa hennar fyrir lögregluna á árum seinni heimsstyrjaldar – jafnvel alræmt. Rannsókn hennar á siðferðisástandinu í Reykjavík hefur verið kölluð umfangsmestu persónunjósnir Íslandssögunnar. Nærgöngular yfirheyrslur hennar yfir stúlkum sem grunaðar voru um samneyti við erlenda hermenn varpa dökkum skugga yfir minningu hennar.
Þessi bók segir sögu Jóhönnu frá því hún fæddist á Papósi í Lóni árið 1897 og þar til hún lést fyrir aldur fram árið 1950. Hver var Dúlla Knudsen og úr hvaða umhverfi spratt hún? Hvernig varð hún sú manneskja – og sú sögupersóna – sem hún varð?
- -15%

Englatréð
Original price was: 5.190 kr..4.390 kr.Current price is: 4.390 kr..Greta hefur gleymt fortíðinni. Með hjálp gamals vinar þarf hún að rifja hana upp áður en hún hverfur henni endanlega. En fortíðin opnar dyr að sársaukafullum sannleika.
Þrjátíu ár eru liðin síðan Greta yfirgaf Marchmont Hall og fallegar hæðirnar í Monmouthshire. Í aðdraganda jóla snýr hún loks aftur, í boði gamals vinar síns, Davids Marchmont, en Greta man ekki fyrri tengsl sín við húsið það er afleiðing skelfilegs slyss sem hefur eyðilagt meira en tvo áratugi af lífi hennar. Á gönguferð um vetrarlandslagið rekst hún á gröf í skóginum og veðruð áletrunin nefnir aðeins að lítill drengur sé grafinn þar.
Gröfin kveikir eitthvað djúpt innra með henni og með hjálp Davids byrjar hún að setja saman brot úr ekki aðeins eigin sögu, heldur einnig sögu dóttur sinnar, Chesku, sem var fórnarlamb hörmulegra aðstæðna sem hún réð ekki við. Og alls ekki engillinn sem hún virtist vera
Englatréð er grípandi fjölskyldusaga um minningar, ást og von saga sem nýtur sín best á löngum vetrarkvöldum.
Lucinda Riley er höfundur bókaflokksins um systurnar sjö sem fangað hefur hug og hjörtu íslenskra lesenda. Englatréð er sjálfstæð skáldsaga.
Herdís Magnea Hübner þýddi úr ensku.

Huldukonan (forsala)
8.390 kr.Bókin er á kynningarverði í forsölu, aðeins 6.990 kr. með kóðanum „huldukonan“.
Konurnar í Lohr fjölskyldunni skilja ekki að Sigvaldi þeirra, með alla sína augljósu mannkosti, hafi aldrei gengið út. Ennfremur fá þær ekki skilið þá fráleitu ákvörðun hans að gerast einsetumaður í eyðivík. Þær eru raunar hættar að hnýsast í hagi Sigvalda, því í hvert skipti verður augnaráð hans átakanlega tregafullt.
Dag einn birtist Sigvaldi á dyraþrepi móður sinnar með mánaðargamla stúlku í fanginu og neitar að svara því hver sé móðir barnsins. Konurnar í fjölskyldunni hefja sína eigin rannsókn á málinu og smám saman hrannast sönnunargögnin upp: saga Lohr ættarinnar, þjóðsögurnar í Dýrleifarvík, leyndardómur um týnt barn og móður sem hvarf, undarlegir draumar, óvenjuleg hegðun Sigvalda og dulmagn hamranna í hlíðinni.
Bækurnar í forsölu verða áritaðar af höfundi. Ef óskað er eftir áritun með nafni viðtakanda er hægt að skrifa það í athugasemd með pöntun.
Von er á bókinni um miðjan nóvember.

Dauðinn og stúlkan
4.590 kr.Fyrir tuttugu og fimm árum átti hin glæsilega nítján ára gamla Vinca Rockwell í leynilegu ástarsambandi við kennara sinn. Í hennar augum var ástin „allt eða ekkert.“ Þau áttu stefnumót eina vetrarnótt …
Manon, Thomas og Maxime hafa ekki talað saman síðan þau útskrifuðust, fyrir tuttugu og fimm árum, en munu nú hittast á bekkjarmóti. Mun sannleikurinn um það sem raunverulega gerðist þessa örlagaríku vetrarnótt koma í ljós?
Guillaume Musso er langsamlega vinsælasti höfundur Frakklands þessi árin og hafa skáldsögur hans verið þýddar á 40 tungumál og selst í yfir 33 milljónum eintaka um allan heim. Hann fæddist í Antibes í Suður-Frakklandi og býr í París. Þessi bók gerist í fæðingarbæ hans og er sannkallaður vegvísir um Antibes og sveitirnar umhverfis.
Kristín Jónsdóttir þýddi úr frönsku.

