• Þyngsta frumefnið

    Þyngsta frumefnið

    Einn ástsælasti höfundur þjóðarinnar, Jón Kalman Stefánsson, sendir frá sér sína fimmtu ljóðabók. Umfjöllunarefnin eru víðfem: Vísindi og hið guðdómlega, ferðalög og hið djöfullega, samtíminn og sorgin; sem er þyngsta frumefnið ásamt söknuðinum.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Your Absence is Darkness

    Your Absence is Darkness

    When a local woman offers to reunite him with her sister, he realises he’s lost not only his bearings, but his memory as well: he doesn’t recognise either woman, and as their stories unfold, he is plunged into a history spanning centuries and lives: a city girl drawn to the fjords by the memory of a blue-eyed gaze; a farmer’s wife whose essay on the humble earthworm changes the course of lives; a pastor who writes to dead poets and falls in love with a stranger; a musician plagued by cosmic loneliness, who discovers that his life has been a lie; and an alcoholic transfixed by the night sky.

    Faced with the violence of destiny and the effects of choices, made and avoided, that cascade between lives, each discovers the cost of following the magnetic needle of the heart. An incandescent, audacious novel about the misfortune of mortality and the strange salve of time, Your Absence is Darkness is a spellbinding story of death, desire and the perfect agony of star-crossed love.

    Translated from the Icelandic by Philip Roughton

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • Himintungl yfir heimsins ystu brún (kilja)

    Himintungl yfir heimsins ystu brún (kilja)

    Hvort er mikilvægara, að segja sannleikann eða vernda þá sem maður elskar? Árið er 1615, og veröldin er gengin úr lagi, því jörðin er ekki lengur miðdepill alheimsins. Presturinn Pétur á Meyjarhóli skrifar bréf – eða skýrslu, jafnvel ákæruskjal – til að henda reiður á atburðum sem hafa skekið sveitina á Brúnasandi og kippt stoðum undan tilveru hans og ástvina hans.

    Himintungl yfir heimsins ystu brún er saga sem talar til samtímans aftan úr öldum, um ástina, mennskuna og ábyrgðina sem við berum hvert á öðru. Hún dregur upp ljóslifandi mynd af opinni, forvitinni og ástríðufullri öld, þar sem ný vísindi takast á við trúna, og penninn er beittari en sverðið.

    Jón Kalman Stefánsson er fæddur árið 1963. Himintungl yfir heimsins ystu brún er hans fimmtánda skáldsaga. Fjarvera þín er myrkur (2020) hlaut virt frönsk verðlaun LePoint og France Inter sem besta þýdda skáldsagan vorið 2022. Jón Kalman hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2005 fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin.

    Bækur hans hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Harmur englanna

    Harmur englanna

    Tíminn er stundum bölvað kvikindi, færir okkur allt til þess eins að taka það burt aftur. Það eru þrjár vikur síðan strákurinn kom í Plássið með stórhættulegan skáldskap á bakinu og vegalengdin milli Bárðar og lífsins eykst miskunnarlaust með hverjum degi.

    Jens landpóstur er kominn í Plássið, rétt slapp undan norðanvindinum þótt komið væri vor. Saman fara þeir strákurinn yfir að Vetrarströndinni, það eru apríllok og snjókoman tengir saman himin og jörð, þurrkar út áttirnar og landslagið. Hafi djöfullinn skapað eitthvað í þessum heimi, fyrir utan peningana, þá er það skafrenningur uppi á fjöllum.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Hjarta mannsins
  • The Sorrow of Angels
  • The Heart of Man

    The Heart of Man

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Fish Have No Feet
  • About the Size of the Universe
  • Snarkið í stjörnunum

    Snarkið í stjörnunum

    „Tilvera mín er sprottin af einni setningu; sjö orðum sögðum í eldhúsi í Skaftahlíð snemma morguns í janúarmánuði árið 1959. Ungur maður hafði komið upp úr kjallaraíbúð og stefndi niður að horni Skaftahlíðar og Lönguhlíðar. Hann gekk framhjá litlu fjölbýlishúsi, amma mín horfði út um eldhúsglugga á annarri hæðinni og muldraði setninguna sem allt hvílir á: Stakkels manden, hvorfor er honum svo kalt?“ Snarkið í stjörnunum er ættarsaga sem hverfist um hugarheim móðurlauss sjö ára drengs í Reykjavík í kringum 1970.

