• Óskar Wilde - Ævisaga
  • Fjallkirkjan

    Fjallkirkjan

    Fjallkirkjan – sagnabálkurinn um Ugga Greipsson – er höfuðverk Gunnars Gunnarssonar og eitt af meistaraverkum norrænna nútímabókmennta. Þýðing Halldórs Laxness birtist upphaflega á íslensku fyrir rúmlega hálfri öld og hefur verið ófáanleg um langt skeið. Gunnar Gunnarsson yngri myndskreytti Fjallkirkjuna, en margar af myndum hans við söguna birtast nú á bók í fyrsta sinn.

    „Hugblærinn er hrifvaldur þessarar bókar frá upphafi til enda. Og þessum blæ, sem sífelt skiftir lit eftir efninu, er í bókinni ætlað hlutverk sem önnur áhrifabrögð gegna í venjulegri sagnagerð, þeirri sem bókvísi mundi kalla sígilda. Þetta hugarástand sem höfundur er í sjálfur, og vekur um leið í hverjum næmum lesanda, ber einkenni þess sem á voru máli mundi vera kent við seið og töfur: „fögur var sú kveðandi að heyra.“

    Hinn einstæði hæfileiki skáldsins til að ljá dauðu sem kviku sinn sérstaka andblæ, mér er nær að segja andrúmsloft, er leyndardómur þessa skáldskapar og um leið svar við því, hverju sæti að slíkur höfundur varð höfuðskáld.“

    Halldór Laxness

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Hvítt haf

    Hvítt haf

    Hvítt haf lýsir á meistaralegan hátt örlagaríkum tíma í sögu Noregs. Bókin er sjálfstætt framhald sögunnar Hin ósýnilegu sem hefur hlotið mikið lof.

    Árið 1944 hafa Þjóðverjar hertekið Noreg. Ingrid snýr aftur til æskustöðva sinna á Barrey sem hefur verið auð og yfirgefin. Hún býr sig undir kulda og einsemd vetrarins því hún þekkir eyjalífið. Fljótlega kemst hún þó að því að hún er ekki ein á eyjunni og á óvæntan hátt kemur ástin inn í líf hennar nokkrar kaldar vetrarvikur.

    Roy Jacobsen hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, meðal annars tvisvar verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Árið 2017 hlaut hann, fyrstur norskra rithöfunda, tilnefningu til alþjóðlegu Man Booker-verðlaunanna fyrir Hin ósýnilegu, en sú bók hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og kom út á íslensku 2019.

    Jón St. Kristjánsson þýddi.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Hin ósýnilegu

    Hin ósýnilegu

    Hin ósýnilegu er sterk og áhrifamikil saga um horfinn veruleika, hugdirfsku og fagra en óblíða náttúru.

    Ingrid elst upp á lítilli eyju við strönd Norður-Noregs snemma á síðustu öld. Heimur hennar er Barrey og fjölskyldan – foreldrar hennar, afi og frænka, litli frændinn, húsdýrin, fuglarnir, fiskarnir, stormar, ís og sjór. Einangruð veröld þar sem gestir gægjast þó af og til inn. Lífsbaráttan er hörð en fólkið á sínar vonir og framtíðardrauma. Faðirinn vill koma upp bryggju til að tengja eyna við umheiminn en náttúruöflin eru á öðru máli. Og svo taka óblíð örlögin í taumana og Ingrid þarf að berjast til að bjarga eynni sem hún hélt að hún gæti yfirgefið.

    Norski rithöfundurinn Roy Jacobsen hefur tvívegis hlotið tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir verk sín. Hin ósýnilegu var tilnefnd til alþjóðlegu Man Bookerverðlaunanna 2017, fyrst norskra bóka, og hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál.

    Jón St. Kristjánsson þýddi.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Rigning í nóvember

    Rigning í nóvember

    Kona fer í ferðalag austur á land eftir að maðurinn hennar yfirgefur hana vegna annarrar konu. Með í för er fimm ára heyrnarlaus sonur vinkonu hennar en tilgangur ferðarinnar er að finna stað fyrir sumarbústað sem hún hefur unnið í happdrætti.

