




Sálin vaknar
1.290 kr.Þegar bókin Sálin vaknar kom út í Bandaríkjunum árið 1899 fékk hún mjög blendnar viðtökur enda var efniviður sögunnar eldfimur; staða og reynsla kvenna í hinu formfasta samfélagi nítjándu aldar.
Söguhetjan, Edna, uppgötvar að tilvistin hefur upp á fleira að bjóða en hefðbundið hjónaband og barnauppeldi. Hún leitar útrásar fyrir tjáningarþörf sína og tilfinningar og hirðir lítt um þær skorður sem henni eru settar sem eiginkonu og móður.
Nú telst Sálin vaknar til sígildra verka bandarískra bókmennta og hefur verið þýdd á fjölda tungumála.
Jón Karl Helgason þýddi og ritaði eftirmála.




Amsterdam
1.290 kr.Tveir af fyrrum elskhugum Mollyar Lane biðu utan bálstofukapellunnar og sneru baki í napran febrúargjóstinn. Allt hafði þegar verið sagt, en þeir sögðu það samt á ný.
Á hrollköldum febrúardegi hittast tveir gamlir félagar, Clive Linley og Vernon Halliday, við útför Mollyar Lane. Clive er mikilsmetið tónskáld en Vernon ritstjóri útbreidds dagblaðs. Dagana eftir útförina þurfa þeir félagar að glíma við vanda sem hvorugur hafði séð fyrir og verða að taka afdrifaríkar, siðferðilegar ákvarðanir. En hvers vegna Amsterdam? Í hvaða hremmingum lenda þeir Clive og Vernon?
Ian McEwan hlaut virtustu bókmenntaverðlaun Breta, Booker-verðlaunin 1998, fyrir þessa bók.
Uggi Jónsson þýddi.



Ýmislegt um risafurur og tímann
990 kr.„Amma og afi. Tvö orð sem geta hughreyst mann eins og trúarbrögð, eins og risafura.“
Ég er tíu ára og allt leikur í lyndi. Borgirnar breyta ekki um nöfn meðan ég sef, járntjaldið heldur heiminum saman, ósonlagið kemst aldrei á forsíður blaða. Og nú hafa örlögin úthlutað mér löngu útlensku sumri í húsi afa og ömmu. Ævintýrin suða í loftinu, Tarzan og Léttfeti á næsta leiti. En það er kónguló undir rúminu og einhvers staðar í hverfinu leitar fáklædd kona að lyklinum að hliði himnaríkis.
