• Hroki og hleypidómar

    Hroki og hleypidómar

    „Það er kunnara en frá þurfi að segja að piparsvein í góðum efnum hlýtur að vanta eiginkonu,“ segir í frægum upphafsorðum þessarar bókar. Þegar ungur og vel stæður karlmaður flytur í héraðið fara sveitungarnir undir eins að orða hann við stúlku fallegustu heimasætuna í sveitinni. Sú saga hefði fljótlega endað vel ef vinur hans, auðugur piparsveinn úr öðru héraði, hefði ekki farið að skipta sér af þessum ráðagerðum. Í hroka sínum þykir honum stúlkan ekki af nógu góðum ættum fyrir vin sinn og vekur með því heiftarlega hleypidóma systur hennar sem verður honum verðugur andstæðingur.

    Hroki og hleypidómar eftir breska rithöfundinn Jane Austen kom í fyrsta skipti út árið 1813 og er einhver frægasta ástarsaga sem skrifuð hefur verið. Fjörug, ögrandi og fyndin leiðir skáldkonan persónur sínar út á dansgólf sögunnar þar sem þær stíga sín þokkafullu spor, ganga frá einum dansfélaga til annars, hring eftir hring, sem smám saman þrengist utan um söguhetjurnar.

    Silja Aðalsteinsdóttir þýddi söguna og skrifaði eftirmála um Jane Austen og umhverfið sem sagan er sprottin úr.

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Réttarhöldin

    Réttarhöldin

    Réttarhöldin eftir Franz Kafka hafa að geyma eitt frægasta sakamál aldarinnar. Helsta einkenni þess máls er að sakborningnum, bankamanninum Jósef K., er ekki ljóst hvað honum er gefið að sök. Hann leitar sífellt skýringa á því sem er að gerast og það er engu líkara en hann þurfi að elta uppi glæpinn, dómarana og örlög sín.

    Réttarhöldin komu fyrst út árið 1925, að höfundi látnum, og marka tímamót í nútímabókmenntum. Þessi saga er jafn fersk og áleitin nú og þegar hún kom fyrst út fyrir sjötíu árum, því enn getur sérhver lesandi séð sjálfan sig í grátbroslegum samskiptum Jósefs K. við hinn annarlega heim réttvísi og valds.

    Franz Kafka (1883-1924) var þýskumælandi gyðingur, fæddur í Prag, þar sem hann nam lögfræði og starfaði lengstaf á skrifstofu tryggingafyrirtækis, þótt hugurinn væri löngum bundinn ritlistinni. Helstu verk hans, auk Réttarhaldanna, eru Ameríka, Höllin og Hamskiptin.

    Þýðing Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar á Réttarhöldunum kom fyrst út hjá Menningarsjóði árið 1983 en birtist hér í endurskoðaðri gerð, auk þess sem þeir hafa nú þýtt sex kafla sem höfundur lauk ekki við en segja þó sína sögu.

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Göngulag tímans

    Göngulag tímans

    Aðalpersóna þessarar bókar, John Franklin, er söguleg persóna sem á sinni tíð (1786-1847) var frægur sæfari og landkönnuður. Hann dreymir frá blautu barnsbeini um að komast á sjóinn en virðist þó illa til þess fallinn því hann er einkar hægur í tali og hugsun og öllum viðbrögðum og leggur annan mælikvarða á tímann en flestir í kringum hann. John kemst þó í sjóherinn er fram líða stundir, lendir í orustunum við Kaupmannahöfn og Trafalgar og virðir fyrir sér hraða og skelfilega framvindu átakanna með sinni sérstöku hægð. Síðar bíða hans og félaga hans ótrúlegar mannraunir í könnunarleiðöngrum á norðurhveli jarðar.

    Þessi líflega frásögn er öðrum þræði sjóferðasaga og þroskasaga en er ekki síður ógleymanleg athugun á eðli tímans og ægivaldi hraðans. Hún gefur lesandanum hlutdeild í þeirri einstæðu reynslu sem veitist hinum hægláta.

    Sten Nadolny er þýskur höfundur, fæddur árið 1942 og er búsettur í Berlín. Hann hefur skrifað nokkrar skáldsögur en langþekktust þeirra er Göngulag tímans sem þýdd hefur verið á fjölmörg tungumál.

