• Malarhjarta

    Malarhjarta

    Yusuf er barn að aldri þegar auðugur kaupmaður af ströndinni tekur hann upp í skuldir foreldra hans. Hættuleg fegurð drengsins verður til þess að hann fylgir kaupmanninum í leiðangur inn í Tansaníu þar sem Yusuf kynnist töfrum fjallanna, víðáttu vatnanna, framandi siðum og hversu óvægið lífið getur verið. Merkilegt verk eftir Nóbelsverðlaunahafa.

    Söguleg skáldsaga sem gerist í upphafi síðustu aldar eftir tansaníska rithöfundinn Abdulrazak Gurnah (f. 1948) sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2021. Paradís var tilnefnd til Booker-verðlaunanna og Whitbread-verðlaunanna.

    4.190 kr.
    Setja í körfu
  • Persepólis

    Persepólis

    4.190 kr.
    Setja í körfu
  • Uppljómun í eðalplómutrénu

    Uppljómun í eðalplómutrénu

    Fjölskylda Bahar flýr Teheran í kjölfar ofsókna í byltingunni árið 1979 og sest að fyrir utan afskekkt þorp í von um að geta lifað í friði.

    Enginn fær þó komist undan brjálæðinu sem ríður yfir landið og snertir bæði lifandi og látna, aldna og unga. Mögnuð írönsk saga um mátt ímyndunarafsins gagnvart grimmd og miskunnarleysi. Persneskt töfraraunsæi. Fjórtánda bókin í þýðingaröð Angústúru.

    Íranski rithöfundurinn Shokoofeh Azar (f. 1972) starfaði sem blaðamaður í heimalandinu en eftir ítrekaðar fangelsanir sá hún sig tilneydda til að flýja land og fékk pólitískt hæli í Ástralíu árið 2011. Uppljómun í eðalplómutrénu er fyrsta skáldsaga höfundar og hlaut Azar fyrir hana tilnefningu til alþjóðlegu Booker-verðlaunanna 2020.

    Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Sakfelling

    Sakfelling

    Sjö sögur frá Norður-Kóreu sem lýsa lífi fólks í landi einræðis og einangrunar í stjórnartíð Kim Jong-Il.

    Eftirlitsmaður í verksmiðju neyðist til að velja á milli þess að sýna gömlum vini eða Flokknum hollustu; kona sveltir sjálfa sig til að eiginmaður hennar, fyrirvinnan, fái nóg að borða til að halda starfskröftum sínum; ljós rennur upp fyrir dyggum Flokksmnni þegar sonur hans afhjúpar raunveruleika þeirra sem leikhús fáránleikans. Einstaklega fallega skrifaðar sögur, samdar af næmni fyrir mannlegri tilveru.

    Bandi, sem þýðir eldfluga, er dulnefni norðurkóresks rithöfundar sem starfar á vegum Rithöfundarsambands Norður-Kóreu en á árunum 1989-1995 skrifaði hann í leyni sögur og ljóð þar sem hann gagnrýndi stjórnarfarið í ríkinu. Árið 2013 tókst að smygla sögunum úr landi og birtast sjö þeirra í þessari bók. Rétturinn að henni hefur verið seldur til 20 landa.

    Þýðandi Ingunn Ásdísardóttir.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Litla land

    Litla land

    Gabríel er tíu ára og lifir áhyggjulausu lífi í úthverfi Bújúmbúra, í Afríkuríkinu Búrúndí. Allt hverfist um vinina og þeirra uppátæki í botnlanganum sem þeir hafa gert að ríki sínu. En þegar borgarastríð skellur á í landinu, og þjóðarmorð er framið í nágrannaríkinu Rúanda, breytist allt. Falleg saga um vináttu og sakleysi æskunnar, en líka átakanlegur vitnisburður um þau eyðandi áhrif sem stríð og ofbeldi hafa á líf og samfélög manna.

