• -34% Allt sem við hefðum getað orðið (kilja)

    Allt sem við hefðum getað orðið (kilja)

    Nýlendugata 22, kjallari

    Þrjár konur. Ein íbúð. Áratugir skilja þær að. Leyndarmál leiðir þær saman.

    Lilja Kristjánsdóttir, blaðamaður á Dagblaðinu, starfar með fólki sem er svo ungt að það heldur að Helmut Kohl sé nýjasti rakspírinn frá Prada og Nirvana sé hugarástand sem fólk öðlast eftir jóga tíma yfir súrdeigsbrauði með avocado.

    Þegar Lilja fær veður af því að hún sé líklegt fórnarlamb niðurskurðar tekur við upplausn í lífi hennar. Hver er hún ef hún er ekki Lilja Kristjánsdóttir, blaðamaður hjá Dagblaðinu?

    Þegar Lilju er falið að fjalla um nýútkomna bók um þýska gyðingakonu sem fluttist til Íslands eftir heimsstyrjöldina síðari vakna með henni grunsemdir um að ekki sé allt sem sýnist.

    Lilja telur sig í þann veginn að svipta hulunni af stærsta bókmenntahneyksli Íslandssögunnar. En getur verið að mislyndi skjalavörðurinn á Landsbókasafninu sé að spila með hana?

    Allt sem við hefðum getað orðið er að hluta byggð á lífshlaupi Anniear Leifs, fyrstu eiginkonu tónskáldsins Jóns Leifs. Annie lagði allt í sölurnar svo að fremsta tónskáld Íslendinga mætti blómstra. Hún komst hins vegar að því að maður uppsker ekki alltaf eins og maður sáir.

    Original price was: 7.390 kr..Current price is: 4.890 kr..
    Setja í körfu
  • -33% Ömmusögur

    Ömmusögur

    Rúm níutíu ár eru síðan Ömmusögur Jóhannesar úr Kötlum komu fyrst út með teikningum eftir Tryggva Magnússon. Bókin hefur verið ófáanleg um langa hríð en kemur nú út á ný í vandaðri umgjörð. Líkt og hin sívinsæla bók Jólin koma geymir hún sígildan kveðskap fyrir unga sem aldna og miðlar hinum sanna jólaanda.

    Original price was: 4.890 kr..Current price is: 3.290 kr..
    Setja í körfu
  • -14% Ibbi sturtar úr hjólbörum

    Ibbi sturtar úr hjólbörum

    Ibbi er forvitinn, áhugasamur og hjálpsamur. Hann lendir iðulega í hversdagslegum ævintýrum og tárast stundum yfir fegurð vinnuvéla.

    Þættir með Ibba hafa verið sýndir á RÚV.

    Original price was: 3.490 kr..Current price is: 2.990 kr..
    Setja í körfu
  • -14% Ibbi tekur hjálpardekkin af

    Ibbi tekur hjálpardekkin af

    Ibbi er forvitinn, áhugasamur og hjálpsamur. Hann lendir iðulega í hversdagslegum ævintýrum og er góður að hvetja vini sína áfram.

    Þættir með Ibba hafa verið sýndir á RÚV.

    Original price was: 3.490 kr..Current price is: 2.990 kr..
    Setja í körfu
  • -41% Vegur allrar veraldar

    Vegur allrar veraldar

    Haustið 1479 kemur kona norður yfir Kjöl og teymir hest undir gömlum manni. Skáldið Sveinn döggskór Þórðarson er kominn í Reynistaðarklaustur til að deyja. Þó ekki fyrr en hann hefur skrásett sannleikann um atburðina í Rifi, þegar Englendingar drápu Björn Þorleifsson, hirðstjóra konungs á Íslandi. Vígið kveikti ófriðarbál innanlands og utan, og kona Björns, Ólöf ríka Loftsdóttir, hefndi bónda síns svo grimmilega að sögur hafa gengið um það allar götur síðan.

    En hvað af því er satt og hvað er logið, og hverjum leyfist að segja söguna?

    Löngu síðar, á tímum samfélagsmiðla og örbylgjupizza, reynir sagnfræðingurinn Eyjólfur Úlfsson að endurheimta akademískan orðstír sinn eftir að hafa óvart eyðilagt ómetanlegt fornrit. Þær hrakfarir leiða hann til Kaupmannahafnar, þar sem hann rekur sig eftir ólíkindalegri slóð handrita og miðaldaklæða í átt að sannleikanum um atburðina í Rifi.

    Fimmtánda öldin er öldin sem týndist í Íslandssögunni, þegar þjóðin lenti skyndilega í hringiðu evrópskra stjórnmála og viðskiptahagsmuna. Hér stíga helstu persónur hennar ljóslifandi fram: riddarar og sjóræningjar, konungar, hirðstjórar og höfðingjar, en líka fólkið sem þjónaði þeim og reyndi að ávinna sér frelsi og frið á vægðarlausum upplausnartímum.

    Vegur allrar veraldar – skálkasaga – er sjálfstætt framhald Hamingju þessa heims – riddarasögu, sem kom út 2022 og hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

    Original price was: 8.390 kr..Current price is: 4.990 kr..
    Setja í körfu
  • -28% Birtingur og símabannið mikla

    Birtingur og símabannið mikla

    Original price was: 6.390 kr..Current price is: 4.590 kr..
    Setja í körfu
  • -31% Jötunsteinn

    Jötunsteinn

    Jötunsteinn, steyptur hellusteinn sem til stendur að leggja í gangstétt, þýtur í átt að bílrúðu. Fyrir innan hana situr stórtækur verktaki. Úti stendur bugaður arkitekt. Tíminn silast áfram sekúndubrot fyrir sekúndubrot.

