• -31% Móðurást: Sólmánuður

    Móðurást: Sólmánuður

    Ekkert lát er á veðurblíðunni í Bræðratungu síðsumarið 1878 og sólargeislarnir hleypa fjöri í bæði menn og skepnur. Systurnar Oddný og Setselja, önnur nýfermd og hin ófermd, eru óðum að uppgötva sjálfar sig og máta við hlutverkið sem þeim er ætlað. En þegar það hlutverk verður stúlku um megn, er gott að eiga síðbuxur í felum undir steini.

    Einstakir hversdagstöfrar leika um skáldaða frásögn Kristínar Ómarsdóttur af uppvexti langömmu sinnar í Biskupstungum á ofanverðri nítjándu öld. Móðurást: Sólmánuður er þriðja bókin í röðinni, en sú fyrsta, Móðurást: Oddný, hlaut Fjöruverðlaunin og önnur bókin, Móðurást: Draumþing, fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin.

    Original price was: 6.990 kr..Current price is: 4.790 kr..
    Setja í körfu
  • Hirðfíflið

    Hirðfíflið

    Inga Stella elst upp á þriggja kynslóða heimili í Reykjavík. Þegar mamma verður veik eða skrítin töltir hún niður til ömmu og frænku sem hafa endalausan tíma fyrir lítið barn. Þannig varðveitir hún sakleysið þangað til pabbi verður líka skrítinn – og alltaf skrítnari og skrítnari. Það er ekki fyrr en hún er orðin fullorðin sem það rennur upp fyrir henni að lífið hefði orðið miklu betra ef mamma hefði haft kjark til að flýja pabba og taka hana með sér.

    Hirðfíflið tekur á nýstárlegan, hugrakkan og áhrifamikinn hátt á umfjöllunarefnum sem eru í deiglunni, á fíkn og andlegum veikindum foreldra og áhrifunum sem þau hafa á lítið barn.

    Hirðfíflið er þriðja bók Önnu Rögnu Fossberg. Hún sigraði handritakeppni Sparibollans með skáldsögunni Hugfanginn árið 2021. Fyrsta bók hennar Auðna kom út 2018 og hlaut afar góðar viðtökur.

    6.690 kr.
    Setja í körfu
  • -17% Mig langar svo í krakkakjöt

    Mig langar svo í krakkakjöt

    Hvað eiga krókódílamamma og krókódílapabbi að taka til bragðs þegar Grettir litli krókódíll segist ekki vilja borða neitt nema … krakkakjöt? Hæfilega skelfileg og skemmtilega myndskreytt frönsk barnabók sem fullorðnir nenna að lesa aftur og aftur. Og aftur.

    Original price was: 2.990 kr..Current price is: 2.490 kr..
    Setja í körfu
  • Heima

    Heima

    Dóttir hennar er ferðalangur, langt í fjarskanum. Fyrrverandi manni sínum skrifar hún lítil bréf þar sem hún rekur hvernig henni líður. Judith Hermann segir frá konu sem skilur við ýmislegt og þróar með sér mótstöðuafl. Í áhrifamiklu landslagi við ströndina verður hún önnur en áður.

    Gömul veröld glatast og ný verður til.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • söngur tímafuglsins og fleiri ljóð

    söngur tímafuglsins og fleiri ljóð

    Tíminn líður. Fólk lifir. Fólk deyr. Um flest er hægt að deila en ekki þetta. Í þessari marglaga bók fjallar skáldið um tímann og hverfulleika lífsins út frá ólíkum sjónarhornum. Hvað skiptir máli? Til hvers erum við hér? Sem manneskjur, sem skáld, sem lífverur sem ætíð greina til klukkunnar; söng tímafuglsins.

    4.190 kr.
    Setja í körfu
  • -37% Frumbyrjur

    Frumbyrjur

    Það er aðfangadagur og hjónin á Kölduhömrum búa sig undir jólahaldið. Handan áramóta eiga þau von á sínu fyrsta barni og spennan í kviðnum smitar andrúmsloftið. Snjórinn hleðst upp og vegurinn út úr firðinum hefur ekki enn verið ruddur. Þegar kýrin á bænum tekur sótt hrökkva dyr upp á gátt sem ekki verður lokað.

    Frumbyrjur er margbrotin og nístandi saga um hversdagsleg kraftaverk og ástir sem rata ekki svo auðveldlega í orð.