Fyrir vísindin
4.690 kr.Vísindakonan tekur vinnuna aldrei með sér heim / getur ekkert að því gert að sum hús / eru í eðli sínu tilraunastofur / þakrenna dropamælir / þröskuldur loftvog / gluggi smásjá / glerskápur jarðskjálftamælir.
Anna Rós kveður sér hljóðs með vísindalegri nákvæmni í sinni fyrstu ljóðabók. Árið 2025 hlaut hún Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir „Skeljar“.

Þyngsta frumefnið
4.890 kr.Einn ástsælasti höfundur þjóðarinnar, Jón Kalman Stefánsson, sendir frá sér sína fimmtu ljóðabók. Umfjöllunarefnin eru víðfem: Vísindi og hið guðdómlega, ferðalög og hið djöfullega, samtíminn og sorgin; sem er þyngsta frumefnið ásamt söknuðinum.

Vikuspá
4.390 kr.Vikuspá geymir áttatíu og sex sögur á einföldu máli. Í stuttum og aðgengilegum frásögnum eru ólíkar atvinnugreinar kynntar. Hér er leikið með þá íslensku þjóðtrú að það geti haft áhrif á hvað barn taki sér fyrir hendur í framtíðinni á hvaða vikudegi það fæðist. Sögupersónur takast á við þrautir og sigra í leit að hinum gullna meðalveg, milli frama og lukku. Sögurnar varpa ljósi á fegurð mannflórunnar og mikilvægi þess að þroskast og þróast í takt við tímann.
Vikuspá er sjálfstætt framhald af Árstíðum og Dagatali sem hafa notið mikilla vinsælda og verið kenndar víða á Íslandi sem og erlendis. Textarnir eru fjölbreyttir hvað varðar efnistök, form og stíl og flokkaðir eftir getustigi í samráði við sérfræðinga. Þar að auki fylgir viðauki með margskonar fróðleik um land og þjóð. Bókin nýtist jafnt við kennslu sem og til yndislestrar.

Eldri konur
4.590 kr.Ég hef alltaf verið rótlaus og vannærð. Þegar ég kynntist áfengi fannst mér eins og ég væri gróðursett í sólríkan lund. Tilveran fékk á sig fagurgulan blæ eins og horft væri gegnum litað gler. Allt varð bærilegra. Fljótlega fór ég þó út í harðara efni.
Efnið mitt gerir mig heila, fyllir mig krafti, lífi, fær mig til að engjast um af fráhvörfum og þráhyggju, lemja, slá, fær mig umsvifalaust til að steypa mér í glötun.
Efnið mitt er eldri konur.
Ung kona gefur rapport af þráhyggju sinni fyrir eldri konum og rekur líf sitt frá barnæsku til fullorðinsára gegnum frásagnir af konum sem hafa heltekið hana.
Eldri konur er röntgenmynd af ástandi. Við kynnumst konunni með ólíkum brotum af sögu hennar, uppvexti í flóknum heimilisaðstæðum, mismunandi vinnustöðum, vináttu, ástum, sigrum og ósigrum.

Himintungl yfir heimsins ystu brún (kilja)
4.590 kr.Hvort er mikilvægara, að segja sannleikann eða vernda þá sem maður elskar? Árið er 1615, og veröldin er gengin úr lagi, því jörðin er ekki lengur miðdepill alheimsins. Presturinn Pétur á Meyjarhóli skrifar bréf – eða skýrslu, jafnvel ákæruskjal – til að henda reiður á atburðum sem hafa skekið sveitina á Brúnasandi og kippt stoðum undan tilveru hans og ástvina hans.
Himintungl yfir heimsins ystu brún er saga sem talar til samtímans aftan úr öldum, um ástina, mennskuna og ábyrgðina sem við berum hvert á öðru. Hún dregur upp ljóslifandi mynd af opinni, forvitinni og ástríðufullri öld, þar sem ný vísindi takast á við trúna, og penninn er beittari en sverðið.
Jón Kalman Stefánsson er fæddur árið 1963. Himintungl yfir heimsins ystu brún er hans fimmtánda skáldsaga. Fjarvera þín er myrkur (2020) hlaut virt frönsk verðlaun LePoint og France Inter sem besta þýdda skáldsagan vorið 2022. Jón Kalman hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2005 fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin.
Bækur hans hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál.

