




Eldarnir
1.290 kr.Skáldin mega hjala um ástina, en ég þekki hana, hef séð hana að verki. Hún er ekkert annað en náttúruhamfarir.
Jarðskjálftar skekja Reykjanesskaga, eldfjöllin eru vöknuð til lífsins eftir 800 ára hlé. Enginn þekkir þau betur en eldfjallafræðingurinn Anna Arnardóttir, forstöðumaður Jarðvísindastofnunar, sem þarf að takast á við stærsta verkefni ferilsins við stjórn almannavarna. En áferðarfallegt og hamingjuríkt líf hennar lætur ekki lengur að stjórn.
Eldarnir eru þriðja skáldsaga Sigríðar Hagalín Björnsdóttur. Fyrri bækur hennar, Eyland og Hið heilaga orð, hafa vakið verðskuldaða athygli og verið þýddar á fjölda tungumála.

Allt sem rennur
1.490 kr.á hverju ári sendir hún
fyrrverandi eiginmanni sínum skilaboð
ég lifiá hverju ári svarar hann
ég veitBergþóra Snæbjörnsdóttir hefur áður sent frá sér ljóðabækurnar Daloon dagar og Flórída sem og skáldsöguna Svínshöfuð. Þær tvær síðarnefndu hlutu tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.





Guli kafbáturinn
1.290 kr.Rithöfundur á miðjum aldri hefur komið sér fyrir í almenningsgarði í London. Hann á brýnt erindi við Paul McCartney, sem situr þar undir tré, en fortíðin truflar hann í sífellu og sækir að honum í líki gamals Trabants með rauðu þaki. Í bílnum sitja faðir hans, Guð með vodkaflöskuna, og Johnny Cash með gítarinn í aftursætinu, og fleiri bætast í hópinn; Sesselja gamla og Guðmundur á fjórðu hæðinni, Jesús og mamma hans, heill kirkjugarður af dánu fólki, Benjamín ökukennari og Örn Örlygsson, sem grefur upp 5000 ára gömul ljóð á súmerskum leirtöflum. Þetta er skáldsaga um listina, dauðann og þó miklu frekar um lífið, undursamlegan lækningamátt ímyndunaraflsins og Bítlana.

Saga Ástu
1.290 kr.Þetta er saga Ástu.
Foreldrar hennar völdu nafnið meðan hún var enn í móðurkviði. Nú liggur Sigvaldi faðir hennar á steyptri stétt – af hverju liggur hann þar?
Lenti hann á fylliríi?
Saga fjölskyldunnar rennur um huga Sigvalda. Ást í ólíkum myndum, íslensk sveit, skáldskapur og menntunarþrá, börnin sem fólk fær að hafa hjá sér og þau sem aðrir ala upp.
Þetta er saga Ástu. Öll fæðumst við nafnlaus en erum mjög fljótlega nefnd svo það verði ögn erfiðara fyrir dauðann að sækja okkur.