    Litla land er fyrsta skáldsaga tónlistarmannsins Gaëls Faye (f. 1982) og endurspeglar uppvöxt hans í Búrúndí. Bókin sló í gegn þegar hún kom út í Frakklandi árið 2016, hefur selst þar í yfir 800 þúsund eintökum, hlotið viðurkenningar og verðlaun og verið þýdd á 30 tungumál. Einstök saga sem nú hefur verið kvikmynduð.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Saga af svartri geit

    Saga af svartri geit

    Dagsgömul, agnarsmá geit kemst óvænt í hendur fátæks, aldraðs bónda sem ásamt konu sinni fórnar öllu til að koma huðnukiðinu á legg. Það reynist erfitt í hörðum heimi þar sem fátækt, kúgun og uppskerubrestur eru veruleiki manna og dýra. Heillandi saga lítillar geitar.

    Saga af geit og samfélagi, stétt og kærleika. Einnig saga af því hvernig lítið kraftaverk getur steypt venjulegum manneskjum í glötun. Perumal Murugan (f. 1966) er fyrsti tamílski rithöfundurinn sem gefinn er út á íslensku. Hann hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Skuggavíddin

    Skuggavíddin

    Í einræðisríki Pinochets í Chile kemur órólegur karlmaður inn á ritstjórnarskrifstofu dagblaðs á vegum stjórnarandstæðinga í landinu. Hann er öryggissveitarmaður. Ég vil segja frá því sem ég hef gert, segir hann, og blaðakonan kveikir á upptökutæki til að hlýða á vitnisburð sem opnar dyr inn í áður óþekkta vídd.

    Nona Fernández (f. 1971) virkjar ímyndunaraflið til að komast á staði sem hvorki finnast í minningum né skjölum. Hún tvinnar saman eigin reynslu og sannsögulega atburði og útkoman er áhrifamikil og grípandi. Ein besta bók sem skrifuð hefur verið um þetta átakanlega tímabil í sögu Chile.

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Heaven

    Heaven

    Sögumaðurinn er fjórtán ára. Hann hefur lengi mátt þola einelti jafnaldra sinna. Dag einn berst honum óvænt bréf frá bekkjarsystur sinni. Það er upphafið að vináttu byggðri á sameiginlegri reynslu þeirra. En hvers virði er vinátta sem á sér rætur í ótta og sársauka? Og hefur þjáningin merkingu? Magnað verk frá einum áhugaverðasta höfundi Japan.

    Mieko Kawakami kom eins og ferskur andblær inn í fremur karllæga bókmenntahefð Japan með sinni fyrstu skáldsögu árið 2008. Síðan þá hefur hún unnið til fjölmargra virtra bókmenntaverðlauna og bækur hennar verið þýddar á yfir 30 tungumál.

    3.890 kr.
    Setja í körfu
  • Kramp

    Kramp

    Hin sjö ára M fylgir föður sínum D í söluferðir til smábæja í Chile með byggingavörur frá framleiðandanum Kramp á tímum Pinochet-harðstjórnarnarinnar. Saklaust barnið heillast af heimi farandsölumannanna og gerir sér aðeins óljósa grein fyrir þeirri pólitísku spennu sem kraumar undir niðri í samfélaginu.

    Chileski rithöfundurinn María Jóse Ferrada (f. 1977) fangar í ljúfsárri frásögn óvenjulegt feðginasamband og hverfulleika lífsins frá sjónarhóli barns í heimi sem hún heldur sig þekkja. Saga sem er í senn nostalgísk, hættuleg og gull af gleði og undrun.

    3.890 kr.
    Setja í körfu
  • Hnitmiðuð kínversk-ensk orðabók fyrir elskendur
  • Tíkin

    Tíkin

    Damaris þráir það heitast að verða móðir en þrátt fyrir töfradrykki, smyrsl og helgiathafnir geta þau Rogelio ekki eignast barn. Þegar henni býðst að taka að sér tíkarhvolp grípur hún tækifærið feginshendi en tíkin lætur ekki temja sig frekar en náttúran.

    Áhrifamikil skáldsaga eftir kólumbíska rithöfundinn Pilar Quintana (f. 1972) sem gerist í litlu þorpi við kólumbísku Kyrrahafsströndina, þar sem samfélagið endurspeglar óblíð náttúruöflin. Tíkin hlaut hin virtu kólumbísku bókmenntaverðlaun Biblioteca de Narrativa. Útgáfurétturinn hefur verið seldur til 14 tungumálasvæða.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Kona í hvarfpunkti

    Kona í hvarfpunkti

    Firdaus hefur verið dæmd til dauða fyrir morð. Hún segir sögu sína nóttina fyrir aftökuna.

