• Dauðinn er barningur

    Dauðinn er barningur

    Þrjú systkini flytja lík föður sín til greftrunar í heimabæ hans Anabia í Aleppohéraði. Ferðalagið ætti undir venjulegum kringumstæðum að taka um fimm klukkustundi en það er ekkert venjulegt við ástandið í stríðshrjáðu Sýrlandi. Og ekki auðveldar þátttaka föður þeirra í andspyrnunni þeim að komast í gegnum eftilitsstöðvar, því án réttra pappíra liggur beinast við að handtaka líkið.

    Magnað verk um hnignun samfélags í löngu stríði eftir Khaled Khalifa, þekktasta samtímahöfund Sýrlands. Dauðinn er barningur hefur verið þýdd á 12 tungumál og tilnefnd til virtra bókmenntaverðlauna, meðal annars Booker International verðlaunanna.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Einu sinni var í austri

    Einu sinni var í austri

    Uppvaxtarsaga kínverska rithöfundarins og kvikmyndagerðarkonunnar Xialou Guo (f. 1973) sem búsett hefur verið í Bretlandi í rúman áratug. Bók sem kölluð hefur verið Villtir svanir nýrrar kynslóðar.

    Hvernig er að vera listamaður þar sem ritskoðun drepur allan frumleika og það eina sem býðst er að skrifa léleg handrit að sápuóperum; hvernig er að vera kona í landi þar sem stúlkubörnum er ítrekað drekkt við fæðingu og kynferðisleg misnotkun er daglegt brauð; hvernig er hægt að elska þegar manni hefur aldrei verið kennt það.

    Xiaolu Guo heimsótti Ísland haustið 2018 við mikinn fögnuð lesenda. Auk uppvaxtarsögunnar hefur komið út skáldsagan Hnitmiðuð kínversk-ensk orðabók fyrir elskendur eftir sama höfund á íslensku. Mögnuð verk eftir einstakan listamann.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Uppljómun í eðalplómutrénu

    Uppljómun í eðalplómutrénu

    Fjölskylda Bahar flýr Teheran í kjölfar ofsókna í byltingunni árið 1979 og sest að fyrir utan afskekkt þorp í von um að geta lifað í friði. Enginn fær þó komist undan brjálæðinu sem ríður yfir landið og snertir bæði lifandi og látna, aldna og unga. Mögnuð írönsk saga um mátt ímyndunarafsins gagnvart grimmd og miskunnarleysi. Persneskt töfraraunsæi. Fjórtánda bókin í áskriftarröð Angústúru.

    Íranski rithöfundurinn Shokoofeh Azar (f. 1972) starfaði sem blaðamaður í heimalandinu en eftir ítrekaðar fangelsanir sá hún sig tilneydda til að flýja land og fékk pólitískt hæli í Ástralíu árið 2011. Uppljómun í eðalplómutrénu er fyrsta skáldsaga höfundar og hlaut Azar fyrir hana tilnefningu til alþjóðlegu Booker-verðlaunanna 2020.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Glæpur við fæðingu

    Glæpur við fæðingu

    Stórmerkileg saga uppistandarans og stjórnmálaskýrandans Trevor Noah sem ólst upp í skugga aðskilnaðarstefunnar í Suður-Afríku: Sjálf tilvist hans var glæpur, því samband móður hans og föður af ólíkum hörundslit var refsivert á þeim tíma. Trevor segir á heillandi hátt frá æsku sinni og unglingsárum í samfélagi sem enn er í sárum, fyrstu skrefunum í skemmtanabransanum og trúrækinni móður sem opnaði fyrir honum heiminn.

    Trevor Noah (f. 1984) hefur vakið mikla athygli fyrir hárbeitta þjóðfélagsrýni í þættinum The Daily Show í Bandaríkjunum sem hann hefur stýrt frá árinu 2015. Hann er vinsæll uppistandari og má nálgast heimildarmyndir um hann á Netflix. Kvikmynd er í bígerð. Glæpur við fæðingu var valin ein besta bók ársins af helstu fréttamiðlum Bandaríkjanna þegar hún kom út. Bók sem sameinar kynslóðir í lestri. Besta þýdda bók ársins 2019 að mati bóksala á Íslandi. Sjöunda bókin í áskriftarröð Angústúru.

    1.290 kr.
    Setja í körfu