- -43%

Alfa
Original price was: 8.690 kr..4.990 kr.Current price is: 4.990 kr..Hröð og viðburðarík spennusaga úr nálægri framtíð.
Árið 2052 hefur Alfa stýrt samfélaginu í aldarfjórðung – gervigreind sem leysir úr öllum málum á sem bestan hátt fyrir alla – og sjö manna teymi situr í Ráðuneytinu og hefur umsjón með að allt gangi smurt.
Á heimili Sabínu og Mekkínar er stór dagur runninn upp. Júlíus sonur þeirra er að verða sextán ára og vígist þar með inn í heim fullorðinna. Þá fær hann grædda í sig örflögu til að tengjast Alfa beint og fær um leið að vita hvað honum er ætlað að fást við í framtíðinni.
Birkir bróðir Sabínu er uppreisnarseggur sem vill ekki lúta stjórn Alfa og þarf því að draga fram lífið án allra nútímaþæginda. Þegar hann lætur lífið við undarlegar aðstæður verður ljóst að eitthvað býr undir – einhver olli dauða hans, en hver? Og var það kannski systir hans sem átti að deyja?
Lilja Sigurðardóttir er í essinu sínu í þessari snörpu og hressilegu sögu þar sem hún dregur upp litríkar persónur og kitlandi söguheim, frábrugðinn veröldinni sem við þekkjum. Flest er breytt – en breytingarnar eru ekki að allra skapi.
- -43%

Staðreyndirnar
Original price was: 8.690 kr..4.990 kr.Current price is: 4.990 kr..Við erum ekki á leiðinni í neitt 1984-dæmi, skilurðu. Við erum ekki að fara að banna fólki að segja eitt né neitt. Og við ætlum ekki að fara að þurrka út allar óþægilegar staðreyndir, breyta sögunni jafnóðum og einhverjir hagsmunir krefjast þess.
Eftir hneykslið með hjartað er úti um framtíð Steins í stjórnmálum. Honum er því boðin staða hjá nýstofnaðri Upplýsingastofu og falið að leiða þróun opinbers staðreyndagrunns, vitvélar sem á að gegna lykilhlutverki í baráttu stjórnvalda gegn upplýsingaóreiðu. Verkefnið lofar góðu þar til háskólanemi ber upp eldfima spurningu við vélina um áhrif nasisma á stjórnarfar á Íslandi.
Staðreyndirnar er hárbeitt satíra um ólík tilbrigði við þögn, um uppgjöf andspænis voðaverkum, uppgjör sem aldrei fer fram og þolinmæði þeirra afla sem enn bíða þess í ofvæni að lýðræðis- og frelsisbylgju síðustu áttatíu ára ljúki. Skáldsaga um vélrænt vit, mannasiði og nasista.
- -43%

Lausaletur
Original price was: 8.690 kr..4.990 kr.Current price is: 4.990 kr..Regnið steypist yfir borgina og fáir eru á ferli. Það hefur ekki sést gestur á prentsafninu vikum saman. Björn og Írena drekka kaffi, endurraða í safnbúðinni og dytta að vélunum. Nágrannakötturinn kemur inn úr rigningunni, það er hápunktur dagsins. Þau spjalla og drekka kaffi, hundsa draugaganginn í prentvélunum og bæla niður langanir og eftirsjá, einsemd og ótta. Þessi heimsfaraldur er allt öðruvísi en sá síðasti. Írena hugsar um eiginkonuna sem sjúkdómurinn hrifsaði, Björn hefur á tilfinningunni að þetta hafi allt gerst áður. Nú kemur nágrannakötturinn inn úr rigningunni. Einhvers staðar þarna úti er óvæntur gestur á leiðinni, einmitt í dag, þegar borgin stendur á heljarþröm.
Lausaletur er magnþrungin skáldsaga um vinnuhjónaband, heimsendi og prentsögu.
Þórdís Helgadóttir hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, meðal annars tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og Maístjörnunnar.
- -38%

