 
 
 
 - Dyrnar990 kr.- Dyrnar er einstök og áhrifamikil skáldsaga eftir einn merkasta höfund Ungverja á seinni hluta 20. aldar. Bókin vakti gríðarlega athygli þegar hún kom fyrst út 1987, og útgáfur hennar á erlendum málum hafa einnig hlotið verðskuldað lof og verðlaun, m.a. Prix Femina Étranger í Frakklandi árið 2003. Einnig var hún kjörin ein af tíu bestu bókum ársins 2015 af dagblaðinu New York Times. - Guðrún Hannesdóttir íslenskaði. 
 - Grikkur990 kr.- Myndlistamaður á áttræðisaldri deilir íbúð í fáeina sólarhringa með fjögurra ára dóttursyni sínum á meðan einkadóttir hans og tengdasonur fara í ráðstefnuferð. Hann er ekkill til margra ára og býr í Mílanó en dóttirin býr á æskuheimili hans í Napólí. - Samspil hans við dóttursoninn, dótturina og tengdasoninn er fullt af grátbroslegum uppákomum. Fortíðardraugar fara á kreik og tilvistarkreppa aldraðs listamanns snýst upp í eins konar einvígi við dóttursoninn, sem reynist honum ofjarl á flestum sviðum og gerir honum óvæntan grikk. - Domenico Starnone er einn fremsti skáldsagnahöfundur Ítala. Áður hefur komið út eftir hann á íslensku skáldsagan Bönd. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 - Vince Vaughn í skýjunum990 kr.- Á internetinu geta allir orðið stjörnur. Áður óþekkt fólk er á allra vörum einn daginn en öllum gleymt þann næsta. Verðum við kannski öll heimsfræg í 15 mínútur eftir allt saman? - Sara og Þórir – menntaskólastelpa sem vinnur í sundlaug og háttprúður Lottókynnir í sjónvarpinu – eru með öllu óviðbúin frægðinni þegar hún steypist yfir þau. Hann verður alræmdur á Íslandi, hún alþjóðleg stjarna. Hvernig bregðast þau við? - Halldór Armand Ásgeirsson (f. 1986) er ný rödd í íslenskum bókmenntum. Leikrit hans Vakt var sýnt í Norðurpólnum 2010 við góðar undirtektir og í ár fékk hann nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir sögurnar í þessari bók. 
 
 
 
 
 
 
 