    Síðasta skáldsaga Auðar Övu, Afleggjarinn hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn, meðal annars hlotið ein tólf virt bókmenntaverðlaun í Frakklandi.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Hungurleikarnir

    Hungurleikarnir

    Á rústum staðar sem eitt sinn hét Norður-Ameríka er ríkið Panem; höfuðborgin Kapítól umkringd tólf umdæmum sem hvert hefur sín sérkenni. Á hverju ári skipa yfirvöld í Kapítól umdæmunum að senda einn strák og eina stelpu að keppa á Hungurleikunum. Keppnin er sýnd í beinni útsendingu um allt land og reglurnar eru einfaldar – sá sigrar sem heldur lífi.

    Katniss Everdeen er sextán ára og vekur athygli um allt Panem þegar hún býðst til að taka þátt í Hungurleikunum í stað systur sinnar. Með henni úr Tólfta umdæmi fer bakarasonurinn Peeta. Sjálf á Katniss ekki von á öðru en að hún gangi í opinn dauðann, en sjálfsbjargarviðleitni hennar er meiri en flestra annarra og Peeta leikur leikinn á alveg nýjan máta.

    Hungurleikarnir er fyrsta bók í þríleik eftir Suzanne Collins. Bækurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda undangengin ár, vermt efstu sæti metsölulista og hlotið bestu meðmæli ritdómara. Kvikmynd gerð eftir fyrstu sögunni verður frumsýnd vorið 2012.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Sjáumst í ágúst

    Sjáumst í ágúst

    Anna Magdalena Bach situr ein á hótelbarnum og virðir fyrir sér karlmenn. Hún hefur verið hamingjusamlega gift í 27 ár og átt farsælt líf með manni og börnum í borginni handan við sundið. En þann 16. ágúst ár hvert tekur hún ferjuna út í eyna þar sem móðir hennar er jörðuð og finnur sér elskhuga til einnar nætur. Aðeins einnar nætur.

    Kólumbíumaðurinn Gabriel García Márquez (1927–2014) var um árabil einn virtasti og ástsælasti höfundur heims og hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1982. Sjáumst í ágúst var ófrágengin af hálfu höfundarins þegar hann lést en nú, áratug síðar, var ákveðið að gefa bókina út. Synir hans skrifa stuttan formála og ritstjóri eftirmála þar sem sú ákvörðun er skýrð og rökstudd. Sagan talar sínu máli.

    Jón Hallur Stefánsson þýddi.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Hroki og hleypidómar

    Hroki og hleypidómar

    „Það er kunnara en frá þurfi að segja að piparsvein í góðum efnum hlýtur að vanta eiginkonu,“ segir í frægum upphafsorðum þessarar bókar. Þegar ungur og vel stæður karlmaður flytur í héraðið fara sveitungarnir undir eins að orða hann við stúlku fallegustu heimasætuna í sveitinni. Sú saga hefði fljótlega endað vel ef vinur hans, auðugur piparsveinn úr öðru héraði, hefði ekki farið að skipta sér af þessum ráðagerðum. Í hroka sínum þykir honum stúlkan ekki af nógu góðum ættum fyrir vin sinn og vekur með því heiftarlega hleypidóma systur hennar sem verður honum verðugur andstæðingur.

    Hroki og hleypidómar eftir breska rithöfundinn Jane Austen kom í fyrsta skipti út árið 1813 og er einhver frægasta ástarsaga sem skrifuð hefur verið. Fjörug, ögrandi og fyndin leiðir skáldkonan persónur sínar út á dansgólf sögunnar þar sem þær stíga sín þokkafullu spor, ganga frá einum dansfélaga til annars, hring eftir hring, sem smám saman þrengist utan um söguhetjurnar.

    Silja Aðalsteinsdóttir þýddi söguna og skrifaði eftirmála um Jane Austen og umhverfið sem sagan er sprottin úr.

