 
 
 
 
 - Ráðgátan Henri Pick990 kr.- Délphine verður stjarna í franska útgáfuheiminum þegar hún uppgötvar handrit eftir óþekktan höfund, Henri Pick. Bókin verður metsölubók en ekkja höfundar, sem er nýlátinn, kannast ekki við að hann hafi skrifað annað en einstaka innkaupalista í lifanda lífi. Frægur bókmenntagagnrýnandi sem má muna fífil sinn fegurri sér sér leik á borði að fletta ofan af ráðgátunni og komast í kastljósið á ný. - Hugmyndarík og skemmtileg skáldsaga eftir rithöfundinn, kvikmyndagerðarmanninn og tónlistarmanninn David Foenkinos sem er margverðlaunaðaur metsöluhöfundur í Frakklandi. - Þýðandi Yrsa Þórðardóttir. 
 - Högni1.990 kr.- Högni starfar á Framtíðarstofnun við að meta áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi og skipulag Reykjavíkur. Í einkalífinu hefur aftur á móti hallað undan fæti eftir erfiðan skilnað. Hann leitar svölunar í faðmi kvenna á börum bæjarins – og skyndilega er Högni orðinn umdeildasti maður landsins og er knúinn til að horfast í augu við sjálfan sig. - Hárbeitt samtímasaga en um leið bráðfyndinn samfélagsspegill og geymir margslungnar og lifandi persónur.Auður Jónsdóttir er einn vinsælasti rithöfundur landsins og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín. World Literature Today útnefndi bók hennar, Skjálfta, eina af 75 athyglisverðustu þýðingum ársins árið 2022. 
 
 - Málleysingjarnir1.290 kr.- Rúmenía 1989: Mihail er ellefu ára, einrænn rúmenskur piltur sem býr við þröngan kost í Búkarest þegar forsetahjónin eru tekin af lífi í þjóðfélagsbyltingu. Algjör ringulreið ríkir – sem hefur mikil áhrif á fjölskylduna og allt hans umhverfi. - Ísland 2000: Unglingarnir Bergþóra og Finnur eru samrýnd systkini þótt ólík séu, hún luraleg og félagsfælin en hann á hraðri leið ,,í gráðugan faðm vaxandi klámfíknar.“ Heimili þeirra er í upplausn, foreldrarnir á barmi skilnaðar en leita leiða til að láta hlutina ganga upp. - Málleysingjarnir, fyrsta bók Pedros Gunnlaugs Garcia, er óvenjulegt skáldverk í íslenskum bókmenntum og var afar vel tekið þegar hún kom fyrst út árið 2019. Hún kemur hér í nýrri og endurskoðaðri útgáfu. - ,,Skrifað af feikilegu öryggi… Rosalega mögnuð bók.“ 
 Þorgeir Tryggvason, Kiljan- „Einhver áhugaverðasta frumraun íslensks höfundar í langan tíma.“ 
 Þorsteinn Vilhjálmsson, Lestrarklefinn- „Sjónarhorn sem sannarlega eru nýstárleg og forvitnileg … ekki á hverjum degi sem ungur höfundur kemur fram með svo metnaðarfulla fyrstu skáldsögu og með nánast öll eilífðarmálin undir.“ 
 Gauti Kristmannsson, Víðsjá, Rás 1
 
 - Vonum það besta990 kr.- Nýbökuð móðir með barn á brjósti fær furðulegan tölvupóst frá manni sínum: Lykilorðið að tölvunni hans og nánari upplýsingar í skjalinu „Ef ég dey“. En. Vonum það besta! - Stuttu síðar deyr hann. - Sagan segir frá ást sem fæðist, hversdagslífi og skelfilegu áfalli. Ung kona fær það á heilann að hún eigi sök á dauða manns síns, hún hafi farið of geyst, hún stendur frammi fyrir óbærilegri sorg og svo þeirri óhjákvæmilegu staðreynd að lífið heldur áfram. - Þetta er fyrsta skáldsaga Carolinu Setterwall, sem vakti mikla athygli þegar hún kom út í Svíþjóð árið 2018 og er væntanleg í rúmlega 30 löndum. 
 
