
Galeiðan
1.290 kr.GALEIÐAN er nútímaskáldsaga og viðfangsefni hennar er í senn tímabært og sjaldséð í íslenskum bókmenntum. Lesandi slæst í hóp nokkurra stúlkna sem vinna í dósaverksmiðju og lifir með þeim súrt og sætt fáeina daga. Við kynnumst aðstæðum þeirra heima fyrir og á vinnustað og einnig yfirboðurum þeirra, æðri sem lægri.
Skýrar og margþættar persónulýsingar eru einn meginkostur bókarinnar og stúlkurnar verða því mjög sannfærandi og lifandi fyrir augum lesandans, hver með sínum persónusérkennum. Ekki síst þess vegna birtist glöggt það galeiðumynstur sem líf þeirra er í raun hneppt í, bæði á vinnustað og í einkalífi. Á þessum dögum gerast einnig atburðir sem gætu breytt lífi þessara stúlkna, a.m.k. reynist samstaða þeirra vonum meiri þegar í odda skerst…
Sagan er öll skrifuð af hispursleysi og næmu innsæi og frásögn er lipur og skemmtileg. Með þessari bók hefur Ólafur Haukur Símonarson bætt enn einni sögu af alveg nýrri gerð inn í fjölbreytt ritverkasafn sitt sem á vafalaust enn eftir að auka vinsældir hans meðal bókmenntaunnenda.

Illska
990 kr.Agnes Lukauskaite og Ómar Arnarson kynnast snemma á nístingsköldum sunnudagsmorgni í leigubílaröðinni í Lækjargötu. Þremur árum síðar brennir hann heimili þeirra til grunna, keyrir til Keflavíkur og flýgur úr landi.
Sagan hefst raunar löngu fyrr, sumarið 1941, þegar helmingi bæjarbúa litháíska smábæjarins Jurbarkas var slátrað í skógunum í kring. Tveir langafar Agnesar voru þar – annar skaut hinn. Þremur kynslóðum síðar hefur Agnes gert helförina að miðpunkti lífs síns og sú þráhyggja leiðir hana á fund ísfirska nýnasistans og menntamannsins Arnórs.
Illska er bók um helförina og bók um ástina, um Ísland og Litháen, um Agnesi sem glatar sjálfri sér á milli þess sem Jón Baldvin viðurkennir sjálfstæði Eystrasaltslandanna og litháískir glæpamenn taka að starfa í Reykjavík, um Agnesi sem veit ekki hvort hún heldur með b-heimsmeisturunum í handbolta eða Bogdan Kowalczyk, um Agnesi sem elskar Ómar sem elskar Agnesi sem elskar Arnór.
Eiríkur Örn Norðdahl er einn framsæknasti höfundur sinnar kynslóðar og hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín, bæði ljóð og skáldsögur.
Illska hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012 og bóksalar kusu hana bestu skáldsögu ársins.

Gatsby
990 kr.Jay Gatsby er ungur New York-búi, sem berst mikið á og lifir yfirborðslegu lífi á uppgangstíma þriðja áratugarins. Í augum sögumannsins, Nicks, er hann leyndardómsfullur, og Nick verður vitni að ástarævintýri hans og frænku sinnar Daisy. Gatsby er hreinlyndur maður og þó um leið spilltur og undir niðri leynast heitar ástríður.
Gatsby (The Great Gatsby) hefur jafnan þótt lýsa vel anda svokallaðs Djasstíma á árunum milli stríða, og hafa verið gerðar vinsælar kvikmyndir eftir sögunni. Höfundurinn, F. Scott Fitzgerald (1896-1940), er einn merkasti rithöfundur Bandaríkjamanna á öldinni, og Gatsby er þekktast verka hans.
Atli Magnússon íslenskaði söguna.

