• Hungurleikarnir

    Hungurleikarnir

    Á rústum staðar sem eitt sinn hét Norður-Ameríka er ríkið Panem; höfuðborgin Kapítól umkringd tólf umdæmum sem hvert hefur sín sérkenni. Á hverju ári skipa yfirvöld í Kapítól umdæmunum að senda einn strák og eina stelpu að keppa á Hungurleikunum. Keppnin er sýnd í beinni útsendingu um allt land og reglurnar eru einfaldar – sá sigrar sem heldur lífi.

    Katniss Everdeen er sextán ára og vekur athygli um allt Panem þegar hún býðst til að taka þátt í Hungurleikunum í stað systur sinnar. Með henni úr Tólfta umdæmi fer bakarasonurinn Peeta. Sjálf á Katniss ekki von á öðru en að hún gangi í opinn dauðann, en sjálfsbjargarviðleitni hennar er meiri en flestra annarra og Peeta leikur leikinn á alveg nýjan máta.

    Hungurleikarnir er fyrsta bók í þríleik eftir Suzanne Collins. Bækurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda undangengin ár, vermt efstu sæti metsölulista og hlotið bestu meðmæli ritdómara. Kvikmynd gerð eftir fyrstu sögunni verður frumsýnd vorið 2012.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Eldar kvikna

    Eldar kvikna

    Eftir að hafa sigrað í Hungurleikunum og skilað bæði sér og Peeta, félaga sínum úr Tólfta umdæmi, heim í heilu lagi ætti Katniss að vera himinlifandi. Hún flytur inn í Sigurþorp, þarf aldrei framar að óttast hungur og getur aftur farið á veiðar með æskuvininum Gale.

    En ekkert er eins og það á að vera: Gale er gerbreyttur, Peeta snýr við henni baki og vaxandi ólga í Panem veldur áhyggjum. Í sigurvegaraferðinni verða Katniss og Peeta að kæfa allar uppreisnartilraunir í fæðingu – hvort sem þau kæra sig um það eða ekki – annars er miklu meira í húfi en nýfengið ríkidæmi og þægindi.

    Eldar kvikna er önnur bókin í þríleik Suzanne Collins um Hungurleikana sem farið hefur sigurför um heiminn. Hér kemur hún lesendum á óvart hvað eftir annað svo engin leið er að leggja bókina frá sér fyrr en að lestri loknum.

    Guðni Kolbeinsson þýddi.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Sól rís á sláttudegi

    Sól rís á sláttudegi

    Þegar fimmtugustu Hungurleikarnir renna upp grípur um sig ótti í Panem. Í þetta sinn verða tvöfalt fleiri framlög tekin frá heimilum sínum til að taka þátt í leikunum. Haymitch Abernathy reynir að dvelja ekki of mikið við það heldur einbeitir sér að því sem skiptir hann mestu máli – að komast í gegnum daginn og vera með stúlkunni sem hann elskar.

    Þegar nafn Haymitch er kallað upp hrynur veröldin. Hann er rifinn frá fjölskyldu sinni og unnustu og fluttur til þinghússins ásamt hinum þremur framlögunum úr tólfta umdæmi. Þegar leikar hefjast uppgötvar Haymitch að honum hefur verið stillt upp til að mistakast. En eitthvað innra með honum vill berjast … og láta þá baráttu óma langt út fyrir vígvöllinn.

    6.490 kr.
    Setja í körfu
  • Hjartastopp #5

    Hjartastopp #5

    Enginn skrifar um unglinga eins og Alice Oseman. Persónurnar eru raunverulegar og hún fer mjúkum höndum um vandamál þeirra: sambönd, kynlíf, samskipti við fjölskylduna, geðræn vandamál – öll umfjöllun hennar einkennist af virðingu og hlýju. #5 er fyndin, rómantísk og full af jákvæðni. Fullkomin bók fyrir táninginn í lífi þínu.

    The Observer

    4.290 kr.
    Setja í körfu
  • Afbrigði

    Afbrigði

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Andóf

    Andóf

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Hungurleikarnir

    Hungurleikarnir

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Hermiskaði

    Hermiskaði

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Bækur duftsins

    Bækur duftsins

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Sunrise on the Reaping

    Sunrise on the Reaping

    As the day dawns on the fiftieth annual Hunger Games, fear grips the districts of Panem.?This year, in honour of the Quarter Quell, twice as many tributes will be taken from their homes.