Eat Frozen Sh*t
3.890 kr.Look no further! The book you’re currently holding is the only Icelandic phrasebook you’ll ever actually need. Eat Frozen Shit is not just a handy guide to “colorful language”, it is so much more!
Included in this book:
* A practical no-bullshit guide to everyday words and phrases!
* Filthy curse words!
* Funny sex phrases!
* Essential party vernacular!
* Cool slang!
* Uncool grandparents’ slang!
* Hilarious illustrations!
* A bunch of useless information!
* And more!Impress your friends and family by learning to curse in one of the oldest languages in the world. It’s a gift that keeps on giving.

Dagatal
3.690 kr.Dagatal geymir níutíu og eina sögu á einföldu máli. Í stuttum og aðgengilegum frásögnum er dregin upp mynd af íslenskum veruleika allt árið um kring. Sögupersónur brjóta upp gráan hversdaginn með hátíðahöldum og fagna lífinu með rjómabollum, aprílgabbi, sjósundi, skötuveislu og sólbaði í snjókomu. Sögurnar varpa ljósi á fjölbreytileika mannlífsins, skilning og misskilning í samskiptum fólks og þau fjölmörgu tækifæri sem gefast til að gera sér glaðan dag.
Dagatal er sjálfstætt framhald af Árstíðum sem hefur notið mikilla vinsælda og verið kennd á ýmsum skólastigum á Íslandi sem og erlendis. Textarnir eru fjölbreyttir hvað varðar efnistök, form og stíl og flokkaðir eftir getustigi í samráði við sérfræðinga. Þar að auki fylgir viðauki með margskonar fróðleik um land og þjóð. Bókin nýtist jafnt til kennslu og yndislestrar.

Árstíðir
3.690 kr.Árstíðir geymir hundrað og eina sögu á einföldu máli. Í stuttum og aðgengilegum frásögnum er brugðið upp allskyns hliðum á íslenskum hversdagsleika. Sögupersónur læra nýja hluti, rækta vináttu, takast á við áskoranir og upplifa bæði gleði og sorg. Sögurnar varpa ljósi á margbreytileika mannlífsins og veita innsýn í gang árstíðanna í landi ljóss og myrkurs.
Þetta er fyrsta safn frumsaminna sagna ætlað þeim sem tileinka sér íslensku sem annað mál. Textarnir eru fjölbreyttir hvað varðar efnistök, form og stíl og flokkaðir eftir getustigi í samráði við sérfræðinga. Þar að auki fylgir viðauki með margskonar fróðleik um land og þjóð. Bókin nýtist jafnt við kennslu sem og til yndislestrar.

Herbergi í öðrum heimi & Sápufuglinn
4.690 kr.„Tími er efni sem verður til á svo miklu dýpi innra með manneskju að það er ekki hægt að skilja hann til fullnustu.“
Smásagnasöfnin Herbergi í öðrum heimi og Sápufuglinn slógu eftirminnilega í gegn þegar þau komu fyrst út, en sú síðarnefnda fékk sérstaka viðurkenningu Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins 2024. Hér eru allar sögurnar samankomnar í eina bók.
Sögur Maríu Elísabetar koma róti á huga lesanda og einkennast af djúpu innsæi, húmor og hugmyndaauðgi. Hún skrifar af öryggi um valdadýnamík í samböndum, flókna kynverund og dularfulla þrá fólks eftir því sem það getur ekki fengið.


Rúmmálsreikningur III
4.690 kr.Rúmmálsreikningur III er þriðja bindi af sjö í skáldsögu Solvej Balle um Töru Selter sem situr föst í nóvemberdegi. Höfundurinn hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 fyrir fyrstu þrjú bindin sem nú eru öll komin út á íslensku í þýðingu Steinunnar Stefánsdóttur.
„Hann segist vera að reyna að venjast því að borða úrgang. Hann áttar sig alveg á að við notum heiminn upp til agna. Hann hefur séð það: tómu hillurnar. Hann hefur séð rétti strokaða út af töflum veitingastaða og kaffihúsa og hann hefur séð litlu plastpakkningarnar með apríkósumauki klárast af morgunverðarhlaðborði hótels en þá færði hann sig á annað hótel.“

Mara kemur í heimsókn
4.590 kr.Mara kemur í heimsókn fjallar um heimkomu til Rússlands eftir langa fjarveru, en er um leið uppgjör við pólitískt og menningarlegt ástand.
Natasha S. er íslenskur rithöfundur af rússneskum uppruna sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir ljóð sín og greinar. Hún sló eftirminnilega í gegn með útgáfu fyrstu ljóðabókar sinnar Máltaka á stríðstímum, en fyrir hana hlaut hún Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Natasha hefur einnig verið öflugur talsmaður skálda af erlendum uppruna á Íslandi og ritstýrði ljóðasafninu Pólífónía af erlendum uppruna og ritgerðasafninu Skáldreka.



