
Hungurleikarnir
1.290 kr.Á rústum staðar sem eitt sinn hét Norður-Ameríka er ríkið Panem; höfuðborgin Kapítól umkringd tólf umdæmum sem hvert hefur sín sérkenni. Á hverju ári skipa yfirvöld í Kapítól umdæmunum að senda einn strák og eina stelpu að keppa á Hungurleikunum. Keppnin er sýnd í beinni útsendingu um allt land og reglurnar eru einfaldar – sá sigrar sem heldur lífi.
Katniss Everdeen er sextán ára og vekur athygli um allt Panem þegar hún býðst til að taka þátt í Hungurleikunum í stað systur sinnar. Með henni úr Tólfta umdæmi fer bakarasonurinn Peeta. Sjálf á Katniss ekki von á öðru en að hún gangi í opinn dauðann, en sjálfsbjargarviðleitni hennar er meiri en flestra annarra og Peeta leikur leikinn á alveg nýjan máta.
Hungurleikarnir er fyrsta bók í þríleik eftir Suzanne Collins. Bækurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda undangengin ár, vermt efstu sæti metsölulista og hlotið bestu meðmæli ritdómara. Kvikmynd gerð eftir fyrstu sögunni verður frumsýnd vorið 2012.

Eldar kvikna
1.290 kr.Eftir að hafa sigrað í Hungurleikunum og skilað bæði sér og Peeta, félaga sínum úr Tólfta umdæmi, heim í heilu lagi ætti Katniss að vera himinlifandi. Hún flytur inn í Sigurþorp, þarf aldrei framar að óttast hungur og getur aftur farið á veiðar með æskuvininum Gale.
En ekkert er eins og það á að vera: Gale er gerbreyttur, Peeta snýr við henni baki og vaxandi ólga í Panem veldur áhyggjum. Í sigurvegaraferðinni verða Katniss og Peeta að kæfa allar uppreisnartilraunir í fæðingu – hvort sem þau kæra sig um það eða ekki – annars er miklu meira í húfi en nýfengið ríkidæmi og þægindi.
Eldar kvikna er önnur bókin í þríleik Suzanne Collins um Hungurleikana sem farið hefur sigurför um heiminn. Hér kemur hún lesendum á óvart hvað eftir annað svo engin leið er að leggja bókina frá sér fyrr en að lestri loknum.
Guðni Kolbeinsson þýddi.

Sól rís á sláttudegi
6.490 kr.Þegar fimmtugustu Hungurleikarnir renna upp grípur um sig ótti í Panem. Í þetta sinn verða tvöfalt fleiri framlög tekin frá heimilum sínum til að taka þátt í leikunum. Haymitch Abernathy reynir að dvelja ekki of mikið við það heldur einbeitir sér að því sem skiptir hann mestu máli – að komast í gegnum daginn og vera með stúlkunni sem hann elskar.
Þegar nafn Haymitch er kallað upp hrynur veröldin. Hann er rifinn frá fjölskyldu sinni og unnustu og fluttur til þinghússins ásamt hinum þremur framlögunum úr tólfta umdæmi. Þegar leikar hefjast uppgötvar Haymitch að honum hefur verið stillt upp til að mistakast. En eitthvað innra með honum vill berjast … og láta þá baráttu óma langt út fyrir vígvöllinn.

Hjartastopp #5
4.290 kr.Enginn skrifar um unglinga eins og Alice Oseman. Persónurnar eru raunverulegar og hún fer mjúkum höndum um vandamál þeirra: sambönd, kynlíf, samskipti við fjölskylduna, geðræn vandamál – öll umfjöllun hennar einkennist af virðingu og hlýju. #5 er fyndin, rómantísk og full af jákvæðni. Fullkomin bók fyrir táninginn í lífi þínu.
The Observer





Sunrise on the Reaping
5.690 kr.As the day dawns on the fiftieth annual Hunger Games, fear grips the districts of Panem.?This year, in honour of the Quarter Quell, twice as many tributes will be taken from their homes.
Back in District 12, Haymitch Abernathy is trying not to think too hard about his chances. All he cares about is making it through the day and being with the girl he loves.
When Haymitch’s name is called, he can feel all his dreams break. He’s torn from his family and his love, shuttled to the Capitol with the three other District 12 tributes: a young friend who’s nearly a sister to him, a compulsive oddsmaker, and the most stuck-up girl in town. As the Games begin, Haymitch understands he’s been set up to fail. But there’s something in him that wants to fight . . . and have that fight reverberate far beyond the deadly arena.

Hvíti ásinn
5.890 kr.Það er fátt venjulegt við Iðunni sem býr í felum og lítur ekki út eins og aðrir unglingar. En það er líka fátt venjulegt við hvernig heimurinn er orðinn. Þegar Iðunn flytur á Himinbjörg eftir óvænta atburðarás breytist líf hennar svo um munar. Hún sér í hillingum að fá loks að tilheyra umheiminum en í ljós kemur að ekki er allt sem sýnist í Vígisfirði og líf hennar á eftir að taka allt aðra stefnu en hún heldur.
Hvíti ásinn er fyrsta bók Jóhönnu Sveinsdóttur. Í bókinni fléttast heimur ása og vætta saman við framtíðina á spennandi og ævintýralegan hátt.

Orrustan um Renóru – kilja
3.790 kr.Loksins, hugsaði Elísa og skjálfti fór um líkamann. Fyrir framan þau glitti í furðulegt hellisop. Það var eins og jörðin væri að geispa en hefði ekki náð að loka aftur munninum. Elísa hafði séð þennan helli í draumi. Svolítið var í þann mund að gerast sem hafði ekki gerst í fimm hundruð ár. Hún lokaði augunum og hugsaði; Þetta verður að virka!
Eftir hrakfarirnar í marmaraborginni standa Elísa og gæslumennirnir frammi fyrir krefjandi ferðalagi sem fer með þau um gjörvallt landið. Hættur leynast víða, sterkar tilfinningar krauma og ungmennin þurfa að taka erfiðar ákvarðanir. Lokaorrustan við steingyðjua er framundan og örlög allrar Renóru hvíla á herðum þeirra. En hvað mun slík orrusta kosta þau?
Fyrsta bókin í bókaflokknum, Dóttir hafsins, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021. Önnur bókin, Bronsharpan, var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og valin Besta barna- og ungmennabók af bóksölum 2022. Kristín Björg hlaut Vorvindar IBBY 2023.