    Back in District 12, Haymitch Abernathy is trying not to think too hard about his chances. All he cares about is making it through the day and being with the girl he loves.

    When Haymitch’s name is called, he can feel all his dreams break. He’s torn from his family and his love, shuttled to the Capitol with the three other District 12 tributes: a young friend who’s nearly a sister to him, a compulsive oddsmaker, and the most stuck-up girl in town. As the Games begin, Haymitch understands he’s been set up to fail. But there’s something in him that wants to fight . . . and have that fight reverberate far beyond the deadly arena.

    5.690 kr.
    Setja í körfu
  • Hvíti ásinn

    Hvíti ásinn

    Það er fátt venjulegt við Iðunni sem býr í felum og lítur ekki út eins og aðrir unglingar. En það er líka fátt venjulegt við hvernig heimurinn er orðinn. Þegar Iðunn flytur á Himinbjörg eftir óvænta atburðarás breytist líf hennar svo um munar. Hún sér í hillingum að fá loks að tilheyra umheiminum en í ljós kemur að ekki er allt sem sýnist í Vígisfirði og líf hennar á eftir að taka allt aðra stefnu en hún heldur.

    Hvíti ásinn er fyrsta bók Jóhönnu Sveinsdóttur. Í bókinni fléttast heimur ása og vætta saman við framtíðina á spennandi og ævintýralegan hátt.

    5.890 kr.
    Setja í körfu
  • Álfheimar 4: Gyðjan

    Álfheimar 4: Gyðjan

    Konáll, Soffía, Pétur og Dagný hafa verið krýnd konungar í heimi álfanna. Konáll er alsæll í nýju hlutverki þótt hann kæri sig lítið um þær áskoranir sem starfinu fylgja. Fljótlega verða þau vör við ill öfl sem ef til vill hafa slæðst úr öðrum heimum. Auk heldur vofir yfir mögu­leikinn að hin ógurlega ófreskja Vritra losni úr álögum og þá er bæði konungsríkinu og heiminum hætt. Hvað hyggst galdrameistarinn Mestiok fyrir með ungmennin fjögur? Tekst þeim að rækta vináttuna í hvaða aðstæðumsem er? Og hvað er eiginlega Vritra?

    Ófreskjan er þriðja bók af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna eftir prófessor Ármann Jakobsson en áður hafa komið út Bróðirinn og Risinn. Í bókaflokknum er tekist á við álfatrú á nýstárlegan og spennandi hátt.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Villueyjar (kilja)

    Villueyjar (kilja)

    Á Útsölum stendur aðeins eitt hús: Skólahúsið. Frá því Arilda man eftir sér hefur þessi skóli verið hennar annað heimili. Hún hefur aldrei velt því fyrir sér hvers vegna hann standi á eyju sem annars er í eyði, ekki fyrr en daginn sem hún heldur inn á miðja eyjuna og villist í þokunni.
    Eftir það breytist allt.

    Smám saman rennur það upp fyrir Arildu að hún getur engum treyst. Hún verður sjálf að leita svara, ekki bara um hryllinginn sem býr á Útsölum heldur einnig um sína eigin fjölskyldu.

    Villueyjar er önnur bók Ragnhildar Hólmgeirsdóttur sem hlaut mikið lof fyrir sína fyrstu bók, Koparborgina. Koparborgin hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar en var auk þess tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, auk Fjöruverðlaunanna í sínum flokki.

    2.790 kr.
    Setja í körfu
  • Villueyjar

    Villueyjar

    Á Útsölum stendur aðeins eitt hús: Skólahúsið.

    Frá því Arilda man eftir sér hefur þessi skóli verið hennar annað heimili. Hún hefur aldrei velt því fyrir sér hvers vegna hann standi á eyju sem annars er í eyði, ekki fyrr en daginn sem hún heldur inn á miðja eyjuna og villist í þokunni. Eftir það breytist allt.

