
Næturbröltið mikla
3.190 kr.Hvað er á seyði í dýragarðinum? Eitt tunglskinsbjart kvöld þegar Bogi Pétur er við það að festa svefn heyrir hann undarleg hljóð. Dýrin góla og veina, ýlfra og rymja og geta alls ekki sofnað. Broddgölturinn ráðsnjalli telur það ekki eftir sér að finna lausn á öllum því sem heldur vöku fyrir dýrunum. En hvenær í ósköpunum kemst hann sjálfur í rúmmið?

Búningadagurinn mikli
3.190 kr.Hvað eru fílaffi, flóðingói og páfgæs? Það er fallegur sunnudagsmorgunn í dýragarðinum er fjörlegir tónar raska ró Alfreðs og Boga Péturs broddgaltar. Í ljós kemur að dýrin hafa klætt sig í gervi þess dýrs sem þau langar mest til að vera svo að í dýragarðinum er nú full af nýjum og stórfurðulegum dýrum. Félagarnir þurfa nú að gera upp á hvaða dýr leynist bak við búninganna. Hér koma fyrir sömu persónur og í bókinni Tannburstunardagurinn mikli.

Hvernig er koss á litinn?
2.990 kr.Lillaló elskar að mála. Hún málar rauða maríubjöllu, bláan himin og gula banana en koss hefur hún aldei málað. Hvernig er koss á litinn? Með penslum og pappír rannsakar Lillaló málið. Er kossinn rauður eins og tómatsósa, grænn líkt og krókódíll eða bleikur eins og uppáhaldskökurnar hennar?

Lillaló, Leiðist þér?
3.190 kr.Lillaló er orðin stór, svo stór að hún er byrjuð í skóla. Hún veit nákvæmlega hvað hún á að gera alla daga vikunnar nema á sunnudögum. Á sunnudögum er ekkert í dagbókinni, enginn myndlistartími, engin bandíæfing. Engin bókasafnsferð. Aðeins tími til að láta sér leiðast. En hvað getur Lillaló eiginlega gert svo henni leiðist ekki?



Pómeló vex úr grasi
3.390 kr.Pómeló er lítill fíll með óvenjulangan rana sem uppgötvar að hann hefur stækkað. Breytingin færir honum gleði og kraft en vekur líka margar spurningar. Hvað ef hann vex ekki allur jafnt og getur hann orðið of STÓR? Sjálfstætt framhald af bókinni Pómeó líður vel undir biðukollunni.

Pönnukökutertan
3.990 kr.Í dag á Brandur afmæli og af því tilefni ætlar Pétur að baka pönnukökutertu eftir sinni eigin uppskrift. Málin vandast þó er í ljós kemur að hveitið er búið og þegar Pétur ætlar að hjóla út í búð reynist afturdekkið á hjólinu hans sprungið. Vandræðin halda áfram að hrannast upp og það reynir á útsjónarsemi Pétur og hugrekki Brands ef það á að verða nokkur pönnukökuterta í afmælinu. Þessi tímalaus bók eftir verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist er fullkomin fyrir börn og fullorðna til að njóta saman.

Greyið Pétur
3.990 kr.Það er vetur í sænskri sveit. Allt er brúnt, grátt og drungalegt líkt og hugur Pétur. Hann situr sem límdur á bekk í eldhúsinu og starir út um gluggann á eitthvað langt, langt í fjarska. Brandur er aftur á móti kampakátur og vill fá Pétur til að leika við sig en hann þverneitar. Kötturinn gefst ekki upp svo auðveldlega og er staðráðinn í að láta Pétri líða betur þó hann þurfi að beita smá brögðum til að ná sínu fram.

Stund hanans
3.990 kr.Dag einn kemur Pétur heim með pappakassa sem í reynist vera hani. Hænurnar á bænum sjá ekki sólina fyrir honum en Brandur skilur ekkert í öllu fjaðrafokinu enda aldrei, ekki í eitt sekúndubrot, þurft á hana að halda. Lífið á bænum tekur miklum stakkaskiptum. Brandur fær ekki lengur að stríða hænunum og þarf að þola stanslaust hanagal alla daga.
Þessi tímalausa bók eftir verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist er fullkomin fyrir börn og fullorðna til að njóta saman.

Ófriður í grænmetisgarðinum
3.990 kr.Það er fagur vormorgun í friðsælum trjágarði í Svíþjóð og Pétur ætlar að sá fyrir grænmeti og setja niður kartöflur. Kötturinn Brandur er ekki hrifinn af áformunum og vill heldur rækta eitthvað annað. Garðyrkjan gengur þó ekki alveg þrautalaust og það reynir á hugvitsemi Péturs og leikhæfileika Brands. Þessi tímalausa bók eftir sænska verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist, er fullkomin fyrir börn og fullorðna til að njóta saman.

Jólagestir hjá Pétri
4.390 kr.Á litlum bæ í sænskri sveit er runninn upp Þorláksmessudagur og í nógu að snúast. Pétur á eftir að kaupa inn fyrir jólin en fyrst þarf að moka snjó. Síðan á eftir að höggva jólatréð, skúra eldhúsgólfið, baka piparkökur og finna jólaskrautið. En hvaða ansans vandræði eru þetta? Pétur verður fyrir slysi á versta tíma og kötturinn Brandur sér ekki fram á annað en gulrætur, kartöflur og sild í jólamatinn. Allt stefnir í heldur gleðisnauð jól hjá þeim félögum.