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • The Ministry Of Time

    The Ministry Of Time

    In the near future, a disaffected civil servant is offered a lucrative job in a mysterious new government ministry gathering ‘expats’ from across history to test the limits of time-travel.

    Her role is to work as a ‘bridge’: living with, assisting and monitoring the expat known as ‘1847’ – Commander Graham Gore. As far as history is concerned, Commander Gore died on Sir John Franklin’s doomed expedition to the Arctic, so he’s a little disoriented to find himself alive and surrounded by outlandish concepts such as ‘washing machine’, ‘Spotify’ and ‘the collapse of the British Empire’. With an appetite for discovery and a seven-a-day cigarette habit, he soon adjusts; and during a long, sultry summer he and his bridge move from awkwardness to genuine friendship, to something more.

    But as the true shape of the project that brought them together begins to emerge, Gore and the bridge are forced to confront their past choices and imagined futures. Can love triumph over the structures and histories that have shaped them? And how do you defy history when history is living in your house?

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Piglet

    Piglet

    loFor Piglet – an unshakable childhood nickname – getting married is her opportunity to reinvent. Together, Kit and Piglet are the picture of domestic bliss – effortless hosts, planning a covetable wedding…

    But if a life looks too good to be true, it probably is.

    Thirteen days before they are due to be married, Kit reveals an awful truth, cracking the façade Piglet has created. It has the power to strip her of the life she has so carefully built, so smugly shared.

    To do something about it would be to self-destruct.

    But what will it cost her to do nothing?

    As the hours count down to their wedding, Piglet is torn between a growing appetite and the desire to follow the recipe, follow the rules. Surely, with her husband, she could be herself again. Wouldn’t it be a waste for everything to curdle now?

    Piglet is a searing, unforgettable and original debut which is taking readers by storm.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Réttarhöldin

    Réttarhöldin

    Réttarhöldin eftir Franz Kafka hafa að geyma eitt frægasta sakamál aldarinnar. Helsta einkenni þess máls er að sakborningnum, bankamanninum Jósef K., er ekki ljóst hvað honum er gefið að sök. Hann leitar sífellt skýringa á því sem er að gerast og það er engu líkara en hann þurfi að elta uppi glæpinn, dómarana og örlög sín.

    Réttarhöldin komu fyrst út árið 1925, að höfundi látnum, og marka tímamót í nútímabókmenntum. Þessi saga er jafn fersk og áleitin nú og þegar hún kom fyrst út fyrir sjötíu árum, því enn getur sérhver lesandi séð sjálfan sig í grátbroslegum samskiptum Jósefs K. við hinn annarlega heim réttvísi og valds.

    Franz Kafka (1883-1924) var þýskumælandi gyðingur, fæddur í Prag, þar sem hann nam lögfræði og starfaði lengstaf á skrifstofu tryggingafyrirtækis, þótt hugurinn væri löngum bundinn ritlistinni. Helstu verk hans, auk Réttarhaldanna, eru Ameríka, Höllin og Hamskiptin.

    Þýðing Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar á Réttarhöldunum kom fyrst út hjá Menningarsjóði árið 1983 en birtist hér í endurskoðaðri gerð, auk þess sem þeir hafa nú þýtt sex kafla sem höfundur lauk ekki við en segja þó sína sögu.

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • The Book of Dust: La Belle Sauvage

    The Book of Dust: La Belle Sauvage

    Malcolm Polstead and his daemon, Asta, are used to overhearing news and the occasional scandal at the inn run by his family. But during a winter of unceasing rain, Malcolm finds a mysterious object—and finds himself in grave danger.

    Inside the object is a cryptic message about something called Dust; and it’s not long before Malcolm is approached by the spy for whom this message was actually intended. When she asks Malcolm to keep his eyes open, he begins to notice suspicious characters everywhere: the explorer Lord Asriel, clearly on the run; enforcement agents from the Magisterium; a gyptian named Coram with warnings just for Malcolm; and a beautiful woman with an evil monkey for a daemon. All are asking about the same thing: a girl—just a baby—named Lyra.