    Egypsk, femínísk klassík sem afhjúpar undirokun kvenna í samfélögum Austurlanda nær eftir höfund sem hefur verið á dauðalistum íslamskra öfgahópa. Mergjuð skáldsaga.

    Með eftirmála eftir Maríönnu Clöru Lúthersdóttur.

    Nawal El Saadawi (f. 1931) er egypskur rithöfundur, læknir og baráttukona fyrir mannréttindum. Hún er einn áhrifamesti feminíski hugsuður arabaheimsins, hefur skrifað um stöðu kvenna í íslömskum samfélögum og gagnrýnt feðraveldið, trúarbrögð og kapítalisma fyrir kerfisbundna kúgunkvenna um allan heim. Kona í hvarfpunkti, sem byggð er á sannri sögu, fékkst upphaflega ekki útgefin í heimalandi höfundar og kom fyrst út í Líbanon árið 1975. Bókin hefur komið út á 22 tungumálum.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Pálmavínsdrykkjumaðurinn

    Pálmavínsdrykkjumaðurinn

    Þegar tappari pálmavínsdrykkjumanns fellur óvænt frá leggur drykkjumaðurinn í leiðangur til að hafa uppi á honum í Dauðramannaþorpinu. En leiðin þangað er alls ekki greið og ýmsar goðsögulegar verur tefja för hans. Ævintýraleg frásögn í anda nígerískra munnmælasagna.

    Þekktasta verk nígeríska rithöfundarins Amos Tutuola (1920-1997) er að öllum líkindum fyrsta afríska skáldsagan á ensku til að koma út utan heimalandsins, árið 1952. Verkið var harðlega gagnrýnt í Nígeríu því málið á sögunni þótti ýta undir þá mynd af Afríku að álfan væri vanþróuð. Nú er Pálmavínsdrykkjumaðurinn talinn meðal höfuðverka afrískra bókmennta.

    3.890 kr.
    Setja í körfu
  • Sendiboðinn

    Sendiboðinn

    Japan hefur um langa hríð verið lokað vegna ónefndra náttúruhamfara af mannavöldum. Eldra fólkið lifir lengi við hestaheilsu og annast um börnin sem eru viðkvæm og gömul fyrir aldur fram. Mumei býr með Yoshiro, fjörgömlum langafa sínum. Drengurinn er veikburða og með hitasótt en hann er klókur og alveg laus við sjálfsvorkunn og bölsýni. Yoshiro einbeitir sér að því að fæða og klæða Mumei, útvalinn sendiboða, þjakaður af samviskubiti vegna gjörða sinnar kynslóðar og afleiðinga þeirra.

    Margverðlaunuð skáldsaga eftir japanska rithöfundinn Yoko Tawada, en áður hefur komið út á íslensku bókin Etýður í snjó eftir sama höfund. Þrátt fyrir að Sendiboðinn sé eins konar dómsdagsspá, þá er hér um að ræða hrífandi og gáskafulla skáldsögu.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Vanþakkláti flóttamaðurinn

    Vanþakkláti flóttamaðurinn

    Átta ára gömul flúði Dina Nayeri frá Íran ásamt kristinni móður sinni og bróður. Áratugum síðar skilgreinir hún sig enn út frá flóttanum. Í þessari bók fléttar hún saman sögur annarra flóttamanna og hælisleitenda á síðustu árum við sína eigin og varpar ljósi á ægivaldið sem felst í því að velja á hvern er hlustað. Einnig hverjum er trúað og hvernig ein saga er metin mikilvægari en önnur. Ómetanlegt innleg í umræðu um málefni flóttafólks.

    3.890 kr.
    Setja í körfu
  • Sæluvíma

    Sæluvíma

    Enski mannfræðingurinn Andrew Bankson er einangraður á vettvangi við rannsóknir á ættbálki sem býr við Sepik-fljótið á Nýju-Gíneu og rannsóknir hans ganga illa. Úrkula vonar er hann að því kominn að stytta sér aldur þegar hann rekst á hina frægu og hrífandi Nell Stone og kaldhæðinn eiginmann hennar, Fen, en bæði eru þau mannfræðingar. Úr verður áhugavert samstarf og ástríðufullt samband en ekki líður á löngu uns afbrýðisemi og græðgi stefnir öllu í voða.

