


Ólyfjan
990 kr.Lífið er bara eitt stórt djók. Nei, svona í alvöru, sagði hann og yggldi sig framan í hana eins og til að segja að þar væri hún ekki undanskilin. Um leið og hann sleppti orðinu hugsaði hann með sér að hann hlyti að vera hálfgerður snillingur fyrir að hafa fundið upp á þvílíkri lífsspeki. Eða átti þetta kannski einungis við hans líf? Að hann væri djókið? Brandari bæjarins.
Ólyfjan er fyrsta skáldsaga Díönu Sjafnar Jóhannsdóttur. Eitruð karlmennska og skáldsagnaformið allt er undir í þessari frumraun höfundar.

Hvíti ásinn
5.890 kr.Það er fátt venjulegt við Iðunni sem býr í felum og lítur ekki út eins og aðrir unglingar. En það er líka fátt venjulegt við hvernig heimurinn er orðinn. Þegar Iðunn flytur á Himinbjörg eftir óvænta atburðarás breytist líf hennar svo um munar. Hún sér í hillingum að fá loks að tilheyra umheiminum en í ljós kemur að ekki er allt sem sýnist í Vígisfirði og líf hennar á eftir að taka allt aðra stefnu en hún heldur.
Hvíti ásinn er fyrsta bók Jóhönnu Sveinsdóttur. Í bókinni fléttast heimur ása og vætta saman við framtíðina á spennandi og ævintýralegan hátt.