    Lyra is at the center of a storm, and Malcolm will brave any peril, and make shocking sacrifices, to bring her safely through it.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Doris deyr

    Doris deyr

    Með Doris deyr kveður Kristín Eiríksdóttir sér hljóðs á eftirminnilegan hátt og smeygir sér af lipurð milli heims og orða. Hér getur að líta manneskjur í allri sinni fegurð og grimmd sem elska, reiðast, harma og vita að mennskan er ekki einungis brothætt heldur líka ósigrandi!

    Kristín Eiríksdóttir er í hópi okkar athyglisverðustu ungu höfunda. Sögurnar í þessu fyrsta smásagnasafni hennar eru skrifaðar af næmi og ímyndunarafli og eru í senn vægðarlausar og ríkar af samúð.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Þegar sannleikurinn sefur

    Þegar sannleikurinn sefur

    Bergþóra, húsfreyja í Hvömmum, er nýlega orðin ekkja. Eftir rúmlega tuttugu ára hjónaband með mun eldri manni er hún loksins frjáls, stýrir búinu eftir eigin hyggjuviti og nýtur þess að ráða sér sjálf.

    Þegar ung vinnukona finnst látin á lækjarbakka í nágrenni Hvamma áttar Bergþóra sig fljótlega á því að henni hafi verið drekkt. Einhvers staðar leynist morðinginn og brátt berast böndin að mági Bergþóru, stórbokkanum og skaphundinum Þorgeiri Hjálmarssyni. Þegar sýslumaðurinn tekur að yfirheyra vitni og grunaða verður þó fljótlega ljóst að flestir hafa eitthvað að fela – ekki síst Bergþóra sjálf.

    Þegar sannleikurinn sefur er leyndardómsfull glæpasaga þar sem dregin er upp ljóslifandi mynd af samfélagi sem markað er af skelfilegu mannfallinu í Stórubólu, flækjukenndu réttarfari 18. aldar og siðferðisfjötrum Stóradóms. Undir þessum kringumstæðum þarf að leysa morðmál án nokkurra handbærra sönnunargagna en slitinnar kápu og útprjónaðs rósavettlings.

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Travelling Passions: The Hidden Life of Vilhjalmur Stefansson

    Travelling Passions: The Hidden Life of Vilhjalmur Stefansson

    Vilhjalmur Stefansson has long been known for his groundbreaking work as an anthropologist and expert on Arctic peoples. His three expeditions to the Canadian Arctic in the early 1900s, as well as his expertise in northern anthropology, helped create his public image as an heroic, Hemingway-esque figure in the annals of twentieth-century exploration. But the emotional and private life of Stefansson the man have remained hidden, until now.

    New evidence of this other life has recently been discovered: a collection of love letters between Stefansson and his fiance Orpha Cecil Smith were found in a New Hampshire flea market; Stefansson’s field diaries have revealed elegant essays and insightful commentary on Inupiat society; baptismal records have revealed that Stefansson had a son, Alex, with his informant and guide, Fanny Pannigabluk; and through Web searches and a private detective, Palsson found and conducted interviews with the descendents of both Cecil Smith and Alex Stefansson.

    Travelling Passions sheds new light on Stefanssonís life and work, focussing on the tension between his private life and the theories that brought his name to the halls of fame. Palsson draws a clear, vivid, and in many ways unexpected picture of the mythical figure of Stefansson.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Universality (árituð)

    Universality (árituð)

    Árituð af höfundi

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • The Penguin Book of French Verse 4

    The Penguin Book of French Verse 4

    The Penguin Book of French Verse 4
    The Twentieth Century Introduced and edited by Anthony Hartley

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Ferðabíó herra Saitos (notuð)

    Ferðabíó herra Saitos (notuð)