    Þrjátíu ár eru síðan Andri Snær steig fram á ritvöllinn og skipaði sér í hóp eftirtektarverðustu höfunda landsins. Í þessari kröftugu nóvellu er Jötunsteini kastað inn í heita umræðu um fegurð í borg sem er smám saman að hjúpast svartri klæðningu og gráu þverliggjandi bárujárni. Sagan hefur þegar komið út á dönsku, ítölsku og ensku og hvarvetna hlotið frábærar viðtökur.

    Original price was: 6.990 kr..Current price is: 4.790 kr..
    Setja í körfu
  • -29% Vélhundurinn Depill

    Vélhundurinn Depill

    Vélhundurinn Depill er fjórða sagan í verðlaunaflokknum um Pétur og Stefaníu, alveg skuggalega skemmtileg og ætluð lesendum á aldrinum 6–10 ára. Bókin er ríkulega myndskreytt og með sérvöldu auðlæsilegu letri.

    Nornin, vinkona Péturs og Stefaníu, hefur misst hann Lubba sinn og er alveg óhuggandi. Í ofanálag er eitthvað óhugnanlegt á seyði í garðinum sem virðist tengjast gröf Lubba. Hver er að róta í moldinni? Það skyldi þó ekki vera að ljúfi hundurinn Lubbi sé genginn aftur – hauslaus í ofanálag?
    Original price was: 5.590 kr..Current price is: 3.990 kr..
    Setja í körfu
  • -28% Álfareiðin

    Álfareiðin

    Menntskælingurinn Líneik er spennt að búa til hlaðvarpsþátt í valáfanga í fjölmiðlafræði en þykir alveg glatað að hann eigi að vera um álfa. Og ekki nóg með það heldur neyðist hún til að vinna í hóp og situr uppi með bæði skrýtnu stelpuna og mesta slugsann í bekknum.

    Perla og Jónki leyna þó á sér og fyrr en varir eru þau búin að grafa upp dularfullt þorp á Suðurlandi sem tengist álfum og virðist eiga sér blóðuga sögu. Þegar þríeykið mætir á staðinn rennur fljótt upp fyrir þeim að þorpsbúarnir hafa margt og miður fallegt að fela – og það getur reynst stórhættulegt að spyrja rangra spurninga.
    Original price was: 6.390 kr..Current price is: 4.590 kr..
    Setja í körfu
  • -28% Silfurgengið

    Silfurgengið

    Sirrýlei ætlar að halda gott 15 ára afmælispartí fyrir vini sína. Foreldrar hennar verða í útlöndum og planið er alveg skothelt. En smám saman flækjast málin, meira að segja amma hennar klikkar með því að gefa henni eldgamla nælu í staðinn fyrir flottu úlpuna sem hún óskaði sér.

    Sirrýlei á erfitt með að halda kúlinu gagnvart vinum sínum þegar saga nælunnar og fyrri eigenda hennar, Silfurgengisins, nær tökum á henni. Bestu vinkonur hennar botna ekkert í henni og ekki batnar það þegar Sirrýlei velur nördalegasta áfangann í skólanum og lendir þar í hópi með stórundarlegum krökkum, meðal annars nýja stráknum með skrýtna nafnið og skyrhárið!

    Silfurgengið er grípandi saga um vináttu og óvænt örlög. Brynhildur Þórarinsdóttir er margverðlaunaður höfundur barna- og unglingabóka og hlaut meðal annars Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir endursagnir sínar á Íslendingasögunum Njálu, Eglu og Laxdælu.
    Original price was: 6.390 kr..Current price is: 4.590 kr..
    Setja í körfu
  • -15% Síðasta sumar lífsins

    Síðasta sumar lífsins

    Síðasta sumar lífsins er ljóðsaga sem segir frá tveimur elskendum sem eru staddir á ónefndri sólríkri eyju. Bókin hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2025.

    Original price was: 4.690 kr..Current price is: 3.990 kr..
    Setja í körfu
  • -47% Piparmeyjar: Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi

    Piparmeyjar: Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi

    Hvaða augum leit fólk piparmeyjar og hvaða augum litu þær sig sjálfar? Höfðu þær eitthvert raunverulegt val í lífinu? Og hvað með ástina?

    Þetta fróðlega og aðgengilega skrifaða sagnfræðirit byggir á metnaðarfullri rannsókn á ævi og kjörum einhleypra, íslenskra kvenna á umbrotatímum í kvennasögunni þar sem sjónum er bæði beint að einstökum konum og samfélaginu öllu. Í aðalhlutverki er einstætt safn einkabréfa Reykjavíkurstúlkunnar Thoru Friðriksson.

    Bréf Thoru veita einstæða og heillandi innsýn í líf skarpgreindrar konu með stóra drauma sem hún fékk ekki tækifæri til að láta rætast fyrr en á miðjum aldri, eftir að hún var búin að rækja skyldur sínar við stórfjölskylduna. Einnig bregða skrif hennar upp ljóslifandi mynd af hálfdanska smábænum Reykjavík skömmu fyrir aldamótin 1900, þar sem betri borgararnir drukku chocolade og champagne, brugðu sér á skauta á Tjörninni og tipluðu á spariskónum yfir moldarflagið fyrir framan nýbyggt Alþingishúsið.

    Original price was: 9.390 kr..Current price is: 4.990 kr..
    Setja í körfu