






Glæsir
1.290 kr.Aleinn í myrku fjósi flytur hann sjálfum sér eigin ævisögu um væntingar og svik, heiður og vansæmd, einmanaleik og botnlausa óhamingju. En hver er hann sem á svo harmræna fortíð að baki er hann þessa heims eða annars, forynja eða tröll – eða aðeins vesæl skepna?
Og Glæsir hefur marga fjöruna sopið. Hann heyr harða glímu við sjálfan sig og einn og yfir- gefinn gerir hann upp líf sitt og nöturleg örlög.
Í þessari nýstárlegu skáldsögu tekst ÁRMANN JAKOBSSON á við sagnaarfinn og þjóðsögurnar á afar frumlegan hátt. Sagan um Glæsi er í senn dramatísk og neistandi fyndin en umfram allt barmafull af tilfinningum.





