• Vending

    Vending

    Bók fyrir fólk sem vill endurmóta líf sitt, velja sér gildi, efla kosti og dempa ókosti. Fólk sem vill tileinka sér vínlausan lífsstíl, bæta sjálfsskilning og ná árangri. Bókin fjallar um hvað þarf til þegar venda á kvæði sínu í kross.

    Hún er fyrir þau sem langar til að tileinka sér annan lífsstíl en vantar vendipunkt, verkfæri, kraft, samtal og lífsgildi til að stíga skrefið. Efnið er um sjálfsaga og vellíðan, hvernig höndla beri veik­leika og efla styrkleika. Efnið er skrifað þannig að málið snýst einnig um að auka líkur á að lesanda takist að ná markmiðum sínum, vinna þau verk sem hann hefur metnað til að vinna.

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Sogið

    Sogið

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Rauður maður/Svartur maður

    Rauður maður/Svartur maður

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Kalak

    Kalak

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Lungu

    Lungu

    Lungu er fjölskrúðug skáldsaga sem teygir anga sína vítt og breitt um tuttugustu öldina og langt inn í fjarlæga framtíð: frá Toskana við upphaf fyrri heimsstyrjaldar þar sem óhóflegt ólífuát bjargar hinum unga Enzo undan herþjónustu, til innflytjendahverfa Toronto-borgar þar sem táningsstúlka verður ástfangin af dularfullum umrenningi, þaðan til Hörgárdals þar sem risavaxni haninn Júpíter ræður ríkjum, og loks til Reykjavíkur ársins 2089.

    Pedro Gunnlaugur Garcia tekst í þessari mögnuðu bók á við áleitnar spurningar sem varða líf og dauða af óvenjulegu hispursleysi, um leið og hann skemmtir lesandanum af einlægri frásagnargleði. Pedro vakti mikla athygli fyrir síðustu skáldsögu sína, Málleysingjana, sem hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Adventus Domini

    Adventus Domini

    Það lak úr hálsinum á höfuðlausum manninum. Vínrautt teppið framan við rúmið var gegndrepa af blóði, sem hafði einnig sprautast yfir á vegginn andspænis. Annars leit herbergið á hótelinu í miðbæ Þórshafnar bara friðsamlega út. Hér hafði greinilega ekki verið neinn bardagi. Bara hrein aftaka.

    Stuttu fyrir jól hringir umboðsmaður stórmeistarans í Möltureglunni í Hannis Martinsson og biður hann að taka á móti sér á umferðarmiðstöðinni, þegar hann kemur til Þórshafnar. Frá því að Maltverjinn kemur til Færeyja og til jóla, fara undarlegir og ofbeldisfulli atburðir að gerasr á ýmsum stöðum landsins. Þræðir liggja aftur til krossriddaranna á Rhodos á 16. öld og til S/S Sauternes sem sökk í Fugleyjarfirði í desember 1941. Múrinn í Kirkjubæ gegnir einnig hlutverki.

    4.190 kr.
    Setja í körfu
  • Helguleikur

    Helguleikur

    Í bókinni Helguleikur segir frá semballeikaranum Helgu Ingólfsdóttur (1942-2009), Sumartónleikum í Skálholtskirkju og sögu barokktónlistar á Íslandi. En einnig er hér gerð grein fyrir alþjóðlegum straumum í tónlist frá 18. öld til okkar daga. Lesandinn er leiddur inn í heillandi sögu frumherja í tónlistarstarfi sem gerðu jafnvel Bach að Biskupstungnamanni.

    Í bókinni er rakið hvernig semballeikarinn Helga Ingólfsdóttir breytti hugmyndum manna um barokktónlist en var jafnframt öflugur túlkandi nýrrar tónlistar enda heilluðust tónskáld af leik hennar og hljóðfæri og tileinkuðu henni verk sín. Gerð er tilraun til að greina stefnur og strauma í nýrri íslenskri tónlist og fjallað um þá viðleitni íslenskra tónskálda að segja sögur í tónlist sinni. Getur einleiksverk fyrir sembal fjallað um hallarrústir í frumskógum Víetnams?

    Bókinni fylgja sex hljómdiskar með leik Helgu.

    5.990 kr.
    Setja í körfu
  • Friðsemd (kilja)

    Friðsemd (kilja)

    5.490 kr.
    Setja í körfu
  • Ljóðaárbók 1989

    Ljóðaárbók 1989

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Ljóðaárbók 1988

    Ljóðaárbók 1988

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Ég skapa – þess vegna er ég

    Ég skapa – þess vegna er ég

    Þórbergur Þórðarson fjallaði mikið um sjálfan sig í sínum skrifum, en líka samferðafólk, hugmyndir samtímans, trúarbrögð og stjórnmál.

    Mörk skáldskapar og ævisögu eru ekki glögg en stíllinn og listfengið í frásögninni hafa tryggt vinsældir bóka hans.

    Soffía Auður Birgisdóttir hefur lengi rannsakað skrif Þórbergs. Ég skapa – þess vegna er ég er aðgengilegt rit um skrif þessa makalausa ritsnillings, Þórbergs Þórðarsonar. Bókin byggir á margra ára rannsóknum og er yfirgripsmikil heildarútekt á höfundarverki Þórbers.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Sveindís Jane - saga af stelpu í landsliði