• Missir

    Missir

    Hvert leitar hugurinn þegar komið er á leiðarenda og fátt er framundan nema eilífið sjálf? Til liðinnar tíðar … sem geymir misfagrar minningar.

    Ekkert rífur þögnina nema miskunnarlaust suðið í katlinum, hversdagslegur undirleikur við uppgjör einmana manns við tilveru sína, ástina eða ástleysið sem nær yfir mörk lífs og dauða – og ellina, það hlutskipti sem allra bíður þegar líkaminn hrörnar og þrekið þverr.

    Guðbergur Bergsson veitir hér ögrandi og óvænta sýn inn í þá hversdagsheima sem allir þekkja en hver og einn fetar á sinn einstaka hátt. Missir er saga sem afhjúpar einstaklinginn gagnvart óhjákvæmilegum örlögum sínum.

    Valin besta bók ársins 2010 af gagnrýnendum Morgunblaðsins, Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Árna Matthíassyni: „Guðbergur hefur hér meistaraleg tök á efninu og frásögninni allri. Missir er tvímælalaust eitt af hans áhrifameiri verkum, knappt og meitlað og vekur lesendann til umhugsunar.“

    990 kr.
    Setja í körfu
  • -47% Stúlka með fálka

    Stúlka með fálka

    Stúlka með fálka er sjálfstætt framhald bókanna Stúlku með fingur, Stúlku með maga og Stúlku með höfuð þar sem Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur rekur eigin ættarsögu og ævi. Hér stendur stúlkan á sjötugu og lítur um öxl, sögutíminn frá miðjum níunda tug síðustu aldar til dagsins í dag. Staldrað er við ritverkin og atvik úr einkalífi, ferðalög, vini, fjölskyldu og aðra sem haft hafa áhrif á þennan einstaka höfund.

    Þetta er samtímasaga full af visku og vangaveltum um lífið og tilveruna. Sem fyrr er Þórunn hispurslaus og opinská og hlífir sér hvergi – frásögnin er fyndin og gáskafull en um leið blandin trega og söknuði.

    Þórunn Valdimarsdóttir er einn fjölhæfasti rithöfundur okkar, jafnvíg á skáldskap og fræði og hefur fengist við flestar greinar bókmennta. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín og meðal annars verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

    Original price was: 9.390 kr..Current price is: 4.990 kr..
    Setja í körfu
  • Vertu úlfur

    Vertu úlfur

    „Ég var hamrammur, maður í úlfsham, vargur, útlagi. Kraftar mínir voru kraftar úlfsins… Orðið vargur hefur enda tvöfalda merkingu: Úlfur og guðlaus maður. Eða einfaldlega útlagi. Wargus esto.“

    Þessi bók geymir magnaða frásögn af ferðalagi manns inn í heim stjórnleysis, heim sem sumir þekkja, margir óttast en allir ættu að leitast við að skilja betur. Saga Héðins Unnsteinssonar er öðrum þræði sigursaga en líka saga um baráttu við fordóma, kerfið og jafnvel tungumálið sjálft. Hvað er annars að vera heilbrigður? Hvernig losnar maður við „sjúk-dóm”?

    Vertu úlfur er einlæg, gagnrýnin og hispurslaus frásögn af falli og upprisu manns sem eitt sinn var greindur með geðhvörf.

    Héðinn hefur starfað á sviði geðheilbrigðismála í tvo áratugi, sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, auk þess sem hann hefur kennt, haldið fyrirlestra og skrifað fjölda greina um þessi mál.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Heilræði lásasmiðsins

    Heilræði lásasmiðsins

    „Ég svaf hjá í Central Park.“

    Þannig byrjar Elísabet Jökulsdóttir frásögnina af sambandi sínu við Algea, mann sem hún kynntist á ferðalagi í New York. Þetta er saga tveggja ólíkra einstaklinga sem mætast um stund, reyna að búa saman á Íslandi en hljóta svo að skilja. Hann er bandarískur, hún íslensk; hann er hattagerðarmaður og trommuleikari, hún er skáld; hann er stórborgarbúi, hún er náttúrubarn; hann er svartur og hún hvít.

    Þau eru falleg saman en það er snúið að vera manneskja. Bæði eiga erfitt með að skilja á milli ímyndunar og veruleika. Og ástin opnar líka ýmis herbergi sálarlífsins sem hafa verið lokuð lengi…

    HEILRÆÐI LÁSASMIÐSINS er einstök bók, skrifuð af einlægni og stílsnilld, brennandi löngun til að segja sögu – og ást.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Bernskubók

    Bernskubók

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Sextíu kíló af kjaftshöggum

    Sextíu kíló af kjaftshöggum

    Annað bindið í Sextíu kílóa sögu Hallgríms Helgasonar um síldarævintýrið á Segulfirði og fylgifiska þess.

    Sagan hefst í Segulfirði, árið 1906. Áfram vindur furðuríku ferðalagi Íslendinga út úr myrkum torfgöngum inn í raflýstar stofur. Lesandinn er hrifinn með í dans á síldarpalli, í ólgandi takti sem dunar í huganum að lestri loknum því enn á ný hefur Hallgrími tekist að kveða dýran óð úr örlögum fátæks fólks við ysta haf.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Kafteinn Ofurbrók og stórkarlalætin í Styrmi Stybban
  • Villimaður í París
  • Herörin og fleiri sögur

    Herörin og fleiri sögur

    Dauðvona lögfræðingur snæðir kjötsúpu með fyrrverandi eiginkonu sinni, AA-maður fer til að biðja gamlan bekkjarfélaga fyrirgefningar, húsgagnasmiður býður langveikri dóttur sinni í hvalaskoðun og átök leynifélaganna Rauðu rósarinnar og Svörtu handarinnar ná hámarki í blóðugum bardaga á Skólavörðuholti. Um þetta og margt fleira má lesa í tólf nýjum smásögum eftir Ólaf Gunnarsson. Stíllinn er knappur og oft launfyndinn, sögurnar ýmist bjartar eða dimmar, angurværar eða ærslafullar.

    Ólafur Gunnarsson er einn virtasti höfundur þjóðarinnar. Hann hefur skrifað ljóð, smásögur og barnabækur en er þekktastur fyrir skáldsögur sínar. Ólafur hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Öxina og jörðina árið 2003.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Sveitin í sálinni

    Sveitin í sálinni

    Búskapur í Reykjavík og myndun borgar

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Undir bárujárnsboga

    Undir bárujárnsboga

    Braggalíf í Reykjavík 1940–1970

    9.990 kr.
    Setja í körfu
  • Kantata

    Kantata

    1.290 kr.
    Setja í körfu