Blái pardusinn: Hljóðbók
Original price was: 7.990 kr..4.990 kr.Current price is: 4.990 kr..Blái pardusinn – hljóðbók er dramatísk gamansaga um hlustun og athygli, sagnfræði og skáldskap.
Streymisveita ein hefur gefið út hljóðbókina Bláa pardusinn, örlagasögu sem innblásin er af ævintýralegu ferðalagi íslenskrar konu um Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldar. Hér segir frá þremur hlustendum bókarinnar og baráttu þeirra við að halda þræði í æsispennandi atburðarásinni mitt í daglegu amstri en höfundurinn, sem enginn veit hver er, gerir þeim ekki auðvelt fyrir. Dæmalaus frásögnin fer um víðan völl og illmögulegt er að henda reiður á hvað er skáldað og hvað ekki, líkt og kemur í ljós þegar leiðir hlustendanna þriggja liggja að lokum saman við óvenjulegar og þrúgandi aðstæður.
Sigrún Pálsdóttir skrifar knappar, meitlaðar og innihaldsríkar sögur sem hafa vakið verðskuldaða athygli heima og erlendis. Fyrri bækur hennar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og fyrir þær hefur hún hlotið verðlaun og tilnefningar.
- -31%

Móðurást: Sólmánuður
Original price was: 6.990 kr..4.790 kr.Current price is: 4.790 kr..Ekkert lát er á veðurblíðunni í Bræðratungu síðsumarið 1878 og sólargeislarnir hleypa fjöri í bæði menn og skepnur. Systurnar Oddný og Setselja, önnur nýfermd og hin ófermd, eru óðum að uppgötva sjálfar sig og máta við hlutverkið sem þeim er ætlað. En þegar það hlutverk verður stúlku um megn, er gott að eiga síðbuxur í felum undir steini.
Einstakir hversdagstöfrar leika um skáldaða frásögn Kristínar Ómarsdóttur af uppvexti langömmu sinnar í Biskupstungum á ofanverðri nítjándu öld. Móðurást: Sólmánuður er þriðja bókin í röðinni, en sú fyrsta, Móðurást: Oddný, hlaut Fjöruverðlaunin og önnur bókin, Móðurást: Draumþing, fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin.
- -37%

Frumbyrjur
Original price was: 7.890 kr..4.990 kr.Current price is: 4.990 kr..Það er aðfangadagur og hjónin á Kölduhömrum búa sig undir jólahaldið. Handan áramóta eiga þau von á sínu fyrsta barni og spennan í kviðnum smitar andrúmsloftið. Snjórinn hleðst upp og vegurinn út úr firðinum hefur ekki enn verið ruddur. Þegar kýrin á bænum tekur sótt hrökkva dyr upp á gátt sem ekki verður lokað.
Frumbyrjur er margbrotin og nístandi saga um hversdagsleg kraftaverk og ástir sem rata ekki svo auðveldlega í orð.
- -41%

Fröken Dúlla
Original price was: 8.390 kr..4.990 kr.Current price is: 4.990 kr..Hún ólst upp á Akureyri, kaupmannsdóttir af ástríkri og samheldinni fjölskyldu. Um fermingu flutti hún til Reykjavíkur og fór að vinna á skrifstofu, eins og allar ungar stúlkur dreymdi um. Seinna lærði hún hjúkrun, því hún þráði að líkna hinum sjúku og vinna þjóð sinni gagn. Enn síðar gaf hún út tímarit og bjó til minjagripi með þurrkuðum blómum. Meðal ástvina sinna var hún alltaf kölluð Dúlla.
Í dag er nafn Jóhönnu Knudsen þó einkum þekkt vegna starfa hennar fyrir lögregluna á árum seinni heimsstyrjaldar – jafnvel alræmt. Rannsókn hennar á siðferðisástandinu í Reykjavík hefur verið kölluð umfangsmestu persónunjósnir Íslandssögunnar. Nærgöngular yfirheyrslur hennar yfir stúlkum sem grunaðar voru um samneyti við erlenda hermenn varpa dökkum skugga yfir minningu hennar.
Þessi bók segir sögu Jóhönnu frá því hún fæddist á Papósi í Lóni árið 1897 og þar til hún lést fyrir aldur fram árið 1950. Hver var Dúlla Knudsen og úr hvaða umhverfi spratt hún? Hvernig varð hún sú manneskja – og sú sögupersóna – sem hún varð?
- -33%