    Original price was: 7.890 kr..Current price is: 4.990 kr..
    Setja í körfu
  • -41% Fröken Dúlla

    Fröken Dúlla

    Hún ólst upp á Akureyri, kaupmannsdóttir af ástríkri og samheldinni fjölskyldu. Um fermingu flutti hún til Reykjavíkur og fór að vinna á skrifstofu, eins og allar ungar stúlkur dreymdi um. Seinna lærði hún hjúkrun, því hún þráði að líkna hinum sjúku og vinna þjóð sinni gagn. Enn síðar gaf hún út tímarit og bjó til minjagripi með þurrkuðum blómum. Meðal ástvina sinna var hún alltaf kölluð Dúlla.

    Í dag er nafn Jóhönnu Knudsen þó einkum þekkt vegna starfa hennar fyrir lögregluna á árum seinni heimsstyrjaldar – jafnvel alræmt. Rannsókn hennar á siðferðisástandinu í Reykjavík hefur verið kölluð umfangsmestu persónunjósnir Íslandssögunnar. Nærgöngular yfirheyrslur hennar yfir stúlkum sem grunaðar voru um samneyti við erlenda hermenn varpa dökkum skugga yfir minningu hennar.

    Þessi bók segir sögu Jóhönnu frá því hún fæddist á Papósi í Lóni árið 1897 og þar til hún lést fyrir aldur fram árið 1950. Hver var Dúlla Knudsen og úr hvaða umhverfi spratt hún? Hvernig varð hún sú manneskja – og sú sögupersóna – sem hún varð?

    Original price was: 8.390 kr..Current price is: 4.990 kr..
    Setja í körfu
  • Four Family Stories

    Four Family Stories

    A celebration of the humble pancake, and its ability to nourish, comfort, and connect us to loved ones. A shorter version was originally published online and in print with The L.A. Times, June 4th, 2025.

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Pancake Cravings

    Pancake Cravings

    A celebration of the humble pancake, and its ability to nourish, comfort, and connect us to loved ones. A shorter version was originally published online and in print with The L.A. Times, June 4th, 2025.

    1.690 kr.
    Setja í körfu
  • Óskar Wilde - Ævisaga
  • Hvítt haf

    Hvítt haf

    Hvítt haf lýsir á meistaralegan hátt örlagaríkum tíma í sögu Noregs. Bókin er sjálfstætt framhald sögunnar Hin ósýnilegu sem hefur hlotið mikið lof.

    Árið 1944 hafa Þjóðverjar hertekið Noreg. Ingrid snýr aftur til æskustöðva sinna á Barrey sem hefur verið auð og yfirgefin. Hún býr sig undir kulda og einsemd vetrarins því hún þekkir eyjalífið. Fljótlega kemst hún þó að því að hún er ekki ein á eyjunni og á óvæntan hátt kemur ástin inn í líf hennar nokkrar kaldar vetrarvikur.

    Roy Jacobsen hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, meðal annars tvisvar verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Árið 2017 hlaut hann, fyrstur norskra rithöfunda, tilnefningu til alþjóðlegu Man Booker-verðlaunanna fyrir Hin ósýnilegu, en sú bók hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og kom út á íslensku 2019.

    Jón St. Kristjánsson þýddi.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Hin ósýnilegu

    Hin ósýnilegu

    Hin ósýnilegu er sterk og áhrifamikil saga um horfinn veruleika, hugdirfsku og fagra en óblíða náttúru.

    Ingrid elst upp á lítilli eyju við strönd Norður-Noregs snemma á síðustu öld. Heimur hennar er Barrey og fjölskyldan – foreldrar hennar, afi og frænka, litli frændinn, húsdýrin, fuglarnir, fiskarnir, stormar, ís og sjór. Einangruð veröld þar sem gestir gægjast þó af og til inn. Lífsbaráttan er hörð en fólkið á sínar vonir og framtíðardrauma. Faðirinn vill koma upp bryggju til að tengja eyna við umheiminn en náttúruöflin eru á öðru máli. Og svo taka óblíð örlögin í taumana og Ingrid þarf að berjast til að bjarga eynni sem hún hélt að hún gæti yfirgefið.

    Norski rithöfundurinn Roy Jacobsen hefur tvívegis hlotið tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir verk sín. Hin ósýnilegu var tilnefnd til alþjóðlegu Man Bookerverðlaunanna 2017, fyrst norskra bóka, og hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál.

    Jón St. Kristjánsson þýddi.

    990 kr.
    Setja í körfu