• Spilastokkur - Íslenskar kynjaskepnur

    Spilastokkur – Íslenskar kynjaskepnur

    Ískyggileg handspil með einstæðum vatnslitamyndum Jóns Baldurs Hlíðberg af ýmsum kynjaskepnum úr íslenskri þjóðtrú. Frábært gjöf til vina hér heima og erlendis.

    2.590 kr.
    Setja í körfu
  • Morðin á heimavistinni

    Morðin á heimavistinni

    Sjálfstæð skáldsaga eftir höfund metsölubókanna um systurnar sjö. Nemi í fínum heimavistarskóla deyr skyndilega. Skólayfirvöld afgreiða andlátið sem slys en Jazmine „Jazz“ Hunter er send til að rannsaka málið. Á sama tíma reynir hún að standast persónutöfra fyrrverandi eiginmanns síns sem vill að þau taki saman á ný. En þá fer morðunum að fjölga.

    Charlie Cavendish, nemi í fínum litlum heimavistarskóla í Norfolk, deyr skyndilega. Skólayfirvöld eru fljót að afgreiða andlát hans sem slys en þrýstingur föður hans verður til þess að Jazmine „Jazz“ Hunter rannsóknarfulltrúi er send ásamt aðstoðarmanni sínum til að rannsaka málið. Brátt kemur í ljós að Charlie var myrtur og að hann lagði samnemendur sína í einelti. Var um hefnd að ræða? Jazz verður að svara þeirri spurningu og komast að því hvort sjálfsmorð prófessors við skólann tengist morðinu. Á sama tíma reynir hún að standast persónutöfra fyrrverandi eiginmanns síns sem vill að þau taki saman á ný. En þá fer morðunum að fjölga …

    Lucinda Riley er höfundur bókaflokksins um systurnar sjö sem notið hefur gífurlegra vinsælda undanfarin ár. Morðin á heimavistinni er sjálfstæð skáldsaga.

    5.490 kr.
    Setja í körfu
  • Flögð og fögur skinn

    Flögð og fögur skinn

    Orðatiltækið hefur margar skemmtilegar vísanir í líkamstungumál gróteskunnar og hrollvekjunnar. „Fagurt skinn“ vísar beinlínis í form líkamans sem er afmarkað og rammað inn af húðinni og þannig opinberast um leið formleiki formsins; það er dregið fram og undirstrikað að hið fagra form er ekkert annað en form, rammi eða afmörkun sem hylur og felur gróteskuna undir niðri. Þannig er ljóst að hið fagra skinn er ekkert annað en yfirskin(n), og að öll erum við flögð undir fögrum skinnum.

    Ritstjóri:

    Jón Proppé

    Í ritstjórn sátu:

    Úlfhildur Dagsdóttir, Hannes Sigurðsson, Guðni Elísson, Dagný Kristjánsdóttir, Geir Svansson og Eiríkur Guðmundsson.

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Safnasafnið - Kiko Kiorrio - Sýnisbók safneignar IV

    Safnasafnið – Kiko Kiorrio – Sýnisbók safneignar IV

    Í bókinni er sagt frá alþýðulistamanninum Þórði Valdimarssyni (1922- 2002) sem ávallt kallaði sig Kiko Korriro. Bókin er prýdd myndum af verkum listamannsins sem var afar afkastamikill. Lífshlaup og listsköpun Kiko er rakin í greinandi textum eftir Níels Hafstein, Aðalstein Ingólfsson og Þórð Sverrisson.

    5.490 kr.
    Setja í körfu
  • Safnasafnið - Svava Skúladóttir - Sýnisbók safneignar VIII

    Safnasafnið – Svava Skúladóttir – Sýnisbók safneignar VIII

    Svava Skúladóttir (1909-2005) byrjaði að skapa þegar hún var komin á efri ár og hóf að nýta sér verkstæði fyrir félagsstarf eldri borgara. Í bókinni er teikningar, málverk og skúlptúrar Svövu til umfjöllunar en þau bera þess merki að vera sköpuð hratt og af einurð, óttaleysi og lífsorku.