Kantaraborgarsögur
3.990 kr.Kantaraborgarsögur eru eitt af höfuðritum heimsbókmenntanna og langfrægasta verk Geoffrey Chaucers, þjóðskálds Englendinga. Hópur fólks úr öllum stigum ensks þjóðfélags er á leið í pílagrímsferð að gröf dýrlingsins Tómasar frá Beckett í Kantaraborg. Þau gera með sér samkomulag um að keppa í því hver getur sagt bestu söguna og á hver ferðalangur að segja tvær sögur, eina á leiðinni til áfangastaðarins og eina á leiðinni til baka. Chaucer lauk aldrei við að semja allar sögurnar en það sem til er af verkinu er fyrir löngu orðið sígilt og hefur glatt lesendur í gegnum aldirnar.
Í Kantaraborgarsögum birtist heillandi heimur síðmiðalda þar sem ægir saman dyggðum og klúrheitum, hetjuskap og lágum hvötum. Jarðbundið raunsæi og óbrengluð sýn á gangvirki mannfólksins er aðall þessara bráðfyndnu sagna, en á móti leggur höfundur á vogarskálarnar lærdóm sinn og lýsingar á riddaralegri hugprýði.
Geoffrey Chaucer er talinn hafa látist aldamótaárið 1400. Hann er iðulega nefndur faðir enskra þjóðarbókmennta.
Erlingur E. Halldórsson þýddi Kantara- borgarsögur, en hann er einn virtasti þýðandi okkar um þessar mundir og hefur m.a. þýtt klassísk verk eftir François Rabelais, Petróníus og Boccaccio.



Ég skal hjálpa þér: Saga Auriar
1.990 kr.Auri Hinriksson á að baki merkilegan lífsferil en hún er þekktust fyrir að hafa aðstoðað fólk ættleitt frá Srí Lanka að finna líffræðilega foreldra sína og fjölskyldu. Auri er fædd í Colombo á Srí Lanka en flutti fertug til Ísafjarðar með eiginmanni sínum, Þóri Hinrikssyni, og fimm ára syni.
Í þessari áhugaverðu ævisögu, sem rituð er af Herdísi Magneu Hübner, segir Auri frá uppruna sínum, vinnu fyrir stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem leiddi hjónin saman og frá lífi víða um lönd en auk Íslands og Srí Lanka, bjó fjölskyldan um tíma á Indlandi, Barein og í Íran. Saga Auriar er einstök frásögn af kjarkmikilli konu sem lætur ekki brjóta sig niður, heldur rís alltaf upp og blómstrar mitt í mótlætinu.

Fljótt, fljótt sagði fuglinn
990 kr.Þessi bók er veisluborð. Réttirnir eru fjölbreyttir með ólíkindum og fram bornir af einstæðri kunnáttusemi. Lesandanum er boðið í hóf og þarf ekki að gæða sér á öllum réttunum í einu, en finnur hvarvetna „bragð hins göfga óspillta víns“, eins og Sverrir Kristjánsson komst eitt sinn að orði um ritlist Thors Vilhjálmssonar.
Fljótt, fljótt sagði fuglinn færir lesanda heim sanninn um myndvísi Thors, orōkynngi og stílíþrótt. Rætur verksins liggja víða í evrópskri menningu, goðsögum sem samtímalist, en um leið er það merk heimild um umbrotin miklu sem urðu þegar það var ritað, 1968.
Fljótt, fljótt sagði fuglinn, er tímamótaverk í íslenskri bókmenntasögu. Ásamt örfáum verkum öðrum markaði bókin nýjan áfanga í íslenskri sagnagerð, og hefur æ síðan verið lesin og kapprædd af áhugafólki um bókmenntir. Hún hefur verið þýdd á nokkur tungumál, en lengi verið ófáanleg hérlendis.

