
Sérðu það sem ég sé
1.290 kr.Sérðu það sem ég sé hefur að geyma tólf listilega samansettar smásögur sem veita ferskum og kitlandi andblæ inn í líf lesandans. Hér sýnir Þórarinn Eldjárn enn á ný að fáir standa honum á sporði í smásagnagerð.
Sögurnar eru ólíkar að efni og stil. Allar bera þær hins vegar merki einstakrar frásagnargáfu þar sem saman fer hnitmiðuð uppbygging og örugg tök á tungumálinu. Gamansemin er ismeygileg en reynist oft egghvöss þegar betur er að gáð og kippir stundum fótunum undan lesandanum.
Þórarinn kemur víða við í sögunum enda er honum fátt óviðkomandi. Hér segir af hremmingum íslenskra ungmenna í París, afdrifaríkum feluleik barna á Íslandi, deilum jurtasafnara og fuglaskoðara, magnaðri níðstöng og vandamálum við skráningu örnefna á íslenskum landnámsjörðum, svo fátt eitt sé nefnt.
Bækur Þórarins Eldjárns hafa um árabil notið mikilla vinsælda. Sérðu það sem ég sé mun án vafa auka hróður hans enn frekar.







1983
1.290 kr.Á hjara veraldar er tólf ára gamall drengur á hraðri ferð inn í heim hinna fullorðnu. Á einu ári uppgötvar hann ekki aðeins ástina heldur einnig hverfulleikann, um leið og hann vígist inn í heim orðanna.
Hér er sögð nýstárleg saga úr íslensku þorpi á fyrri hluta níunda áratugarins, heimi sem er í senn framandi og kunnuglegur. Þetta er bók um þrá eftir hinu óljósa, leitina að sjálfum sér, draumkennd skip, og gamla loftbelgi sem líða um hugarheima ungmenna mjög ofarlega á slönguspilinu. Síðast en ekki síst er þetta ástarsaga sem gerist fjarri öllum kastljósum úti við ysta haf
1983 er fjórða skáldsaga Eiríks Guðmundssonar. Sú síðasta, Sýrópsmáninn, var tilnefnd til menningarverðlauna DV.