    „Ég var getin á dansgólfi í Buenos Aires árið 1927.“

    Þannig hefst saga Litu sem fæðist og elst upp í nunnuklaustri ásamt kornungri móður sinni sem hefur lítinn áhuga á barnauppeldi en elskar tangó og fallega skó. Líf mæðgnanna tekur óvænta stefnu þegar þær þurfa að flýja heimkynni sín og enda óvænt á afskekktri eyju undan ströndum Kanada þar sem þær fá inni á sjómannaheimilinu Betlehem. Smám saman kynnast þær samfélagi eyjarinnar og þar eignast Lita vinkonu í fyrsta skipti, hina heyrnarlausu Oonu McGregor. En þegar herra Saito mætir til eyjarinnar með ferðabíóið sitt opnast nýr ævintýraheimur fyrir Litu og ekkert verður eins og áður.

    Annette Bjergfeldt hefur hlotið afar góðar viðtökur fyrir Ferðabíó herra Saitos enda er hér á ferð heillandi saga með óvenjulegu sögusviði og eftirminnilegum persónum.

    Jón St. Kristjánsson þýddi.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Diplómati deyr (notuð)

    Diplómati deyr (notuð)

    Hópur kanadískra diplómata verður veðurtepptur í opinberri heimsókn í Vestmannaeyjum, þar á meðal sendiherra Kanada á Íslandi og eiginkona hans. Á meðan óveðrið geisar úti fyrir snæða gestirnir saman hátíðarkvöldverð – en svo hnígur aðstoðarsendiherrann niður fyrir framan viðstadda. Fljótlega kemur í ljós að um morð er að ræða og ýmsir liggja undir grun: athafnamaðurinn sem svífst einskis í samningum, meistarakokkurinn sem reiðir fram dýrindis máltíðir úr nærumhverfinu og dularfulla myndlistarkonan sem er að opna sýningu á byggðasafni bæjarins … svo nokkrir séu nefndir. En sendiherrafrúin er hvergi bangin og ákveður að komast til botns í málinu upp á eigin spýtur.

    Diplómati deyr er fyrsta skáldsaga Elizu Reid, spennandi og listilega fléttuð glæpasaga þar sem leyndarmálin eru afhjúpuð hvert af öðru.

    Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Í túninu heima

    Í túninu heima

    „Oft er ég í draumi aftur staddur í þessu túni bernskunnar, Laxnestúninu, og er nú ekki lengur til,“ segir Halldór Laxness í þessari minningasögu. Reyndar hefst sagan á Laugaveginum, sem enn stendur í blóma. Þar fæddist höfundurinn og þaðan eru hans fyrstu minningar. En Laxnestúnið er ímynd liðins heims, sem að vísu sér hindrunarlaust gegnum aftur í fornöld, aftur fyrir tímann, en er þó fyrst og fremst hinn epíski, íslenzki sveitaheimur 19. aldar, sem ég fyrir mitt leyti þekki bjartastan úr bókum Páls Melsteðs, þó að þær eigi að heita þýðingar og gerast í útlöndum. Á mótum þessa heims og nútímans tekur frásögnin viðmiðanir sínar. Og vel á minnzt: það eru aðrar fráleitari leiðir til nokkurs skilnings á Halldóri yfirleitt en að líta á hann frá þessum vegamótum. Frásögninni lýkur, þegar „strákurinn í Laxnesi“ heldur á stað út í heim til Reykjavíkur að leggja stund á tónlist og myndlist. En áður en þessi umgjörð tíma og landafræði lokast, hefir Halldór farið með oss um allar jarðir í hugmyndaheimi sínum. Auk margra smágjörðra, ógleymanlegra mannlýsinga eru mér af einstökum atriðum hugstæðastar athugasemdir hans um höfunda og bókakost á þessum tíma. Sérstaklega langar mig að taka undir viðurkenningu hans á Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni og lofsyrðum um þýðingarnar gömlu í vestanblöðunum.

