

Ru
990 kr.Á frönsku þýðir orðið ru lítill lækur, eða í óeiginlegri merkingu eitthvað sem rennur á borð við tár eða blóð. Á víetnömsku þýðir orðið vögguvísa eða sú sem svæfir og huggar.
Árið er 1968 og stríð geisar í Víetnam. Fjöldi fólks freistar þess að flýja land í von um betra líf. Þar á meðal er ellefu ára stúlka sem flýr yfirstéttarlíf í Saigon, með viðkomu í malasískum flóttamannabúðum, alla leið til Kanada. Þar verður hún bátaflóttamaður í smábæ og þarf að laga sig að nýjum lifnaðarháttum og nýju tungumáli.
Inn í söguna fléttast örlög fleiri Víetnama, í Saigon og í Kanada, bæði á stríðs- og friðartímum.
Höfundurinn, Kim Thúy, var líkt og sögupersóna verksins ein af bátafólkinu svonefnda og er meðal frægustu höfunda Kanada í dag. Ru hefur verið þýdd á fjölda tungumála og unnið til margra verðlauna.


Fullorðið fólk
1.290 kr.Fullorðið fók er saga um afbrýðisemi og skömm þannig að lesandinn fyllist sælublöndnum hryllingi. Ida er arkitekt á fertugsaldri, einstæð og barnslaus sem þráir að eignast fjölskyldu og persóna Idu lýsir blátt áfram skelfilegu sálarangri þess öfundsama. Saga um útslitin fjölskyldubönd, eigingirni, og skömmina sem fylgir ástlausri tilvist.
Ida er arkitekt á fertugsaldri, einstæð og barnslaus en þráir að eignast fjölskyldu. Hún er á leið í sumarparadís æsku sinnar, þar sem til stendur að fagna 65 ára afmæli móður hennar. Í sumarbústaðnum bíður litla systir hennar, Marta, ásamt kærasta sínum og bónusbarni. Þetta hefði geta orðið gott frí ef ekki hefði verið fyrir gleðifréttirnar sem Marta færir. 






Morðin á heimavistinni
5.490 kr.Sjálfstæð skáldsaga eftir höfund metsölubókanna um systurnar sjö. Nemi í fínum heimavistarskóla deyr skyndilega. Skólayfirvöld afgreiða andlátið sem slys en Jazmine „Jazz“ Hunter er send til að rannsaka málið. Á sama tíma reynir hún að standast persónutöfra fyrrverandi eiginmanns síns sem vill að þau taki saman á ný. En þá fer morðunum að fjölga.
Charlie Cavendish, nemi í fínum litlum heimavistarskóla í Norfolk, deyr skyndilega. Skólayfirvöld eru fljót að afgreiða andlát hans sem slys en þrýstingur föður hans verður til þess að Jazmine „Jazz“ Hunter rannsóknarfulltrúi er send ásamt aðstoðarmanni sínum til að rannsaka málið. Brátt kemur í ljós að Charlie var myrtur og að hann lagði samnemendur sína í einelti. Var um hefnd að ræða? Jazz verður að svara þeirri spurningu og komast að því hvort sjálfsmorð prófessors við skólann tengist morðinu. Á sama tíma reynir hún að standast persónutöfra fyrrverandi eiginmanns síns sem vill að þau taki saman á ný. En þá fer morðunum að fjölga …
Lucinda Riley er höfundur bókaflokksins um systurnar sjö sem notið hefur gífurlegra vinsælda undanfarin ár. Morðin á heimavistinni er sjálfstæð skáldsaga.


Snarkið í stjörnunum
990 kr.„Tilvera mín er sprottin af einni setningu; sjö orðum sögðum í eldhúsi í Skaftahlíð snemma morguns í janúarmánuði árið 1959. Ungur maður hafði komið upp úr kjallaraíbúð og stefndi niður að horni Skaftahlíðar og Lönguhlíðar. Hann gekk framhjá litlu fjölbýlishúsi, amma mín horfði út um eldhúsglugga á annarri hæðinni og muldraði setninguna sem allt hvílir á: Stakkels manden, hvorfor er honum svo kalt?“ Snarkið í stjörnunum er ættarsaga sem hverfist um hugarheim móðurlauss sjö ára drengs í Reykjavík í kringum 1970.
Snarkið í stjörnunum er fimmta skáldsaga höfundar og kom fyrst út árið 2003. Jón Kalman hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin og tilnefningu til sömu verðlauna fyrir Sögu Ástu árið 2017. Skáldasaga hans Fjarvera þín er myrkur (2020) hlaut virt frönsk verðlaun Le Point og France Inter sem besta þýdda skáldsagan vorið 2022, en bækur hans eru þýddar á fjölmörg tungumál.




Saga af hjónabandi
990 kr.Hvað er það sem gerist, þegar tvær manneskjur sem vilja hvor annarri ekkert nema það besta og hafa byggt upp fallegt og náið samband, missa tökin á tilfinningalífi sínu? Er hægt að komast til botns í ástinni? Er hægt að hlaupast undan henni?
Saga af hjónabandi er ísköld krufning á hinu fullkomna ástarsambandi – sem skyndilega fer að leysast upp. Maður og kona hafa búið saman í fjölmörg hamingjusöm ár, en allt í einu er fótunum kippt undan þeim og allar bjargir virðast bannaðar.
Geir Gulliksen var tilnefndur til Norðurlandaverðlaunanna fyrir þessa bók. Hann hefur skrifað skáldsögur, leikrit, barnabækur og greinasöfn og verið tilnefndur til fjölda verðlauna.
Halla Kjartansdóttir þýddi úr norsku.




Þegar við hættum að skilja heiminn
4.590 kr.Hér segir frá nokkrum af snjöllustu vísindamönnum 20. aldar, lífi þeirra, þráhyggju, hugarórum og rannsóknum, ásamt ófyrirséðum afleiðingum uppgötvana þeirra. Þegar Fritz Haber vann að framleiðslu hins öfluga skordýraeiturs Zyklon hvarflaði ekki að honum að nasistar myndu nota það nokkrum árum síðar til að drepa ættingja hans og milljónir annarra gyðinga í gasklefunum. Eðlis-og stjörnufræðingurinn Karl Schwarzschild varð fyrstur manna til að leysa jöfnur Einsteins um almennu afstæðiskenninguna en fylltist skelfingu þegar hann uppgötvaði óhugnaðinn sem hún sagði fyrir um. Skammtafræðin og óvissulögmál Heisenbergs kipptu stoðunum undan hefðbundinni eðlisfræði, umturnuðu heimsmyndinni og opnuðu dyr að svo örum tæknilegum breytingum að við erum hætt að skilja heiminn.



