

Ef ég væri birkitré
4.590 kr.Hildur Hákonardóttir vefur hér saman persónulegar hugleiðingar, náttúrufræði og listræna sýn á birkið sem hefur mótað íslenskt landslag og menningu allt frá landnámi. Með næmu auga listamannsins og virðingu fyrir náttúrunni leiðir hún lesandann inn í heim þar sem mörk manns og náttúru eru óljós.
Þetta er bók fyrir þá sem þrá að tengjast náttúrunni á nýjan hátt og finna innblástur með því að ímynda sér: Hvað ef ég væri birkitré?

Flóra
5.990 kr.Flóra geymir myndir af flestöllum tegundum íslenskra blómplantna og byrkninga, alls um 460. Hér er megináherslan á að sýna plönturnar sjálfar, fegurð þeirra og sérkenni, fremur en vistfræði, útbreiðslu og flokkunarfræði – því hlutverki gegna fjölmörg önnur verk. Langflestar myndanna eru gerðar eftir lifandi eintökum en annars byggt á bestu heimildum sem völ er á til að gefa sem sannferðugasta mynd af hverri tegund auk þess sem ýmis einkenni eru dregin fram.
Myndir listamannsins Jóns Baldurs Hlíðberg af íslenskri náttúru, dýrum og foldarskarti, eru löngu kunnar hér á landi auk þess að hafa birst víða erlendis og hlotið þar margháttaða viðurkenningu.
Fátt jafnast á við að njóta skrúðs og fjölbreytileika blómanna í náttúrunni sjálfri en þegar því verður ekki við komið er gott að geta notið þeirra í myndasafni eins og því sem hér birtist.

Walden eða lífið í skóginum
5.790 kr.Meistaraverk eins merkasta höfundar og hugsuðar Norður-Ameríku. Þau málefni sem Thoreau voru hugleikin eiga ekki síður við nú á dögum, enda hefur Walden allt frá því verkið kom fyrst út árið 1854 veitt mönnum innblástur og verið uppspretta nýrra hugmynda. Nú í fyrsta sinn á íslensku, þegar 200 ár eru liðin frá fæðingu höfundarins.

Fuglar
5.890 kr.Varúð!
Þetta er ekki góð fuglagreiningarbók. Fuglarnir í henni eru illa teiknaðir og textinn fullur af fordómum og tilgerð. Vert er að hafa það í huga við lesturinn. Hafir þú hins vegar áhuga á krassandi sögum af áhættusækni, skrautfíkn og ástarlífi íslenskra fugla, og hvers kyns sérvisku sem tengist þeim, þá er þetta rétta bókin fyrir þig.
Falleg bók um íslenska fugla fyrir alla fjölskylduna. Spéfuglarnir Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring draga fram helstu sérkenni fuglanna í máli og myndum án þess að taka sig of alvarlega og niðurstað er einstök og óvenjuleg en um leið fræðandi bók um íslenska fugla.


