

Glæsir
1.290 kr.Aleinn í myrku fjósi flytur hann sjálfum sér eigin ævisögu um væntingar og svik, heiður og vansæmd, einmanaleik og botnlausa óhamingju. En hver er hann sem á svo harmræna fortíð að baki er hann þessa heims eða annars, forynja eða tröll – eða aðeins vesæl skepna?
Og Glæsir hefur marga fjöruna sopið. Hann heyr harða glímu við sjálfan sig og einn og yfir- gefinn gerir hann upp líf sitt og nöturleg örlög.
Í þessari nýstárlegu skáldsögu tekst ÁRMANN JAKOBSSON á við sagnaarfinn og þjóðsögurnar á afar frumlegan hátt. Sagan um Glæsi er í senn dramatísk og neistandi fyndin en umfram allt barmafull af tilfinningum.









1983
1.290 kr.Á hjara veraldar er tólf ára gamall drengur á hraðri ferð inn í heim hinna fullorðnu. Á einu ári uppgötvar hann ekki aðeins ástina heldur einnig hverfulleikann, um leið og hann vígist inn í heim orðanna.
Hér er sögð nýstárleg saga úr íslensku þorpi á fyrri hluta níunda áratugarins, heimi sem er í senn framandi og kunnuglegur. Þetta er bók um þrá eftir hinu óljósa, leitina að sjálfum sér, draumkennd skip, og gamla loftbelgi sem líða um hugarheima ungmenna mjög ofarlega á slönguspilinu. Síðast en ekki síst er þetta ástarsaga sem gerist fjarri öllum kastljósum úti við ysta haf
1983 er fjórða skáldsaga Eiríks Guðmundssonar. Sú síðasta, Sýrópsmáninn, var tilnefnd til menningarverðlauna DV.