    Snarkið í stjörnunum er fimmta skáldsaga höfundar og kom fyrst út árið 2003. Jón Kalman hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin og tilnefningu til sömu verðlauna fyrir Sögu Ástu árið 2017. Skáldasaga hans Fjarvera þín er myrkur (2020) hlaut virt frönsk verðlaun Le Point og France Inter sem besta þýdda skáldsagan vorið 2022, en bækur hans eru þýddar á fjölmörg tungumál.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Himintungl yfir heimsins ystu brún
  • Summer Light & Then Comes the Night
  • Heaven and Hell

    Heaven and Hell

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Hjarta mannsins

    Hjarta mannsins

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Fjarvera þín er myrkur

    Fjarvera þín er myrkur

    Er það ábyrgð eða hugleysi að sætta sig við örlög sín? Hér tvinnast saman yfir staði og tíma, frá Hólmavík suður eftir Evrópu, kynslóð fram af kynslóð, líf sem kannski eru jafn tíðindalítil og girðingarstaurar en halda þó öllu uppi. Kornabarn sem rétt er yfir eldhúsborð, löngu dáið þýskt skáld, trillusjómaður sem er sérfræðingur í Kierkegaard, döpur rokkstjarna, stúdína úr MR, dánir hvolpar og hver er þessi prestlærði rútubílstjóri? Sum bros geta breytt heimum og sum líf kvikna eingöngu vegna þess að heimar gengu úr skorðum. Þetta er saga mennsku og breyskleika og hinnar óseðjandi gleymsku.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Harmur englanna

    Harmur englanna

    Tíminn er stundum bölvað kvikindi, færir okkur allt til þess eins að taka það burt aftur. Það eru þrjár vikur síðan strákurinn kom í Plássið með stórhættulegan skáldskap á bakinu og vegalengdin milli Bárðar og lífsins eykst miskunnarlaust með hverjum degi. Jens landpóstur er kominn í Plássið, rétt slapp undan norðanvindinum þótt komið væri vor. Saman fara þeir strákurinn yfir að Vetrarströndinni, það eru apríllok og snjókoman tengir saman himin og jörð, þurrkar út áttirnar og landslagið. Hafi djöfullinn skapað eitthvað í þessum heimi, fyrir utan peningana, þá er það skafrenningur uppi á fjöllu

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Fiskarnir hafa enga fætur

    Fiskarnir hafa enga fætur

    Þetta er sviðið: Austfirsk fjöll og Keflavík sem kölluð hefur verið svartasti staður landsins.

    Hér er sögð saga ættar allt frá byrjun tuttugustu aldar og fram til okkar daga. Sagan teygir sig frá Norðfirði til Keflavíkur, hún nær yfir allt landið, yfir fjöllin sem eru fornar rósir færðar guðum og hraunið sem lítur stundum út eins og blótsyrði djöfulsins.

    Þetta er saga fólks sem elskar og þjáist, sem leitar og flýr, saga um sársauka og söknuð, ofbeldi og kvótalaust haf. Saga um Kanaskip, Bítlana og Pink Floyd, um bjarta og dimma daga á Norðfirði þar sem kona breytist í lifandi múmíu.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Guli kafbáturinn

    Guli kafbáturinn

    Rithöfundur á miðjum aldri hefur komið sér fyrir í almenningsgarði í London. Hann á brýnt erindi við Paul McCartney, sem situr þar undir tré, en fortíðin truflar hann í sífellu og sækir að honum í líki gamals Trabants með rauðu þaki. Í bílnum sitja faðir hans, Guð með vodkaflöskuna, og Johnny Cash með gítarinn í aftursætinu, og fleiri bætast í hópinn; Sesselja gamla og Guðmundur á fjórðu hæðinni, Jesús og mamma hans, heill kirkjugarður af dánu fólki, Benjamín ökukennari og Örn Örlygsson, sem grefur upp 5000 ára gömul ljóð á súmerskum leirtöflum. Þetta er skáldsaga um listina, dauðann og þó miklu frekar um lífið, undursamlegan lækningamátt ímyndunaraflsins og Bítlana.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Himnaríki og helvíti

