














Eftir skjálftann
1.290 kr.„Ormur býr neðanjarðar. Hann er gríðarlega stór ormur. Þegar hann reiðist kemur hann af stað jarðskjálftum. Og einmitt núna er hann mjög, mjög reiður.“
Jarðskjálftinn í Kobe er miðdepill þessa smásagnasafns eftir japanska rithöfundinn Haruki Murakami. Skjálftinn er eins og bergmál löngu liðinna atburða sem nú brjótast fram úr sálardjúpinu og skekja tilveru fólks sem svo lengi hefur stigið afar varlega til jarðar.
Haruki Murakami er einn vinsælasti rithöfundur samtímans. Á síðustu árum hafa sögur hans vakið gífurlega athygli í Japan og víðast annars staðar í heiminum.
Uggi Jónsson þýddi.

Mánasteinn – drengurinn sem aldrei var til
1.290 kr.Árið er 1918 og frá Reykjavík má sjá eldgosið í Kötlu mála himininn nótt sem dag. Lífið í höfuðstaðnum gengur sinn vanagang þrátt fyrir náttúruhamfarir, kolaskort og styrjöldina úti í hinum stóra heimi. Íslendingar búa sig undir að verða fullvalda þjóð.
Drengurinn Máni Steinn lifir í kvikmyndunum. Sofandi dreymir hann myndirnar í tilbrigðum þar sem vefur atburðanna er slunginn þráðum úr hans eigin lífi. Vakandi hefst hann við á jaðri samfélagsins.
En þá tekur spænska veikin land og leggur þúsundir bæjarbúa á sóttarsæng, sviptir hundruð lífinu. Skuggar tilverunnar dýpka. Í brjósti Mána Steins ólmast svartir vængir. Það súgar milli heima í veröld þar sem líf og dauði, veruleiki og ímyndun, leyndarmál og afhjúpanir vegast á.







Leigjandinn
1.290 kr.„Maður er svo öryggislaus þegar maður leigir.
Þetta var hún vön að segja þegar hún gerði grein fyrir hag sínum og Péturs, þegar velviljað fólk spurði hana hvað liði húsbyggingu þeirra og hvenær þau hefðu í hyggju að flytja.“Þessi einlægu upphafsorð bókarinnar gefa enga vísbendingu um þann magnaða söguheim sem Svava Jakobsdóttir kynnti lesendum sínum árið 1969 þegar Leigjandinn kom fyrst út. En fyrr en varir hefur dulúð og spenna náð yfirhönd í frásögninni, draumur og veruleiki takast á og ótal spurningar vakna. Og nú, þrjátíu og fimm árum síðar, leynast ef til vill nýjar gátur á bak við tjöldin. Leigjandinn á ávallt erindi til þeirra sem unna góðum bókmenntum.
Svava Jakobsdóttir fór ótroðnar slóðir með frumlegum frásagnarhætti og nýstárlegum efnistökum. Hún var meistari orðsins, gædd óviðjafnanlegu innsæi og listfengi.

