

Ferðalag um Ísland – Úr myrkri til birtu
9.990 kr.Erin Boggs og Einar Örn Benediktsson hafa unnið saman að margþættri skynreisu sem kannar Ísland í gegnum list og ljóð og tónlist frá Kaktus Einarssyni.
Í gegnum þessa upplifun verður áhorfendum sökkt í leyndardómsfulla fegurð íslensks umhverfis og menningar.
Bókin er á ensku og íslensku. Hún hefur að geyma 50 myndir og ljóð.


Undir mjúkum væng
1.490 kr.Um áratuga skeið hefur Matthías Johannessen verið eitt merkasta skáld Íslands. Hann sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók árið 1958 og nú, 65 árum síðar, er hann enn að.
Undir mjúkum væng hefur að geyma nýjustu ljóð hans sem ort eru á undanförnum misserum. Þröstur Helgason bjó til prentunar.


Veirufangar og veraldarharmur
1.490 kr.Á tímum heimsfaraldurs gekk Valdimar Tómasson um mannauð stræti borgarinnar og orti háttbundinn kvæðabálk um ástandið. Hér birtist afraksturinn ásamt hárbeittum heimsósóma.
Valdimar er helsta götuskáld Reykjavíkur. Hann er þekktur fyrir vandaðan skáldskap og frjóa glímu við íslenska tungu.


Ævi mín og sagan sem ekki mátti segja
1.290 kr.Er Björn Sv. Björnsson kom heim til Íslands árið 1946 eftir að hata setið í fangelsi í Danmörku sakaður um stríðsglæpi beið faðir hans, forseti Íslands, komu hans á Bessastöðum. Hann tók af Birni loforð um að segja sögu sína aldrei. Síðan var ferill hans á styrjaldarárunum þoku hulinn.
Hver var raunverulega saga forsetasonarins sem varð foringi í hersveitum Hitlers, sat í fangelsi sakaður um stríðsglæpi, kom heim til Íslands en flutti síðan til Suður-Ameríku þangað sem fjölmargir liðsmenn Hitlers leituðu eftir stríð? Af hverju varðist hann aldrei þeim óhróðri sem á hann var borinn?
Danir kölluðu hann „manninn á bak við áróður Þjóðverja í Danmörku“. Um hann og verk hans spunnust ótal sögusagnir manna á meðal og ekki var minna skrafað um lausn hans úr fangelsi. Voru sögurnar sannar? Um það fengust engin svör, því að Björn hélt loforðið er hann gaf foreldrum sínum um að ræða aldrei þetta tímabil ævi sinnar og hafa ekkert samband við fyrri félaga.
Eftir heimkomuna hafði Björn á sér svartan stimpil í augum margra samferðarmanna sinna og ef til vill dæmdu þeir hann harðast, sem minnst vissu. Ferill hans var litríkur og ævintýralegur og spor hans hafa víða legið, en jafnan hefur þó hvílt skuggi yfir hluta af ævi hans og mörgum spurning- um hefur verið ósvarað. Eftir meira en fjörutíu ára þögn segir hann sögu sína í fyrsta sinn – söguna sem ekki mátti segja.


- -14%

Rétt áðan
Original price was: 6.990 kr..5.990 kr.Current price is: 5.990 kr..Árum saman hefur Illugi Jökulsson punktað hjá sér ýmislegt af því sem hann sér og heyrir, man og upplifir á ferðum sínum um lífið, samfélagið, veröldina, verslanirnar og heitu pottana. Hér eru þær sögur komnar í eina bók sprúðlandi fyndnar, nístandi átakanlegar, fallega hlýjar og allt þar á milli.

Óli K.
14.990 kr.Þegar Óli K. hóf störf á Morgunblaðinu árið 1947 var hann fyrsti fastráðni blaðaljósmyndarinn á Íslandi. Starfsævin spannaði um hálfa öld og á þeim tíma markaði hann sér sess sem mikilvægur þátttakandi á sviði íslenskrar menningar. Augnablik Íslandssögunnar urðu að sýnilegum minjum í myndum hans. Hann tók utan um andrúm og tilfinningar og gaf þeim form, gerði karla og konur að leikendum á sviði tímans var staddur þar sem sagan gerðist. Hér birtist úrval af verkum Óla K., bæði víðkunnar myndir sem óþekktar. Um leið er saga hans sögð ítarlegar en áður hefur verið gert, fjallað um uppvöxtinn í Reykjavík í skugga sviplegs fráfalls föður hans, námsárin í Bandaríkjunum og síðan þrotlausa elju við að ljósmynda lífið í landinu.