 - Leiðin út í heim1.290 kr.- Palli vaknar í rúminu sínu. Hann er einn í herberginu og þar er undarlega kyrrt og hljótt. Hann sest upp. Fötin hans liggja snyrtilega samanbrotin á stólkoll við bláan rúmgaflinn. Undan rúminu skaga uppreimaðir skór. Maðurinn veit að hann dreymdi eitthvað en man ekki hvað það var. - Palli er einn í heiminum en þó ekki því hér eru að lágmarki tveir. Heimurinn innra með manneskjunni og heimurinn fyrir utan hana. Falli heimurinn hið ytra snurðulaust saman við innri heim er maðurinn einn í einum heimi. Það er mikil og dapurleg einsemd. Sé munur á heimunum en ekki milligengt er maðurinn í öðrum heimi. - Höfundur bregður á leik með fræga barnabók Jens Sigsgaard um Palla sem var einn í heiminum en veltir um leið upp tilvistarlegum spurningum. - Leiðin út í heim er fimmta skáldsaga Hermanns Stefánssonar rithöfundar sem hlotið hefur verðskuldaða athygli fyrir nýbreytni og frumlega hugsun í skáldskap. Eftir Hermann hafa einnig komið út ljóð, leikrit og skáldfræðilegir textar. 
 
 - DJ Bambi1.990 kr.- Bambi er 61 árs gömul trans kona sem vann áður sem plötusnúður en er í dag sérfræðingur í smæstu byggingareiningum mannslíkamans, frumum. Þetta er saga hennar frá því hún deildi móðurkviði með tvíburabróður sínum og þar til hún fór að taka kvenhormón. Auður Ava heldur hér áfram rannsókn sinni á kynjuðum heimi. 
 
 
 
 
 
 - Stol990 kr.- Stol er áhrifamikil saga um dauðann, tímann og lífið; viðleitnina til að halda í minningarnar og nýta tíma sem er á þrotum. Frásögnin er hjartnæm og grípandi en um leið leikandi létt og fyndin, ekki síst lýsingin á höktandi samskiptum feðganna sem þurfa að takast á við glataðar aðstæður – og kveðjast. - Baddi er ráðvilltur ungur maður sem kemur heim til Íslands til að annast dauðvona föður sinn, Hörð. Heilaæxli hefur rænt hann svo mörgu sem áður var sjálfgefið og hlutverk feðganna hafa snúist við. Saman fara þeir akandi á gömlum jeppa út úr bænum, en ferðin er feigðarflan. Hörður er óðum að tapa dómgreind sinni, minni og máli, og Baddi ræður illa við aðstæðurnar og ábyrgðina á ósjálfbjarga föður sínum. - Björn Halldórsson hefur áður gefið út smásagnasafnið Smáglæpi sem fékk afar góðar viðtökur. Stol er fyrsta skáldsaga hans. 
 - Dyngja1.290 kr.- Hvað leynist bak við bláan einkennisbúning og silkislæðu, sólbrúna húð og rauðlakkaðar neglur? Dauð rödd söguhetjunnar býður þér að kaupa tollfrjálsan varning og þegar þú afþakkar boðið heldur hún áfram ganginn með þennan klunnalega en vellyktandi vagn á undan sér. Hægt í átt að ljósinu og endalokum þeirrar undraverðu sögu sem nefnd hefur verið Dyngja. Hún hófst um miðbik 20. aldar á litlum bæ við rætur Ódáðahrauns og þaðan barst hún lengra inn í landið; frá hálendi Íslands út í geim og að lokum til tunglsins. - Sigrún Pálsdóttir lauk doktorsprófi í sagnfræði frá University of Oxford árið 2001 og hefur frá námslokum unnið við ýmsar rannsóknir og ritstjórn. Fyrri bækur hennar eru Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar (2010), Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga (2013), Kompa (2016) og Delluferðin (2019). Bækurnar hafa verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna, Menningarverðlauna DV og Viðurkenningar Hagþenkis. Delluferðin hlaut Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2021. 
 - Heklugjá – leiðarvísir að eldinum1.290 kr.- Rithöfundur gengur daglega yfir Skólavörðuholtið með hundinn sinn, á leið á Þjóðskjalasafnið þar sem hann les sér til um listamanninn og sérvitringinn Karl Dunganon. Á safninu vinnur stúlka með eldrautt hár og sægræn augu sem vekur ekki minni áhuga en gömul skjöl – en það er mikið verk að kynnast manneskju. - Heklugjá – leiðarvísir að eldinum er ævintýraleg saga um leit að hamingjunni. Leikar berast yfir höf og lönd og aldir; úr djúpi sögunnar birtast sífellt nýjar persónur en í iðrum jarðar kraumar eilífur eldur sem brýst upp með látum. Öskulög hylja eldri öskulög og undir öllu liggja fjársjóðir, sögur, skáldskapur og líf. - Ófeigur Sigurðsson hefur sent frá sér ljóðabækur og skáldsögur sem vakið hafa mikla athygli, meðal annars hlaut Skáldsaga um Jón … Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2011 og metsölubókin Öræfi hreppti Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014. 
 
 