    Ef til vill ætti heldur að tala um mismunandi fjarlægðir frá sjónarmiði höfundar en tímatal í sambandi við þessa bók. Á einum stað í bókinni drepur Halldór á það, að öllu máli skipti að vanda smáatriðin í list, hið stóra sjái um sig. Það á við hér. Ég ætla að leyfa mér að bæta því við til athugunar við lestur þessarar bókar, að „réttar“ fjarlægðir séu annað skilyrði vissrar frásagnarlistar og að bókin staðfesti það. En leikur að fjarlægðum er, eins og vér þekkjum, eitt áhrifamikið höfundareinkenni Halldórs Laxness.

    K. K.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Baudelaire

    Baudelaire

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Eldar kvikna

    Eldar kvikna

    Eftir að hafa sigrað í Hungurleikunum og skilað bæði sér og Peeta, félaga sínum úr Tólfta umdæmi, heim í heilu lagi ætti Katniss að vera himinlifandi. Hún flytur inn í Sigurþorp, þarf aldrei framar að óttast hungur og getur aftur farið á veiðar með æskuvininum Gale.

    En ekkert er eins og það á að vera: Gale er gerbreyttur, Peeta snýr við henni baki og vaxandi ólga í Panem veldur áhyggjum. Í sigurvegaraferðinni verða Katniss og Peeta að kæfa allar uppreisnartilraunir í fæðingu – hvort sem þau kæra sig um það eða ekki – annars er miklu meira í húfi en nýfengið ríkidæmi og þægindi.

    Eldar kvikna er önnur bókin í þríleik Suzanne Collins um Hungurleikana sem farið hefur sigurför um heiminn. Hér kemur hún lesendum á óvart hvað eftir annað svo engin leið er að leggja bókina frá sér fyrr en að lestri loknum.

    Guðni Kolbeinsson þýddi.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Göngulag tímans

    Göngulag tímans

    Aðalpersóna þessarar bókar, John Franklin, er söguleg persóna sem á sinni tíð (1786-1847) var frægur sæfari og landkönnuður. Hann dreymir frá blautu barnsbeini um að komast á sjóinn en virðist þó illa til þess fallinn því hann er einkar hægur í tali og hugsun og öllum viðbrögðum og leggur annan mælikvarða á tímann en flestir í kringum hann. John kemst þó í sjóherinn er fram líða stundir, lendir í orustunum við Kaupmannahöfn og Trafalgar og virðir fyrir sér hraða og skelfilega framvindu átakanna með sinni sérstöku hægð. Síðar bíða hans og félaga hans ótrúlegar mannraunir í könnunarleiðöngrum á norðurhveli jarðar.

    Þessi líflega frásögn er öðrum þræði sjóferðasaga og þroskasaga en er ekki síður ógleymanleg athugun á eðli tímans og ægivaldi hraðans. Hún gefur lesandanum hlutdeild í þeirri einstæðu reynslu sem veitist hinum hægláta.

    Sten Nadolny er þýskur höfundur, fæddur árið 1942 og er búsettur í Berlín. Hann hefur skrifað nokkrar skáldsögur en langþekktust þeirra er Göngulag tímans sem þýdd hefur verið á fjölmörg tungumál.

    Arthur Björgvin Bollason þýddi bókina.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Vetrargulrætur

    Vetrargulrætur

    Fimm knýjandi sögur sem fara með lesandann í tímaferðalag frá samtíma aftur á átjándu öld.

    Í úthverfi Reykjavíkur týnir kona barni og glímir við afleiðingar þess; ungur málari grípur til ör-þrifaráða þegar kærasta hans sekkur í þunglyndi; myndlistarkona finnur sína leið þrátt fyrir þöggun; og flóttakona frá Þýskalandi tekst á við sköpunar-kraft sinn í nýju umhverfi. Í fimmtu og síðustu sögunni, um ungling sem á sér einn draum heit-astan, birtist kjarni sagnanna fimm: Þvert á tíma og rúm eiga persónurnar það sameiginlegt að rækta drauma sína og skapa eigið líf.

    990 kr.
    Setja í körfu