    Sæluvíma (Euphoria) er margverðlaunuð skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn Lily King. Hún byggir á raunverulegum atburðum í lífi bandaríska mannfræðingsins Margaretar Mead þegar hún var við störf á Nýju-Gíneu árið 1933 ásamt þáverandi eiginmanni sínum, Reo Fortune, og Gregory Bateson sem hún átti eftir að giftast síðar.

    Sæluvíma sló í gegn í Bandaríkjunum þegar hún kom út árið 2014 og fyrir hana hlaut höfundurinn Kirkus-skáldskaparverðlaunin, Bókmenntaverðlaun Nýja-Englands og Bandarísku gagnrýnendaverðlaunin, auk þess sem hún var valin ein af tíu bestu bókum ársins af The New York Times Book Review, tímaritinu TIME og Amazon. Sæluvíma hefur komið út í 15 löndum og er kvikmynd í bígerð.

    Uggi Jónsson þýddi.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Etýður í snjó

    Etýður í snjó

    Heillandi saga um samband manna og dýra, um útlegð, fjölskyldur, aðskilnað og það að vera öðruvísi eftir japanska rithöfundinn Yoko Tawada sem er búsett í Þýskalandi.

    Yoko Tawada hlaut National Book Award (Bandarísku bókmenntaverðlaunin) í flokki þýðinga, fyrir skáldsögu sína The Emissary Sendiboðinn.

    Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Engir hnífar í eldhúsum þessarar borgar

    Engir hnífar í eldhúsum þessarar borgar

    Mögnuð fjölskyldusaga sem gerist á árunum 1963-2005 í Aleppo, Sýrlandi. Borgin, áður vagga menningar og ríkidæmis, er bókstaflega að hrynja og endurspeglar andlegt hrun fjölskyldunnar, vina, fjandmanna og elskenda í grimmilegu einræðinu.

    Khaled Khalifa er þekktasti samtímahöfundur Sýrlands. Hann er búsettur í Damaskus. Engir hnífar í eldhúsum þessarar borgar hlaut Naguib Mahfouz-bókmenntaverðlaunin, auk þess að vera tilnefnd til arabísku Man-verðlaunanna. Þetta er önnur bók Khalifa á íslensku. Sú fyrri, Dauðinn er barningur kom út hjá Angústúru árið 2019.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Einu sinni var í austri – uppvaxtarsaga

    Einu sinni var í austri – uppvaxtarsaga

    Uppvaxtarsaga kínverska rithöfundarins Xialou Guo (f. 1973) sem búsett hefur verið í Bretlandi í rúman áratug.

    Bók sem kölluð hefur verið Villtir svanir nýrrar kynslóðar.

    Hvernig er að vera listamaður þar sem ritskoðun drepur allan frumleika og það eina sem býðst er að skrifa léleg handrit að sápuóperum; hvernig er að vera kona í landi þar sem stúlkubörnum er ítrekað drekkt við fæðingu og kynferðisleg misnotkun er daglegt brauð; hvernig er hægt að elska þegar manni hefur aldrei verið kennt það.

    Ingunn Snædal þýddi.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Ef við værum á venjulegum stað

    Ef við værum á venjulegum stað

    Í borginni Lagos de Moreno í Mexíkó eru fleiri kýr en manneskjur og fleiri prestar en kýr. Íbúarnir gera uppreisn gegn stjórnvöldum vegna kosningasvindls sem verður upphafið að kostulegu ferðalagi sögumanns um ólíkar deildir hins mexíkanska þjóðlífs.

    Skálkasaga um spillta pólitíkusa, stórar fjölskyldur og hvað það þýðir að tilheyra millistétt í Mexíkó. Áður hefur komið út eftir sama höfund bókin Veisla í greninu árið 2017 en bóksalar völdu hana bestu þýddu bókina það árið.

    Jón Hallur Stefánsson þýddi.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Dauðinn er barningur

    Dauðinn er barningur

    Þrjú systkini flytja lík föður sín til greftrunar í heimabæ hans Anabia í Aleppohéraði. Ferðalagið ætti undir venjulegum kringumstæðum að taka um fimm klukkustundi en það er ekkert venjulegt við ástandið í stríðshrjáðu Sýrlandi. Og ekki auðveldar þátttaka föður þeirra í andspyrnunni þeim að komast í gegnum eftilitsstöðvar, því án réttra pappíra liggur beinast við að handtaka líkið.