    Arthur Björgvin Bollason þýddi bókina.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Meistari Jim

    Meistari Jim

    Hann var kallaður Tuan Jim, Meistari Jim, en þá nafnbót fékk hann ekki fyrr en hann var sestur að á afskekktri eyju í Austur-Indíum. Þar var hann dáður sem friðflytjandi og réttlátur stjórnandi hinna innfæddu, en saga hans fólst ekki í þessum afrekum: hún bjó í mistökum hans, í því að hafa brugðist á hættustund. Eins og þúsundir annarra ungra manna í Evrópu hafði Jim orðið sjómaður í kaupskipaflota nýlenduveldanna, knúinn áfram af hugsýn um mikil ævintýri og stórkostlegar hetjudáðir, en þegar á hólminn kom brást hann og upp frá því var ævi hans einn samfelldur flótti undan lydduorðinu sem af honum fór.

    Joseph Conrad (1857-1924) hét upphaflega Jozef Teodor Konrad Korzeniowski, sonur pólskra landeigenda sem rússnesk yfirvöld sendu í útlegð til afskekkts bæjar þar sem foreldrar hans létust meðan hann var barn að aldri. Sautján ára fór hann á sjóinn og í nærri tvo áratugi sigldi hann um öll heimsins höf. Hann varð breskur ríkisborgari og hóf að skrifa sögur á ensku sem flestar byggjast á reynslu hans af sjómennsku og nýlenduásælni Evrópumanna, sögur sem einkennast af orðkynngi og frumlegri sögutækni.

    Atli Magnússon þýddi.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Satýrikon

    Satýrikon

    Satýrikon af mörgum talin fyrsta skáldsaga heimsins, rituð á latínu á árunum 50-60 e.Kr. Talið er að Gajus (Títus) Petróníus, einn af hirðmönnum Nerós keisara, hafi ritað söguna sem nú er varðveitt í brotum. Alvara og gamansemi togast á í litríkum og ísmeygilegum lýsingum á háum og lágum í þessu meistaralega bókmenntaverki.

    Sagan segir frá flakki félaganna Enkolpíusar og Askýltosar um íburðarmikla veislusali og aumustu hreysi Rómverja. Hún er heillandi vitnisburður um hinn forna rómverska heim, um ástríður og afbrýði, græðgi og grimmd, spillingu og göfgi.

    Satýrikon hefur vakið ýmsum miklum listamönnum innblástur og nægir þar að nefna samnefnda kvikmynd Federicos Fellinis og skáldverkið Petrolio eftir Pier Paolo Pasolini.

    Satýrikon birtist hér í þýðingu Erlings E. Halldórssonar sem einnig ritar eftirmála. Margir minnast snilldarþýðingar hans á skáldverkinu Gargantúi og Pantagrúll eftir François Rabelais, en fyrir þá þýðingu hlaut Erlingur verðlaun frönsku akademíunnar, Le Grand Prix de l’Académie Française.

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Utz

    Utz

    Kaspar Utz á óviðjafnanlegt safn af Meissenpostulíni, matarílát og skrautmuni, sem honum hefur tekist að varðveita á tímum margvíslegra ógna. Hann er aðalsmaður af gamla skólanum, sem býr með postulínssafni sínu og þjónustustúlku í tveggja herbergja íbúð sinni í Prag. Sögumaður kemur á fund hans og verður margs vísari um merkileg örlög á umbrotatímum.

    Bruce Chatwin lýsir hér sálarlífi ástríðusafnarans og afdrifum gamals og sérkennilegs menningararfs í stalínisma eftirstríðsáranna. Þar spinnist inn sögur um evrópskan aðal, um gyðinga og skriffinna kommúnismans. Chatwin er næmur höfundur, og hann hefur óvenjulega og auðuga kímnigáfu.

    Unnur Jökulsdóttir og Þorbjörn Magnússon þýddu.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Heimur feigrar stéttar

    Heimur feigrar stéttar

    Sögusviðið er Suður-Afríka í ólgu sjötta og sjöunda áratugarins. Söguna segir Liz Van Den Sandt, hvít millistéttarkona. Fyrrum eiginmaður hennar, vanmáttugur og ráðvilltur uppreisnarmaður, hefur fyrirfarið sér. Liz verður hugsað til lífs þeirra saman og baráttu gegn aðskilnaðarstefnunni.

    Hvernig er að vera hvít kona í Suður-Afríku á umbrotatímum sem ekki sér fyrir endann á? Er nóg að vilja vel? Er hægt að leiða kúgunina hjá sér? Verður sá sem tekur afstöðu einnig að hafa kjark til að gera eitthvað í málunum?