    Smám saman rennur það upp fyrir Arildu að hún getur engum treyst. Hún verður sjálf að leita svara, ekki bara um hryllinginn sem býr á Útsölum heldur einnig um sína eigin fjölskyldu.

    Villueyjar er önnur bók Ragnhildar Hólmgeirsdóttur sem hlaut mikið lof fyrir sína fyrstu bók, KoparborginaKoparborgin hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar en var auk þess tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, auk Fjöruverðlaunanna í sínum flokki.

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Orrustan um Renóru - kilja

    Orrustan um Renóru – kilja

    Loksins, hugsaði Elísa og skjálfti fór um líkamann. Fyrir framan þau glitti í furðulegt hellisop. Það var eins og jörðin væri að geispa en hefði ekki náð að loka aftur munninum. Elísa hafði séð þennan helli í draumi. Svolítið var í þann mund að gerast sem hafði ekki gerst í fimm hundruð ár. Hún lokaði augunum og hugsaði; Þetta verður að virka!

    Eftir hrakfarirnar í marmaraborginni standa Elísa og gæslumennirnir frammi fyrir krefjandi ferðalagi sem fer með þau um gjörvallt landið. Hættur leynast víða, sterkar tilfinningar krauma og ungmennin þurfa að taka erfiðar ákvarðanir. Lokaorrustan við steingyðjua er framundan og örlög allrar Renóru hvíla á herðum þeirra. En hvað mun slík orrusta kosta þau?

    Fyrsta bókin í bókaflokknum, Dóttir hafsins, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021. Önnur bókin, Bronsharpan, var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og valin Besta barna- og ungmennabók af bóksölum 2022. Kristín Björg hlaut Vorvindar IBBY 2023.

    3.790 kr.
    Setja í körfu
  • Koparborgin - kilja

    Koparborgin – kilja

    Í fjarlægu landi stendur gömul borg þar sem lystigarðar umkringja háar hallir og seglskip fylla höfnina … en hallirnar eru mannlausar og seglskipin tóm.

    Við eitt af breiðstrætum borgarinnar stendur Víxlarahúsið þar sem einungis börn hafa búið síðustu þrjár aldir. Þangað leitar Pietro eftir að hafa misst fjölskyldu sína í plágunni. Við sextán ára aldur þurfa börnin að yfirgefa húsið en þangað til standa þau saman og tekst einhvern veginn að þrauka, sama hversu hart er í ári.

    Þegar friðhelgi hússins er rofin heldur Pietro ásamt fleiri börnum inn í leyndardóma háborgarinnar, inn fyrir veggi furstahallarinnar, þangað sem enginn borgarbúi hefur stigið fæti öldum saman.

    Koparborgin var tilnefnd til Norrænu Barna- og unglingabókaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar.

    2.790 kr.
    Setja í körfu
  • Kepler 62 - 6: Leyndarmálið

    Kepler 62 – 6: Leyndarmálið

    Leyndarmálið er sjötta bókin í hinum æsispennandi bókaflokki: Kepler62

    Allt er í upplausn í búðunum á Kepler62e. Vopnabúrið er tómt og öll móteiturhylkin horfin. Laumufarþeginn er greinilega á bak við þetta allt, en hver er hann?

    Börnin hafa komist að því að þau voru bara tilraunadýr og þurfa nú að berjast fyrir tilveru sinni.

    1.390 kr.
    Setja í körfu
  • Kepler 62 - 5: Veiran

    Kepler 62 – 5: Veiran

    Veiran er fimmta bókin í hinum æsispennandi bókaflokki: Kepler62.

    Ólivía ljóstrar loksins upp leyndarmáli sínu og það er skelfilegt. Á jörðinni verða tölvur sífellt öflugri og eru þegar orðnar óstöðvandi.

    Mannfólkið, sem er þeirra helsti keppinautur um orku, er tekið til fanga og drepið. Til að lifa af þarf mannkynið að flýja Jörðina og koma sér fyrir á Kepler62.

    1.390 kr.
    Setja í körfu
  • Kepler 62 - 4: Landnemarnir

    Kepler 62 – 4: Landnemarnir

    Landnemarnir er fjórða bókin í hinum æsispennandi bókaflokki: Kepler 62

    Aðeins tvö af þremur skipum ná á áfangastað leiðangursins. Í ljósa kemur að plánetan er jafnvel enn lífvænlegri en nokkur hefði getað ímyndað sér. Eins og paradís í samanburði við hrjóstruga Jörðina sem krakkarnir flúðu.