    Magnað verk um hnignun samfélags í löngu stríði eftir Khaled Khalifa, þekktasta samtímahöfund Sýrlands. Dauðinn er barningur hefur verið þýdd á 12 tungumál og tilnefnd til virtra bókmenntaverðlauna.

    Þýðandi er Elísa Björg Þorsteinsdóttir.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Dagbók frá Gaza

    Dagbók frá Gaza

    Menningarmálaráðherra palestínskra stjórnvalda var að synda í sjónum þegar sprengjum tók að rigna yfir Gaza. Í stað þess að halda heim á Vesturbakkann ákváðu hann og sonur hans á unglingsaldri að halda kyrru fyrir, enda óraði þá ekki fyrir því sem koma skyldi. Með dagbókarskrifum sínum veitir Atef Abu Saif nístandi innsýn í baráttu Palestínumanna við að halda í lífi.

    Palestínski rithöfundurinn Atef Abu Saif (f. 1973) hefur meðal annars skrifað skáldsögur, smásögur og bók um stjórnmál. Brot úr Dagbók frá Gaza hafa verið birt reglulega í vestrænum fjölmiðlum frá upphafi árása Ísraelshers á Gaza haustið 2023, og eru meðal mikilvægustu vitnisburða sem þaðan berast.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Allt sundrast

    Allt sundrast

    Allt sundrast kom fyrst út árið 1958 og er talin höfuðrit afrískra bókmennta. Bókin var sú fyrsta í ritröð Heinemanns African Writers Series sem hefur átt mikinn þátt í að vekja athygli á afrískum bókmenntum í hinum vestræna heimi. Hún hefur verið þýdd á 58 tungumál og selst í yfir 20 milljónum eintaka.

    Allt sundrast segir sögu hins óttalausa Igbo-stríðsmanns Okonkwos í upphafi nýlendutímans þegar ágengir Evrópumenn ógna heimi ættflokkanna á svæðinu. Skáldsagan fagnar í ár 60 ára útgáfuafmæli og er útgáfa hennar á íslensku löngu tímabær. Hún markar upphafið á því þegar rithöfundar Afríkulanda hófu að segja sína sögu sjálfir en fram að því hafði hún verið skráð af vestrænu fólki.

    Chinua Achebe (1930–2013) var einn merkasti rithöfundur Nígeríu og er oft talinn faðir afrískra nútímabókmennta. Hann er þekktastur fyrir „Afríska þríleikinn“ sem samanstendur af skáldsögunum Things Fall Apart (Allt sundrast), Arrow of God og No Longer at Ease, sem segja sögu þriggja kynslóða frá upphafi nýlendutímans í Nígeríu til aukinnar þéttbýlismyndunar og hnignunar hefðbundinnar menningar. Hann skrifaði fjölmargar skáldsögur, ljóð, smásögur, ritgerðir og barnabækur.

    Achebe hafði umsjón með útgáfu afrískra skáldverka í Ritröð afrískra höfunda hjá Heinemann-útgáfunni og starfaði sem háskólaprófessor í Bandaríkjunum. Chinua Achebe var gerður heiðursdoktor í yfir 30 háskólum víða um heim. Honum voru einnig veitt þjóðarverðlaun Nígeríu, sem eru æðsta viðurkenning landsins, auk þess sem hann hlaut alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin árið 2007 fyrir stórkostlegt ævistarf.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Allt sem við misstum í eldinum

    Allt sem við misstum í eldinum

    Dáleiðandi smásögur eftir argentíska rithöfundinn Mariönu Enriquez, eina athyglisverðustu bókmenntarödd Rómönsku-Ameríku, sem vísa í sögulegan og pólitískan veruleika Argentínu. Magnaðar sögur sem hafa vakið athygli víða um heim og verið þýddar á 28 tungumál.

    Ungt fólk í nútímanum, ímyndunarafl á barmi sjúkleika, ofbeltisvofur herstjórnanna, svartigaldur, norður-argentínsk hjátrú, stéttaskipting og spilling, ástarsambönd, lágstéttarhverfi, jaðarsetning og staða kvenna. Myrkur og oftar en ekki óþægilegur heimur.

    3.890 kr.
    Setja í körfu