- -34%

Allt sem við hefðum getað orðið (kilja)
Original price was: 7.390 kr..4.890 kr.Current price is: 4.890 kr..Nýlendugata 22, kjallari
Þrjár konur. Ein íbúð. Áratugir skilja þær að. Leyndarmál leiðir þær saman.
Lilja Kristjánsdóttir, blaðamaður á Dagblaðinu, starfar með fólki sem er svo ungt að það heldur að Helmut Kohl sé nýjasti rakspírinn frá Prada og Nirvana sé hugarástand sem fólk öðlast eftir jóga tíma yfir súrdeigsbrauði með avocado.
Þegar Lilja fær veður af því að hún sé líklegt fórnarlamb niðurskurðar tekur við upplausn í lífi hennar. Hver er hún ef hún er ekki Lilja Kristjánsdóttir, blaðamaður hjá Dagblaðinu?
Þegar Lilju er falið að fjalla um nýútkomna bók um þýska gyðingakonu sem fluttist til Íslands eftir heimsstyrjöldina síðari vakna með henni grunsemdir um að ekki sé allt sem sýnist.
Lilja telur sig í þann veginn að svipta hulunni af stærsta bókmenntahneyksli Íslandssögunnar. En getur verið að mislyndi skjalavörðurinn á Landsbókasafninu sé að spila með hana?
Allt sem við hefðum getað orðið er að hluta byggð á lífshlaupi Anniear Leifs, fyrstu eiginkonu tónskáldsins Jóns Leifs. Annie lagði allt í sölurnar svo að fremsta tónskáld Íslendinga mætti blómstra. Hún komst hins vegar að því að maður uppsker ekki alltaf eins og maður sáir.
- -41%

Vegur allrar veraldar
Original price was: 8.390 kr..4.990 kr.Current price is: 4.990 kr..Haustið 1479 kemur kona norður yfir Kjöl og teymir hest undir gömlum manni. Skáldið Sveinn döggskór Þórðarson er kominn í Reynistaðarklaustur til að deyja. Þó ekki fyrr en hann hefur skrásett sannleikann um atburðina í Rifi, þegar Englendingar drápu Björn Þorleifsson, hirðstjóra konungs á Íslandi. Vígið kveikti ófriðarbál innanlands og utan, og kona Björns, Ólöf ríka Loftsdóttir, hefndi bónda síns svo grimmilega að sögur hafa gengið um það allar götur síðan.
En hvað af því er satt og hvað er logið, og hverjum leyfist að segja söguna?
Löngu síðar, á tímum samfélagsmiðla og örbylgjupizza, reynir sagnfræðingurinn Eyjólfur Úlfsson að endurheimta akademískan orðstír sinn eftir að hafa óvart eyðilagt ómetanlegt fornrit. Þær hrakfarir leiða hann til Kaupmannahafnar, þar sem hann rekur sig eftir ólíkindalegri slóð handrita og miðaldaklæða í átt að sannleikanum um atburðina í Rifi.
Fimmtánda öldin er öldin sem týndist í Íslandssögunni, þegar þjóðin lenti skyndilega í hringiðu evrópskra stjórnmála og viðskiptahagsmuna. Hér stíga helstu persónur hennar ljóslifandi fram: riddarar og sjóræningjar, konungar, hirðstjórar og höfðingjar, en líka fólkið sem þjónaði þeim og reyndi að ávinna sér frelsi og frið á vægðarlausum upplausnartímum.
Vegur allrar veraldar skálkasaga er sjálfstætt framhald Hamingju þessa heims riddarasögu, sem kom út 2022 og hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
- -31%

Jötunsteinn
Original price was: 6.990 kr..4.790 kr.Current price is: 4.790 kr..Jötunsteinn, steyptur hellusteinn sem til stendur að leggja í gangstétt, þýtur í átt að bílrúðu. Fyrir innan hana situr stórtækur verktaki. Úti stendur bugaður arkitekt. Tíminn silast áfram sekúndubrot fyrir sekúndubrot.
Þrjátíu ár eru síðan Andri Snær steig fram á ritvöllinn og skipaði sér í hóp eftirtektarverðustu höfunda landsins. Í þessari kröftugu nóvellu er Jötunsteini kastað inn í heita umræðu um fegurð í borg sem er smám saman að hjúpast svartri klæðningu og gráu þverliggjandi bárujárni. Sagan hefur þegar komið út á dönsku, ítölsku og ensku og hvarvetna hlotið frábærar viðtökur.
- -15%

Síðasta sumar lífsins
Original price was: 4.690 kr..3.990 kr.Current price is: 3.990 kr..Síðasta sumar lífsins er ljóðsaga sem segir frá tveimur elskendum sem eru staddir á ónefndri sólríkri eyju. Bókin hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2025.
- -47%

Piparmeyjar: Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi
Original price was: 9.390 kr..4.990 kr.Current price is: 4.990 kr..Hvaða augum leit fólk piparmeyjar og hvaða augum litu þær sig sjálfar? Höfðu þær eitthvert raunverulegt val í lífinu? Og hvað með ástina?
Þetta fróðlega og aðgengilega skrifaða sagnfræðirit byggir á metnaðarfullri rannsókn á ævi og kjörum einhleypra, íslenskra kvenna á umbrotatímum í kvennasögunni þar sem sjónum er bæði beint að einstökum konum og samfélaginu öllu. Í aðalhlutverki er einstætt safn einkabréfa Reykjavíkurstúlkunnar Thoru Friðriksson.
Bréf Thoru veita einstæða og heillandi innsýn í líf skarpgreindrar konu með stóra drauma sem hún fékk ekki tækifæri til að láta rætast fyrr en á miðjum aldri, eftir að hún var búin að rækja skyldur sínar við stórfjölskylduna. Einnig bregða skrif hennar upp ljóslifandi mynd af hálfdanska smábænum Reykjavík skömmu fyrir aldamótin 1900, þar sem betri borgararnir drukku chocolade og champagne, brugðu sér á skauta á Tjörninni og tipluðu á spariskónum yfir moldarflagið fyrir framan nýbyggt Alþingishúsið.







