

Jónas Hallgrímsson – Ævisaga (kilja)
1.290 kr.„Listaskáldið góða“ er sú einkunn sem þjóðin hefur gefið skáldinu Jónasi. Þjóðin hefur löngum séð fyrir sér mynd af viðkvæmum ljúflingi sem elskaði blómin og eina stúlku sem hann fékk ekki að eiga. Þessi mynd hefur vakið upp andstæðu sína: af beiskum drykkjumanni og auðnuleysingja sem orti fáein kvæði. Hvorug myndin er rétt, eins og Páll Valsson leiðir í ljós í þessu mikla verki um ævi og störf Jónasar Hallgrímssonar – þótt báðar feli í sér sannleikskorn. Jónas var ekki einungis ástsælasta skáld Íslendinga fyrr og síðar heldur líka innblásinn og umdeildur baráttumaður fyrir hvers kyns þjóðþrifamálum og fyrsti eiginlegi náttúrufræðingur okkar.
Á síðum þessarar bókar þar sem saman fer sannferðug og traust fræðimennska og fjörleg framsetning kviknar samtími Jónasar og fjöldi litríkra persóna kemur við sögu. Við sjáum Jónas með augum samtímamanna hans sem margir höfðu horn í síðu hans – og vinanna sem trúðu á hann. Rakin er sagan á bak við byltingarritið Fjölni, við kynnumst þrotlausum rannsóknum vísindamannsins Jónasar og farið er í saumana á fjölmörgum kvæðum hans, ástsælum jafnt sem minna þekktum. Höfundur leiðir margt nýtt í ljós um ástamál og einkahagi skáldsins og dregur upp heilsteypta mynd af lífi og starfi margbrotins manns.
Páll Valsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1999 fyrir þessa bók um Jónas Hallgrímsson.
„Grundvallarævisaga, verðskuldaður bautasteinn um einn helsta son Íslands … ástæða er til að fagna því að um svo merkilegan mann sé nú til ítarleg og skemmtileg ævisaga.“ – Ármann Jakobsson, DV
„Umfram allt er bókin skrifuð af greinilegri ást á viðfangsefninu og fyrir bragðið er frásögnin hvergi daufgerð en heldur athygli lesanda, auk þess sem textinn er auðlesinn og áhugaverður. Skemmtileg, vel sögð og byggist á vandaðri fræðilegri vinnu.“ – Skafti Þ. Halldórsson, Mbl.
„Skemmtileg bók. Þessi bók er skrifuð fyrir fólkið í landinu.“ – Súsanna Svavarsdóttir, Ísland í bítið.

Höfundur Íslands
990 kr.Fremsti höfundur Íslands vaknar í brekku í afskekktum dal við það að lítill strákur potar í hann. Hvar er hann? Er hann lifandi eða dauður? Ekki minnkar undrun gamals manns þegar þungstígur bóndi, forn í skapi og illúðlegur, tekur hann í fangið og ber hann heim í sitt frumstæða kot, þar sem margt er kunnuglegt. Er hann staddur í eigin höfundarverki?
Höfundur Íslands (2001) eftir Hallgrím Helgason er margslungin og nýstárleg saga sem leiðir lesandann í ótrúlega ferð um íslenskan menningarheim liðinnar aldar. Um leið er tekist á við áleitnar spurningar um samband höfundar og verks, veruleika og skáldskapar, lífs og dauða. Þetta er hrífandi og ögrandi skáldsaga sem öðrum þræði er uppgjör við 20. öldina. Fyrir hana hlaut Hallgrímur Íslensku bókmenntaverðlaunin.

Ör
990 kr.Jónas Ebeneser er 49 ára fráskilinn, valdalaus og gagnkynhneigður karlmaður sem hefur ekki haldið utan um bert kvenmannshold – alla vega ekki viljandi – í átta ár og fimm mánuði.
En hann er handlaginn. Hann hefur flísalagt sjö baðherbergi og þegar hann leggur af stað í ferðalag sem hann hefur ekki hugsað sér að snúa aftur úr, tekur hann með sér borvél.
Auður Ava Ólafsdóttir fjallar um stærstu spurningar mannsins, um lífið, dauðann og sjálfa ástina sem öllu skiptir, í sinni fimmtu skáldsögu. Auður Ava hefur skrifað skáldsögur, leikrit, ljóð og er textahöfundur popphljómsveitarinnar Milkywhale. Hún er margverðlaunuð fyrir skáldsögur sínar sem hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál.