Dans jaðrakansins
Original price was: 5.190 kr..3.490 kr.Current price is: 3.490 kr..Dans jaðrakansins er önnur ljóðabók Guðmundar Andra en sú fyrri, Hæg breytileg átt, kom út 2016. Hér er ort af einlægni, visku og kímni um náttúruna, mannfólkið, orðin og eilífðina – björt og myndrík ljóð sem kveikja ótal hugsanir og kenndir, opna dyr og nýja heima.
- -15%

Englatréð
Original price was: 5.190 kr..4.390 kr.Current price is: 4.390 kr..Greta hefur gleymt fortíðinni. Með hjálp gamals vinar þarf hún að rifja hana upp áður en hún hverfur henni endanlega. En fortíðin opnar dyr að sársaukafullum sannleika.
Þrjátíu ár eru liðin síðan Greta yfirgaf Marchmont Hall og fallegar hæðirnar í Monmouthshire. Í aðdraganda jóla snýr hún loks aftur, í boði gamals vinar síns, Davids Marchmont, en Greta man ekki fyrri tengsl sín við húsið það er afleiðing skelfilegs slyss sem hefur eyðilagt meira en tvo áratugi af lífi hennar. Á gönguferð um vetrarlandslagið rekst hún á gröf í skóginum og veðruð áletrunin nefnir aðeins að lítill drengur sé grafinn þar.
Gröfin kveikir eitthvað djúpt innra með henni og með hjálp Davids byrjar hún að setja saman brot úr ekki aðeins eigin sögu, heldur einnig sögu dóttur sinnar, Chesku, sem var fórnarlamb hörmulegra aðstæðna sem hún réð ekki við. Og alls ekki engillinn sem hún virtist vera
Englatréð er grípandi fjölskyldusaga um minningar, ást og von saga sem nýtur sín best á löngum vetrarkvöldum.
Lucinda Riley er höfundur bókaflokksins um systurnar sjö sem fangað hefur hug og hjörtu íslenskra lesenda. Englatréð er sjálfstæð skáldsaga.
Herdís Magnea Hübner þýddi úr ensku.
- -43%

Útreiðartúrinn
Original price was: 8.690 kr..4.990 kr.Current price is: 4.990 kr..Útreiðartúrinn er áhrifarík samtímasaga með djúpar rætur í fortíðinni. Þetta er saga af flóknu feðgasambandi og af vináttu sem ekki er öll þar sem hún er séð; ljúfsárt og heillandi ferðalag um gamlar og nýjar slóðir.
Sævar er myndskreytir og nýfluttur með fjölskyldu sína út á Álftanes, þar sem hann sækir myndefni sitt í lífríki fjörunnar. Hann kann strax vel við sig í kyrrðinni og náttúrufegurðinni en Pétur, sonur hans á unglingsaldri, er ósáttur við breytinguna og lengur að sætta sig við nýtt umhverfi. Pétur er mátulega búinn að eignast vini og farinn að blómstra þegar hópur drengja gerir fólskulega árás á þá félagana að kvöldlagi og slasar besta vin hans.
Lögreglan tekur í kjölfarið við rannsókn málsins en lítið gengur að upplýsa það. Sævar er bugaður af áhyggjum af syni sínum en árásin rifjar auk þess bæði upp tregablandna sumardvöl Sævars sjálfs hjá afa sínum og ömmu á nesinu á níunda áratugnum og morðmál frá 19. öld sem forfaðir hans var flæktur í. Þá skýtur skyndilega upp kollinum á netinu myndband af árás drengjanna og málið tekur óvænta og óhugnanlega vendingu.


