• Hjarta mannsins

    Hjarta mannsins

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Harmur englanna

    Harmur englanna

    Tíminn er stundum bölvað kvikindi, færir okkur allt til þess eins að taka það burt aftur. Það eru þrjár vikur síðan strákurinn kom í Plássið með stórhættulegan skáldskap á bakinu og vegalengdin milli Bárðar og lífsins eykst miskunnarlaust með hverjum degi. Jens landpóstur er kominn í Plássið, rétt slapp undan norðanvindinum þótt komið væri vor. Saman fara þeir strákurinn yfir að Vetrarströndinni, það eru apríllok og snjókoman tengir saman himin og jörð, þurrkar út áttirnar og landslagið. Hafi djöfullinn skapað eitthvað í þessum heimi, fyrir utan peningana, þá er það skafrenningur uppi á fjöllu

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Fiskarnir hafa enga fætur

    Fiskarnir hafa enga fætur

    Þetta er sviðið: Austfirsk fjöll og Keflavík sem kölluð hefur verið svartasti staður landsins.

    Hér er sögð saga ættar allt frá byrjun tuttugustu aldar og fram til okkar daga. Sagan teygir sig frá Norðfirði til Keflavíkur, hún nær yfir allt landið, yfir fjöllin sem eru fornar rósir færðar guðum og hraunið sem lítur stundum út eins og blótsyrði djöfulsins.

    Þetta er saga fólks sem elskar og þjáist, sem leitar og flýr, saga um sársauka og söknuð, ofbeldi og kvótalaust haf. Saga um Kanaskip, Bítlana og Pink Floyd, um bjarta og dimma daga á Norðfirði þar sem kona breytist í lifandi múmíu.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Guli kafbáturinn

    Guli kafbáturinn

    Rithöfundur á miðjum aldri hefur komið sér fyrir í almenningsgarði í London. Hann á brýnt erindi við Paul McCartney, sem situr þar undir tré, en fortíðin truflar hann í sífellu og sækir að honum í líki gamals Trabants með rauðu þaki. Í bílnum sitja faðir hans, Guð með vodkaflöskuna, og Johnny Cash með gítarinn í aftursætinu, og fleiri bætast í hópinn; Sesselja gamla og Guðmundur á fjórðu hæðinni, Jesús og mamma hans, heill kirkjugarður af dánu fólki, Benjamín ökukennari og Örn Örlygsson, sem grefur upp 5000 ára gömul ljóð á súmerskum leirtöflum. Þetta er skáldsaga um listina, dauðann og þó miklu frekar um lífið, undursamlegan lækningamátt ímyndunaraflsins og Bítlana.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Himnaríki og helvíti

    Himnaríki og helvíti

    Sagan gerist fyrir meira en hundrað árum, fyrir vestan, inni í firði, á milli hárra fjalla, eiginlega á botni heimsins, þar sem sjórinn verður stundum svo gæfur að það er hægt að fara niður í fjöru til að strjúka honum.

    Strákurinn og Bárður róa um nótt á sexæringi út á víðáttur Djúpsins að leggja lóðir. Þar bíða þeir fram á brothættan morgun eftir fiskinum sem hefur synt óbreyttur um hafið í 120 milljón ár. Þótt peysurnar séu vel þæfðar smýgur heimskautavindur auðveldlega í gegn. Það er stutt á milli lífs og dauða, eiginlega bara ein flík, einn stakkur.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Saga Ástu

    Saga Ástu

    Þetta er saga Ástu.

    Foreldrar hennar völdu nafnið meðan hún var enn í móðurkviði. Nú liggur Sigvaldi faðir hennar á steyptri stétt – af hverju liggur hann þar?

    Lenti hann á fylliríi?

    Saga fjölskyldunnar rennur um huga Sigvalda. Ást í ólíkum myndum, íslensk sveit, skáldskapur og menntunarþrá, börnin sem fólk fær að hafa hjá sér og þau sem aðrir ala upp.

    Þetta er saga Ástu. Öll fæðumst við nafnlaus en erum mjög fljótlega nefnd svo það verði ögn erfiðara fyrir dauðann að sækja okkur.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Birtan á fjöllunum

    Birtan á fjöllunum

    „Stundum er eins og allt það liðna verði að ljóði. Eins og minningarnar séu í ljóðum þar til reynt er að koma þeim í orð: þá breytast þær í sögu.“

    Birtan á fjöllunum er bráðfyndin og listilega skrifuð saga, um sérkennilegt sambýli nokkura sveitunga í dal vestur á landi. Jón Kalman skrifar um kunnuglegar persónur, sem skáldskapurinn gæðir sínum sérstaka ljóma. Textinn er ljóðrænn og skemmtilegur og einlægni Jóns Kalmans gerir sögur hans einstaklega heillandi.

    Skurðir í rigningunni , Sumarið bakvið brekkuna og Birtan á fjöllunum mynda þríleik sagna sem gerast í sama dalnum.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Sumarið bakvið Brekkuna

    Sumarið bakvið Brekkuna

    „Maður verður að beygja af þjóðveginum. Ekki æða áfram eftir malbikuðum leiðum, heldur beygja…“

    Þannig hefst saga Jóns Kalmans Stefánssonar. Jón Kalman skrifar um hið hversdagslega líf á töfrandi hátt. Hér er ekki fjallað um hversdagsmanneskjur eða fólk í alfaraleið, heldur stórbrotna einstaklinga sem láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Sagan er dramatísk og þó er írónían aldrei langt undan.

    Sumarið bakvið brekkuna er miðhlutinn í þríleik sagna sem gerast í söu sveitinni; fyrst er Skurðir í rigningunni og síðust Birtan á fjöllunum.

    Jón Kalman Stefánsson var tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir þessa bók.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Ýmislegt um risafurur og tímann

    Ýmislegt um risafurur og tímann

    „Amma og afi. Tvö orð sem geta hughreyst mann eins og trúarbrögð, eins og risafura.“

    Ég er tíu ára og allt leikur í lyndi. Borgirnar breyta ekki um nöfn meðan ég sef, járntjaldið heldur heiminum saman, ósonlagið kemst aldrei á forsíður blaða. Og nú hafa örlögin úthlutað mér löngu útlensku sumri í húsi afa og ömmu. Ævintýrin suða í loftinu, Tarzan og Léttfeti á næsta leiti. En það er kónguló undir rúminu og einhvers staðar í hverfinu leitar fáklædd kona að lyklinum að hliði himnaríkis.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Eitthvað á stærð við alheiminn

    Eitthvað á stærð við alheiminn

    Tíminn líður ekki í eilífðinni, þar verður tillitslaust afl hans að engu. Hér lýkur ættarsögunni sem hefst í bókinni Fiskarnir hafa enga fætur (2013) og teygir sig frá Norðfirði forðum til Keflavíkur dagsins í dag, með viðkomu á Miðnesheiðinni.

    Hér er sagt frá ástinni, sem er í senn fórn og jafnvægislist, frá lífi og dauða, krepptum hnefa, Elvis Presley sem kann að opna hjörtun og stjörnum himinsins sem hverja í eldi sólarinnar.

    1.290 kr.
    Setja í körfu