Illska
990 kr.Agnes Lukauskaite og Ómar Arnarson kynnast snemma á nístingsköldum sunnudagsmorgni í leigubílaröðinni í Lækjargötu. Þremur árum síðar brennir hann heimili þeirra til grunna, keyrir til Keflavíkur og flýgur úr landi.
Sagan hefst raunar löngu fyrr, sumarið 1941, þegar helmingi bæjarbúa litháíska smábæjarins Jurbarkas var slátrað í skógunum í kring. Tveir langafar Agnesar voru þar – annar skaut hinn. Þremur kynslóðum síðar hefur Agnes gert helförina að miðpunkti lífs síns og sú þráhyggja leiðir hana á fund ísfirska nýnasistans og menntamannsins Arnórs.
Illska er bók um helförina og bók um ástina, um Ísland og Litháen, um Agnesi sem glatar sjálfri sér á milli þess sem Jón Baldvin viðurkennir sjálfstæði Eystrasaltslandanna og litháískir glæpamenn taka að starfa í Reykjavík, um Agnesi sem veit ekki hvort hún heldur með b-heimsmeisturunum í handbolta eða Bogdan Kowalczyk, um Agnesi sem elskar Ómar sem elskar Agnesi sem elskar Arnór.
Eiríkur Örn Norðdahl er einn framsæknasti höfundur sinnar kynslóðar og hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín, bæði ljóð og skáldsögur.
Illska hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012 og bóksalar kusu hana bestu skáldsögu ársins.



Lavaland
4.690 kr.Lavaland is a powerful tale of love and loss, of grief and surrender, and ultimately of great courage and resilience in the face of life’s cruel blows.
LínLín is a survivor who stands strong despite a series of tragic losses she has experienced in her life. However, when a volcanic eruption threatens to consume her beloved Sæluból, the summer cottage where she and her family and friends have spent so many magical moments, she is faced with a critical decision as she recalls the memories, secrets and sorrows that have shaped her.
Novelist and poet Steinunn Sigurðardóttir, renowned for her acute insight into the human condition, her keen wit and engaging style, has been at the forefront of Icelandic literature for decades and her published work numbers in the dozens. Her latest novel, Lavaland, with its skillfully crafted multi-layered narrative, resonates with emotional depth and humanity — qualities that earned her the Icelandic Literary Prize. An unforgettable story that leaves a lasting impression.
Translated by Lorenza Garcia.



Moonstone: The Boy Who Never Was
3.490 kr.Reykjavik, 1918. The eruptions of the Katla volcano darken the sky night and day. Yet despite the natural disaster, the shortage of coal and the Great War still raging in the outside world, life in the small capital goes on as always.
Sixteen-year-old Máni Steinn lives for the movies. Awake, he lives on the fringes of society. Asleep, he dreams in pictures, the threads of his own life weaving through the tapestry of the films he loves.
When the Spanish flu epidemic comes ashore, killing hundreds of townspeople and forcing thousands to their sick besds, the shadows that linger at the edges of existence grow darker and Máni is forced to re-evaluate both the society around him and his role in it.
Evoking the moment when Iceland’s saga culture met the new narrative form of the cinema and when the isolated island became swept up in global events, this is the story of a misfit transformed by his experiences in a world where life and death, reality and imagination, secrets and revelations jostle for dominance.

Lungu
1.290 kr.Lungu er fjölskrúðug skáldsaga sem teygir anga sína vítt og breitt um tuttugustu öldina og langt inn í fjarlæga framtíð: frá Toskana við upphaf fyrri heimsstyrjaldar þar sem óhóflegt ólífuát bjargar hinum unga Enzo undan herþjónustu, til innflytjendahverfa Toronto-borgar þar sem táningsstúlka verður ástfangin af dularfullum umrenningi, þaðan til Hörgárdals þar sem risavaxni haninn Júpíter ræður ríkjum, og loks til Reykjavíkur ársins 2089.
Pedro Gunnlaugur Garcia tekst í þessari mögnuðu bók á við áleitnar spurningar sem varða líf og dauða af óvenjulegu hispursleysi, um leið og hann skemmtir lesandanum af einlægri frásagnargleði. Pedro vakti mikla athygli fyrir síðustu skáldsögu sína, Málleysingjana, sem hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta.