    Þessi bók kemur við kvikuna í hinu margklofna þjóðfélagi Suður-Afríku frá sjónarmiði þess hluta hvíta forréttindahópsins sem finnur að samviskan er svört.

    Ólöf Eldjárn þýddi.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Óbærilegur léttleiki tilverunnar

    Óbærilegur léttleiki tilverunnar

    Hvað gerir maður þegar fallega þjónustustustúlkan á hótelinu úti á landi stendur allt í einu á tröppunum hjá honum í borginni með hafurtask sitt og er bara komin…? Tómas er góður læknir og ennþá betri kvennamaður og ákveður að hleypa hinni ástföngnu Teresu inn í líf sitt. En framhaldið er ekki á hans valdi – þau eru leiksoppar sögunnar, fórnarlömb ytri afla eins og heimaland þeirra, Tékkóslóvakía. Örlög þess í greipum grannans í austri fléttast óviðráðanlega saman við örlög persóna bókarinnar. Samt er þetta engin harmsaga: Óbærilegur léttleiki tilverunnar er full af óvæntri gamansemi og lýsir samhengi stjórnmála, kynlífs og dauða með grátbroslegum hætti. Léttleiki frásagnarinnar og frelsi draumsins verður athvarf mannshugans andspænis óbærilegum lögmálum sögunnar.

    Friðrik Rafnsson íslenskaði.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Óbærilegur léttleiki tilverunnar
  • Memed mjói: saga um uppreisn og ást
  • Bókin um hlátur og gleymsku
  • Ástin á tímum kólerunnar
  • Hlálegar ástir

    Hlálegar ástir

    Hvað gerist þegar fólk tekur sér ný gervi í stundarléttúð og leikur annarleg hlutverk í kynlífsleiknum án þess að hugsa það til enda eða gera sér grein fyrir afleiðingunum? Eða þegar karlmaður gerir sér upp trúarhita til að vinna hug og hjarta konu? Eða þegar listasögukennari kemur sér ekki að því að gefa umsögn um akvonda grein um myndlist?

    Milan Kundera fer á kostum í þessum sjö smásögum og skoðar margar viðkvæmustu hliðar mannlífsins í spéspegli, en meðal viðfangsefna hans eru ást og kynlíf, sýnd og reynd, einstaklingsbundinn húmor í húmorslausu samfélagi og sjálfsvirðing einstaklingsins.

    Smásögurnar komu fyrst út í Prag árið 1968 og gerast allar á sjöunda áratugnum, því skeiði sem nefnt hefur verið Vorið í Prag, skeiði frelsis og léttlyndis sem lauk snarlega þegar Rússar gerðu innrás í Prag, skömmu eftir að þessi bók kom út. En svo djúpt skyggnist Kundera í mannlegt hlutskipti að sögurnar gætu sem hægast gerst í nútímanum.

    Auk Óbærilegs léttleika tilverunnar er Hlálegar ástir sú bók Kundera sem mestra vinsælda hefur notið víða um heim.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Austurlenskar sögur
  • Hús andanna

    Hús andanna

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Möltufálkinn

    Möltufálkinn

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Ástkona franska lautinantsins
  • Eva Luna

    Eva Luna

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Ást og skuggar

    Ást og skuggar

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Saga af sæháki
  • Kynjaber

    Kynjaber

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Með hægð

    Með hægð

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Skot

    Skot

    Ung íslensk kona, Margrét, er að vinna um nokkurra mánaða skeið í Rotterdam í Hollandi. Dag nokkurn hittir hún Arno, austrænan og heillandi karlmann, og fellur samstundis kylliflöt fyrir honum. En kynni þeirra verða endaslepp, því örfáum klukkustundum eftir fyrsta og síðasta ástarfund þeirra er hann skotinn á færi úti á götu.

    Unga konan stendur ein eftir með barn Arnos undir belti og hugann fullan af spurningum. Hver skaut Arno? Hvers vegna? Hver var hann, þessi yndislegi maður? Með dyggri aðstoð kynjafuglsins og ættarfylgjunnar Bokka hefst hún handa við að raða saman brotum héðan og þaðan og kemst að niðurstöðu sem hana óraði ekki fyrir.

    Þetta er spennandi og listavel skrifuð saga eftir höfund skáldsögunnar Borg sem kom út fyrir nokkrum árum og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Lesarinn

    Lesarinn

    1.290 kr.
    Setja í körfu