    Landnemarnir ungu taka til við að koma sér fyrir en sjá fljótlega merki um að aðrar lífverur á plánetunni. Eru þær vinveittar þeim eða ekki?

    1.390 kr.
    Setja í körfu
  • Kepler 62 - 3: Ferðalagið

    Kepler 62 – 3: Ferðalagið

    Ferðalagið er þriðja bókin í hinum æsispennandi bókaflokki: Kepler62

    Eftir erfiða þjálfun á leynilegri herstöð í Nevada eru aðalpersónurnar Ari, Jonni og María send af stað í lengsta ferðalag sem nokkur manneskja hefur tekið sér fyrir hendur.

    Með þeim í för eru níu önnur börn, sérvalin til að verða fyrstu landnemarnir á plánetunni Kepler62, 1200 ljósár frá jörðinni. Ferðalagið sjálft er fullt af hættum en mögulega er mesta hættan um borð í einu geimskipinu …

    1.390 kr.
    Setja í körfu
  • Kepler 62 - 2: Niðurtalningin

    Kepler 62 – 2: Niðurtalningin

    Börn um allan heim keppast að að klára þennan undarlega tölvuleik. María, 14 ára dóttir vellauðugs vopnaframleiðanda, notar óhefðbundnar leiðir til að klára leikinn og vinna. En vinna hvað?

    Henni er flogið til Area 51 í Nevada þar sem hún er í fámennum hópi útvalinna barna. Krökkunum er ætlað að yfirgefa jörðina til að rannsaka og nema land á fjarlægri plánetur sem gæti mögulega verið lífvænleg. Area 51 er allt sem sagt er og meira til. María uppgötvar hvíslarann, veru frá annarri plánetu sem varar hana við að halda í geimferðina. En María virðist ekki hafa val …

    1.390 kr.
    Setja í körfu
  • Hættuför í Huldubyggð

    Hættuför í Huldubyggð

    Þegar Kata horfir á eftir Bröndu hverfa út í nóttina, grunar hana að konan sem hefur annast hana síðan pabbi hvarf sé ekki öll sem hún er séð. Kata kemst að því að Branda á sér leyndarmál sem á eftir að breyta öllu í lífi hennar.

    Fyrr en varir eru Kata og Jarkó lögð af stað í háskalega ferð með skeljaskrímslinu í leit að heiminum sem er hulinn mannfólki.

    Hættuför í huldubyggð er beint framhald af bókinni Skrímslin vakna. Spennandi framtíðarsaga sem gerist á Íslandi árið 2222.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Húsið í september

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Fríríkið

    Fríríkið

    Þar sem endur drekka kvöldkaffi við eldhúsborðið, froskar slaka á í klósettinu, háttatímum er breytt í gítarpartí, kassabílum í klessubíla og heimalærdómi í leikrit er aldrei dauð stund. Og ef hún drepst óvart þá sér Allamma um að lífga hana við!
    Já, í Fríríkinu hennar Öllömmu er allt óvenjulegt venjulegt og leiðinlegt skemmtilegt. En mitt í gleði og galsa Fríríkisfaðmsins finna Allamma og krakkarnir Asili, Alex, Bella og hundurinn Frændi sig skyndilega í baráttu um það verðmætasta í öllum heiminum. Baráttu við þann sem hefur völd, peninga og svífst einskis til að fá sínu framgengt. Hvað ætlar hann sér? Hvað gerist þegar Allamma ræsir út ellihrellana til að komast að því? Er hægt að vinna bardaga með kleinuvörpum og stafaskylmingum? Getur Magnús í öllu sínu nefháraveldi hjálpað þeim? Hvaðan kom svínski herinn? Hver á augun í fossinum? Baráttan kallar á stofnun andspyrnuhreyfingar, innbrot, f lótta og endar á stað sem engan gat órað fyrir. Á stað sem geymir tvær lokaspurningar: Hver er ég? Og hvað verður um Fríríkið?

    2.590 kr.
    Setja í körfu