 
 
 
 
 
 
 
 - Stol990 kr.- Stol er áhrifamikil saga um dauðann, tímann og lífið; viðleitnina til að halda í minningarnar og nýta tíma sem er á þrotum. Frásögnin er hjartnæm og grípandi en um leið leikandi létt og fyndin, ekki síst lýsingin á höktandi samskiptum feðganna sem þurfa að takast á við glataðar aðstæður – og kveðjast. - Baddi er ráðvilltur ungur maður sem kemur heim til Íslands til að annast dauðvona föður sinn, Hörð. Heilaæxli hefur rænt hann svo mörgu sem áður var sjálfgefið og hlutverk feðganna hafa snúist við. Saman fara þeir akandi á gömlum jeppa út úr bænum, en ferðin er feigðarflan. Hörður er óðum að tapa dómgreind sinni, minni og máli, og Baddi ræður illa við aðstæðurnar og ábyrgðina á ósjálfbjarga föður sínum. - Björn Halldórsson hefur áður gefið út smásagnasafnið Smáglæpi sem fékk afar góðar viðtökur. Stol er fyrsta skáldsaga hans. 
 - Dyngja1.290 kr.- Hvað leynist bak við bláan einkennisbúning og silkislæðu, sólbrúna húð og rauðlakkaðar neglur? Dauð rödd söguhetjunnar býður þér að kaupa tollfrjálsan varning og þegar þú afþakkar boðið heldur hún áfram ganginn með þennan klunnalega en vellyktandi vagn á undan sér. Hægt í átt að ljósinu og endalokum þeirrar undraverðu sögu sem nefnd hefur verið Dyngja. Hún hófst um miðbik 20. aldar á litlum bæ við rætur Ódáðahrauns og þaðan barst hún lengra inn í landið; frá hálendi Íslands út í geim og að lokum til tunglsins. - Sigrún Pálsdóttir lauk doktorsprófi í sagnfræði frá University of Oxford árið 2001 og hefur frá námslokum unnið við ýmsar rannsóknir og ritstjórn. Fyrri bækur hennar eru Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar (2010), Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga (2013), Kompa (2016) og Delluferðin (2019). Bækurnar hafa verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna, Menningarverðlauna DV og Viðurkenningar Hagþenkis. Delluferðin hlaut Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2021. 
 - Heklugjá – leiðarvísir að eldinum1.290 kr.- Rithöfundur gengur daglega yfir Skólavörðuholtið með hundinn sinn, á leið á Þjóðskjalasafnið þar sem hann les sér til um listamanninn og sérvitringinn Karl Dunganon. Á safninu vinnur stúlka með eldrautt hár og sægræn augu sem vekur ekki minni áhuga en gömul skjöl – en það er mikið verk að kynnast manneskju. - Heklugjá – leiðarvísir að eldinum er ævintýraleg saga um leit að hamingjunni. Leikar berast yfir höf og lönd og aldir; úr djúpi sögunnar birtast sífellt nýjar persónur en í iðrum jarðar kraumar eilífur eldur sem brýst upp með látum. Öskulög hylja eldri öskulög og undir öllu liggja fjársjóðir, sögur, skáldskapur og líf. - Ófeigur Sigurðsson hefur sent frá sér ljóðabækur og skáldsögur sem vakið hafa mikla athygli, meðal annars hlaut Skáldsaga um Jón … Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2011 og metsölubókin Öræfi hreppti Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014. 
 
 - The Coocoo’s Nest10.890 kr.- Þau Lucas Keller og Íris Ann Sigurðardóttir hafa undanfarið unnið hörðum höndum að nýrri matreiðslubók þar sem þau gera upp tíu farsæl ár sem eigendur veitingastaðarins, The Coocoo’s Nest sem var staðsett í gömlu Verbúðunum út á Granda. Aðdáendur geta nú framreitt himneskan bröns í heimahúsi að hætti Coocoo’s Nest. Í bókinni má finna flest allar uppskriftirnar sem glöddu landann í heilan áratug. Lucas eldaði sig í gegnum Coocoo’s árin og Íris Ann myndaði allt ferlið en úr því varð glæsileg og eiguleg matreiðslubók fyrir sanna matgæðinga. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