    Bókin geymir æviágrip listakonunnar, greiningu verka hennar eftir Níels Hafstein sem og texta eftir Sigríði Ágústdóttur.

    5.490 kr.
    Setja í körfu
  • Safnasafnið - Ragnar Hermannsson - Sýnisbók safneignar VII

    Safnasafnið – Ragnar Hermannsson – Sýnisbók safneignar VII

    Í bókinni eru kynnt verk eftir alþýðulistamanninn Ragnar Hermannsson (1992-2009) sem var frá Flatey á Skjálfanda. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda ef verkum Ragnars ásamt greinandi úttekt á verkum hans og starfsaðferðum eftir Níels Hafstein.

    5.490 kr.
    Setja í körfu
  • Safnasafnið - Mannsmynd - Sýnisbók safneignar IX

    Safnasafnið – Mannsmynd – Sýnisbók safneignar IX

    Bókin sýnir valin listaverk úr safneign Safnasafnsins sem eiga það sameiginlegt að spegla og formgera hugmyndir fólks af mannslíkamanum og mannsmyndinni í ýmsum miðlum. Níels Hafstein ritaði ítarlega greiningu á viðfangsefninu.

    5.490 kr.
    Setja í körfu
  • Safnasafnið - Ingvar Ellert - Sýnisbók safneignar X

    Safnasafnið – Ingvar Ellert – Sýnisbók safneignar X

    Í bókinni eru kynnt verk eftir Ingvar Ellert Óskarsson (1944-1992). Þó myndheimur Ingvars væri flókinn dró hann ýmsar persónur og fyrirbæri fram í dagsljósið, oft með einföldum hætti en líka í flúri og útúrdúrum.

    Bókin er prýdd fjölda ljósmynda af verkum hans ásamt úttekt á lífshlaupi hans og viðkynnum af geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Níels Hafstein ritar greiningu um listamanninn og Guðmundur Vignir Óskarsson um lífshlaup hans.

    5.490 kr.
    Setja í körfu
  • Safnasafnið -  GÍA - Sýnisbók safneignar XI

    Safnasafnið – GÍA – Sýnisbók safneignar XI

    GÍA fjallar um verk og listferil Gígju Guðfinnu Thoroddsen (1957-2021), eða GÍU eins og hún kallaði sig. Verk GÍU hafa ríkar skírskotanir til listasögunnar, samfélagsins, andlegra þátta, þekktra einstaklinga, arkitektúrs og svo í eigin reynsluheim, sem hún miðlaði af áræðni og örlæti, þá sérstaklega sem virkur notandi geðheilbrigðisþjónustu hér á landi.

    Bókin er prýdd fjölda ljósmynda af verkum hennar ásamt greinandi úttekt eftir Margrét M. Norðdahl og textum frá Atla Bollasyni, Ástu Thoroddsen og Níelsi Hafstein.

    5.490 kr.
    Setja í körfu
  • Stranded!

    Stranded!

    Based on a true story, the author humorously recounts the time his grandfather got stranded with a friend on Surtsey, a brand new volcanic island in Iceland. The adventurers face epic challenges like molten lava, melted eyeglasses and scant supplies before finally getting rescued. Graphic novel-like layouts and spirited text invite readers to search for the one thing that’s not actually true in this thrilling yet light-hearted tale of adventure. Endnotes include information about volcanoes, Icelandic culture and Norse mythology.

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Julia

    Julia

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Ástarmeistarinn

    Ástarmeistarinn

    Anna og Fjölnir hafa bæði beðið skipbrot í ástinni.

    Þau leggja allt í sölurnar í leit að meistara sem getur kennt þeim að elska á nýjan leik.

    Þau tefla blindskák við ástina í þeirri von að máta sjálf sig og leikurinn litast af skömm, sælu, goðsögum, kynlífi og þrám.

    1.290 kr.
    Setja í körfu