Náttvíg
1.290 kr.Ástin, dauðinn, hafið: Thor Vilhjálmsson fléttar þessa þræði saman í áhrifamikla sögu úr undirheimum Reykjavíkur, sem lögð er í munn leigubílstjóra. Sagan gerist að mestu á tveimur nóttum. Þá fyrri sýnast viðburðir allir sakleysislegri, en þó geymir nóttin víg; seinni nóttina ryðjast þrír rustar inn í bíl sögumanns og neyða hann í leiðangur – þeir sækja sér skotvopn og fremja svo óhugnanlegt innbrot. Þessi skelfilega för vekur með sögumanni minningar um fortíð hans á sjónum, um ofbeldi, dauða og varnarleysi lífsins. En hann er ekki laus: lögreglan þarf á liðveislu hans að halda við að leita illvirkjana uppi, og sú ferð reynist ekki síður viðburðarík.
Inn í þessa meginsögu fellir Thor margar aðrar úr næturlífi Reykjavíkurborgar, af fortíð persóna en líka af öðru fólki, sumar erótískar, aðrar háðskar, en allar bornar uppi af einstakri frásagnargáfu hans og stílgaldri.


Mistur
1.290 kr.Stórhríð geisar uppi á heiðum á Austurlandi fyrir jólin 1987 þar sem hjón búa á einangruðum bóndabæ. Ókunnugur maður ber óvænt að dyrum á Þorláksmessu og segist hafa villst í fárviðrinu.
Konan á erfitt með að trúa frásögn mannsins og eftir því sem hátíðin nálgast verður andrúmsloftið á þessum afskekkta bæ meira þrúgandi, símasamband rofnar, rafmagnið fer og ekki munu allir lifa heimsóknina af. Lögreglukonan Hulda Hermannsdóttir þarf að kljást við flókið og erfitt mál skömmu eftir að hafa sjálf lent í fjölskylduharmleik sem skilur eftir sár sem aldrei gróa.
Ragnar Jónasson sýnir hér og sannar að hann er í hópi fremstu spennusagnarithöfunda Norðurlanda en útgáfuréttur á bókum hans hefur verið seldur til fjölda landa. Bækurnar hafa hlotið frábæra dóma og víða setið í efstu sætum metsölulista. Unnið er að gerð breskra spennuþátta sem byggjast á bókum Ragnars.

Hvítalogn
1.290 kr.Elín S. Jónsdóttir, frægasti glæpasagnahöfundur þjóðarinnar, er horfin, sjötug að aldri. Verk hennar hafa notið mikillar alþjóðlegrar hylli en undanfarin tíu ár hefur hún haft hægt um sig. Lét hún sig hverfa eins og hún gerði eitt sinn fyrir mörgum áratugum – eða hefur einhver gert henni mein?
Bækur Ragnars Jónassonar hafa selst í milljónum eintaka um allan heim og eru þar tíðir gestir á metsölulistum. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín: Snjóblinda var valinn besta glæpasaga síðustu 50 ára í Frakklandi, Huldu-þríleikur hans var verðlaunaður sem besta glæpasagan í Danmörku 2022 og Dimma var útnefnd besta þýdda glæpasagan á Spáni árið 2023, svo nokkuð sé nefnt. Reykjavík – glæpasaga sem Ragnar skrifaði með Katrínu Jakobsdóttur var mest selda bók ársins 2022 á Íslandi.
Í Hvítalogni sýnir Ragnar enn og aftur að hann er sannkallaður ráðgátumeistari í sögu sem heldur lesandanum föngnum allt til enda.

Það sem sannara reynist
1.990 kr.Eitt síðasta verkefni Svavars Gestssonar á löngum starfsferli var formennska í embættismannanefnd sem samdi um Icesave reikninga í Bretlandi og Hollandi eftir bankahrundið á Íslandi. Þeir samningar voru samþykkir á Alþingi og forseti Íslands undirritaði lögin. Bretar og Hollendingar höfnuðu hins vegar niðurstöðu Alþingis og fyrirvörum sem það hafði sett. Í framhaldi voru gerðir nýir samningar sem samþykktir voru á Alþingi en hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum 2010. Deilur um samningana urðu eldheitar og þar voru stór orð látin falla. Sumt forystufólk á pólitíska sviðinu sá í þeim tækifæri og kynti undir átökin. Í þessari bók rekur Svavar málið eins og það blasti við honum.

