













Ýmislegt um risafurur og tímann
990 kr.„Amma og afi. Tvö orð sem geta hughreyst mann eins og trúarbrögð, eins og risafura.“
Ég er tíu ára og allt leikur í lyndi. Borgirnar breyta ekki um nöfn meðan ég sef, járntjaldið heldur heiminum saman, ósonlagið kemst aldrei á forsíður blaða. Og nú hafa örlögin úthlutað mér löngu útlensku sumri í húsi afa og ömmu. Ævintýrin suða í loftinu, Tarzan og Léttfeti á næsta leiti. En það er kónguló undir rúminu og einhvers staðar í hverfinu leitar fáklædd kona að lyklinum að hliði himnaríkis.

Hin feiga skepna
1.290 kr.Girnd og dauðleiki eru helstu viðfangsefni þessarar bókar. David Kepesh, andstæðingur hjónabands og talsmaður frjálsra ásta, er á sjötugsaldri þegar hann fellur fyrir 24 ára stúlku af kúbverskum ættum og allt fer á annan endann í lífi hans. Þetta er kröftugt uppgjör við kynlífsdýrkun Vesturlanda, við hömlur og hömluleysi, samkennd og einstaklingshyggju. Philip Roth er almennt viðurkenndur sem einn fremsti núlifandi rithöfundur Bandaríkjanna.
