
Ég heiti Kosmó
2.490 kr.Fjölskyldan er að liðast í sundur og hlutverk Kosmós er að koma í veg fyrir að það gerist. Hann veit nákvæmlega hvað hann þarf að gera. Það er bara eitt vandamál: Kosmó er hundur.
Dásamlega hugljúf og fyndin saga um viðleitni hunds til að bjarga fjölskyldunni sinni, verða stjarna og borða eins mikið og tönn á festir.
Dóttir hafsins – kilja
3.490 kr.Þegar hún lokaði augunum birtust myndir. Tærir tónar sögðu henni sögur af furðuveröld þar sem myrkrið réð ríkjum, lengst ofan í undirdjúpunum. Elísa tók eitt skref áfram. Svo annað. Lelena var hvíslað. Elísu krossbrá og hún galopnaði augun. Aftur var hvíslað en í þetta sinn var hún ekki hrædd. Áfram. Án þess að hika hljóp Elísa af stað.
Líf Elísu, sextán ára unglings frá Vestfjörðum, gjörbreytist á einni nóttu þegar hún heyrir tónlist berast frá hafinu. Tónlistin leiðir hana niður í fjöru, ofan í undirdjúpin og að fjólubláu borginni. Elísa dregst inn í háskalega atburðarrás og kemst að því að hún er hluti af spádómi ævafornrar menningar á hafsbotni.
Er hún verðug þess að bera titilinn dóttir hafsins?

Akam, ég og Annika
4.590 kr.Hrafnhildur neyðist til að flytja til Þýskalands með fjölskyldu sinni þegar stjúpfaðir hennar fær þar vinnu. Nýi skólinn er mjög strangur og hún saknar pabba síns og ömmu, en aðallega bestu vinkonu sinnar. Þegar hún kynnist hinum krökkunum í skólanum renna hins vegar á hana tvær grímur. Vissulega er erfitt að vera nýja stelpan í bekknum, mállaus og vinalaus, en það virðist vera til verra hlutskipti. Hrafnhildur þarf á öllu sínu hugrekki að halda þegar hún tekst á við áskoranir sem hana hefði ekki einu sinni grunað að væru til. Hverjum getur hún eiginlega treyst? Af hverju vill Annika endilega vera vinkona hennar – og í hvaða vandræðum er Akam?

Akam, ég og Annika – Stytt útgáfa
4.590 kr.Stytt útgáfa af verðlaunabókinni Akam, ég og Annika. Einfalt málfar og orðskýringar til að koma til móts við fjölbreyttan lesendahóp.
Hrafnhildur er ósátt við að flytja til Þýskalands með fjölskyldu sinni þegar stjúpfaðir hennar fær þar vinnu. Nýi skólinn er mjög strangur og hún saknar pabba síns og ömmu, en aðallega bestu vinkonu sinnar. Það er erfitt að vera nýja stelpan í skólanum, mállaus og vinalaus, en fljótlega kemst hún að því að lífið er enn erfiðara hjá öðrum. Hrafnhildur þarf að takast á við áskoranir sem hún hefði aldrei trúað að væru til og reyna verulega á hugrekki hennar. Hverjum getur hún eiginlega treyst? Af hverju vill Annika endilega vera vinkona hennar? Og í hvaða vandræðum er Akam?