Babúska
990 kr.Unglingsstúlka verður fyrir bíl fyrir framan Þjóðleikhúsið og lætur lífið. Eina vitnið að þessum atburði er Svetlana, rússneskur bókmenntafræðingur sem skúrar gólfin í Arnarhvoli. Hún hjólar burt grunlaus um þær skelfingar sem af þessu hljótast. Norður í Urriðavík stendur öll sveitin á öndinni vegna dularfullra morða og reimleika. Birta var fjórtán ára niðursetningur sem hengdi sig úti í fjósi fyrir hundrað árum. Hún gengur nú aftur og er kennt um voðaverkin. Hvernig tengjast þessi mál?
Hallveig Thorlacius leysir gátuna í grípandi og spennandi frásögn sem er ekki laus við gráglettni og þjóðfélagsgagnrýni.

The Book of Fathers
990 kr.12 men – running in direct line from father to eldest son, who in turn becomes a father – are the heroes of this family saga which runs over 300 years’ panorama of Hungarian life and history.



Dagbók bóksala
990 kr.Shaun Bythell er bóksali í Wigtown, fögru sjávarþorpi í Skotlandi. Þar rekur hann stærstu fornbókabúð landsins í eldgömlu húsi þar sem 100.000 bækur þekja alla veggi og fylla öll horn og skot. Paradís bókaormanna? Ja, næstum því …
Bráðfyndin og hrífandi frásögn þar sem brugðið er upp lifandi myndum af sérvitringum og furðufuglum sem eru daglegir gestir í bókabúðinni og skrýtna fólkinu sem vinnur þar, auk þess sem ástarlíf bóksalans kemur við sögu og hin eilífa glíma við að ná endum saman. Fyndin og kaldhæðin frásögnin heldur lesandanum föngnum frá fyrstu blaðsíðu.
Snjólaug Bragadóttir þýddi.
„Hlý, sniður og sprenghlægileg.“ – Daily Mail
„Dásamleg skemmtun.“ – The Observer

Óbærilegur léttleiki tilverunnar
1.290 kr.Hvað gerir maður þegar fallega þjónustustustúlkan á hótelinu úti á landi stendur allt í einu á tröppunum hjá honum í borginni með hafurtask sitt og er bara komin…? Tómas er góður læknir og ennþá betri kvennamaður og ákveður að hleypa hinni ástföngnu Teresu inn í líf sitt. En framhaldið er ekki á hans valdi – þau eru leiksoppar sögunnar, fórnarlömb ytri afla eins og heimaland þeirra, Tékkóslóvakía. Örlög þess í greipum grannans í austri fléttast óviðráðanlega saman við örlög persóna bókarinnar. Samt er þetta engin harmsaga: Óbærilegur léttleiki tilverunnar er full af óvæntri gamansemi og lýsir samhengi stjórnmála, kynlífs og dauða með grátbroslegum hætti. Léttleiki frásagnarinnar og frelsi draumsins verður athvarf mannshugans andspænis óbærilegum lögmálum sögunnar.
Friðrik Rafnsson íslenskaði.

Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans
1.290 kr.Þetta er saga af nokkrum framsæknum nútíma Íslendingum sem lenda í ýmsum ævintýrum en bjargast úr hverjum háska með þjóðlegu hugviti og hreysti.
Langt er síðan Guðbergur Bergsson skipaði sér í röð allra fremstu rithöfunda þjóðarinnar, og verk hans hafa notið mikillar hylli. Þessi bók er nýr sproti á þeim meiði. Persónurnar hafa ekki birst áður í bókum Guðbergs og stíllinn er nýr. Spurning er hvort skáldgáfa hans nýtur sín ekki einmitt best í þeim ærsla- og fjarstæðustíl sem hér er að finna.


Sannstæður
2.990 kr.fyllast enn tungl
og minnka
flughamurinn stagbættur í
gluggasyllunniorkarðu enn að leita
svifmjúkra drauma
svansvængja svartra
úr ljóðiLjóð Geirlaugs Magnússonar lifna af sterkum myndum og sérstæðu tungutaki. Hann er enginn boðandi auðkeyptrar bjartsýni og venjulegra sanninda, en fylgi lesandinn honum á svansvængjum svörtum í ljóðheima, opnast honum víðáttur.


