
Illska
990 kr.Agnes Lukauskaite og Ómar Arnarson kynnast snemma á nístingsköldum sunnudagsmorgni í leigubílaröðinni í Lækjargötu. Þremur árum síðar brennir hann heimili þeirra til grunna, keyrir til Keflavíkur og flýgur úr landi.
Sagan hefst raunar löngu fyrr, sumarið 1941, þegar helmingi bæjarbúa litháíska smábæjarins Jurbarkas var slátrað í skógunum í kring. Tveir langafar Agnesar voru þar – annar skaut hinn. Þremur kynslóðum síðar hefur Agnes gert helförina að miðpunkti lífs síns og sú þráhyggja leiðir hana á fund ísfirska nýnasistans og menntamannsins Arnórs.
Illska er bók um helförina og bók um ástina, um Ísland og Litháen, um Agnesi sem glatar sjálfri sér á milli þess sem Jón Baldvin viðurkennir sjálfstæði Eystrasaltslandanna og litháískir glæpamenn taka að starfa í Reykjavík, um Agnesi sem veit ekki hvort hún heldur með b-heimsmeisturunum í handbolta eða Bogdan Kowalczyk, um Agnesi sem elskar Ómar sem elskar Agnesi sem elskar Arnór.
Eiríkur Örn Norðdahl er einn framsæknasti höfundur sinnar kynslóðar og hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín, bæði ljóð og skáldsögur.
Illska hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012 og bóksalar kusu hana bestu skáldsögu ársins.



Lavaland
4.690 kr.Lavaland is a powerful tale of love and loss, of grief and surrender, and ultimately of great courage and resilience in the face of life’s cruel blows.
LínLín is a survivor who stands strong despite a series of tragic losses she has experienced in her life. However, when a volcanic eruption threatens to consume her beloved Sæluból, the summer cottage where she and her family and friends have spent so many magical moments, she is faced with a critical decision as she recalls the memories, secrets and sorrows that have shaped her.
Novelist and poet Steinunn Sigurðardóttir, renowned for her acute insight into the human condition, her keen wit and engaging style, has been at the forefront of Icelandic literature for decades and her published work numbers in the dozens. Her latest novel, Lavaland, with its skillfully crafted multi-layered narrative, resonates with emotional depth and humanity — qualities that earned her the Icelandic Literary Prize. An unforgettable story that leaves a lasting impression.
Translated by Lorenza Garcia.













Akam, ég og Annika
4.590 kr.Hrafnhildur neyðist til að flytja til Þýskalands með fjölskyldu sinni þegar stjúpfaðir hennar fær þar vinnu. Nýi skólinn er mjög strangur og hún saknar pabba síns og ömmu, en aðallega bestu vinkonu sinnar. Þegar hún kynnist hinum krökkunum í skólanum renna hins vegar á hana tvær grímur. Vissulega er erfitt að vera nýja stelpan í bekknum, mállaus og vinalaus, en það virðist vera til verra hlutskipti. Hrafnhildur þarf á öllu sínu hugrekki að halda þegar hún tekst á við áskoranir sem hana hefði ekki einu sinni grunað að væru til. Hverjum getur hún eiginlega treyst? Af hverju vill Annika endilega vera vinkona hennar – og í hvaða vandræðum er Akam?