    Himnaríki og helvíti

    Sagan gerist fyrir meira en hundrað árum, fyrir vestan, inni í firði, á milli hárra fjalla, eiginlega á botni heimsins, þar sem sjórinn verður stundum svo gæfur að það er hægt að fara niður í fjöru til að strjúka honum.

    Strákurinn og Bárður róa um nótt á sexæringi út á víðáttur Djúpsins að leggja lóðir. Þar bíða þeir fram á brothættan morgun eftir fiskinum sem hefur synt óbreyttur um hafið í 120 milljón ár. Þótt peysurnar séu vel þæfðar smýgur heimskautavindur auðveldlega í gegn. Það er stutt á milli lífs og dauða, eiginlega bara ein flík, einn stakkur.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Saga Ástu

    Saga Ástu

    Þetta er saga Ástu.

    Foreldrar hennar völdu nafnið meðan hún var enn í móðurkviði. Nú liggur Sigvaldi faðir hennar á steyptri stétt – af hverju liggur hann þar?

    Lenti hann á fylliríi?

    Saga fjölskyldunnar rennur um huga Sigvalda. Ást í ólíkum myndum, íslensk sveit, skáldskapur og menntunarþrá, börnin sem fólk fær að hafa hjá sér og þau sem aðrir ala upp.

    Þetta er saga Ástu. Öll fæðumst við nafnlaus en erum mjög fljótlega nefnd svo það verði ögn erfiðara fyrir dauðann að sækja okkur.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Birtan á fjöllunum

    Birtan á fjöllunum

    „Stundum er eins og allt það liðna verði að ljóði. Eins og minningarnar séu í ljóðum þar til reynt er að koma þeim í orð: þá breytast þær í sögu.“

    Birtan á fjöllunum er bráðfyndin og listilega skrifuð saga, um sérkennilegt sambýli nokkura sveitunga í dal vestur á landi. Jón Kalman skrifar um kunnuglegar persónur, sem skáldskapurinn gæðir sínum sérstaka ljóma. Textinn er ljóðrænn og skemmtilegur og einlægni Jóns Kalmans gerir sögur hans einstaklega heillandi.

    Skurðir í rigningunni , Sumarið bakvið brekkuna og Birtan á fjöllunum mynda þríleik sagna sem gerast í sama dalnum.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Sumarið bakvið Brekkuna

    Sumarið bakvið Brekkuna

    „Maður verður að beygja af þjóðveginum. Ekki æða áfram eftir malbikuðum leiðum, heldur beygja…“

    Þannig hefst saga Jóns Kalmans Stefánssonar. Jón Kalman skrifar um hið hversdagslega líf á töfrandi hátt. Hér er ekki fjallað um hversdagsmanneskjur eða fólk í alfaraleið, heldur stórbrotna einstaklinga sem láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Sagan er dramatísk og þó er írónían aldrei langt undan.

    Sumarið bakvið brekkuna er miðhlutinn í þríleik sagna sem gerast í söu sveitinni; fyrst er Skurðir í rigningunni og síðust Birtan á fjöllunum.

    Jón Kalman Stefánsson var tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir þessa bók.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Ýmislegt um risafurur og tímann

    Ýmislegt um risafurur og tímann

    „Amma og afi. Tvö orð sem geta hughreyst mann eins og trúarbrögð, eins og risafura.“

    Ég er tíu ára og allt leikur í lyndi. Borgirnar breyta ekki um nöfn meðan ég sef, járntjaldið heldur heiminum saman, ósonlagið kemst aldrei á forsíður blaða. Og nú hafa örlögin úthlutað mér löngu útlensku sumri í húsi afa og ömmu. Ævintýrin suða í loftinu, Tarzan og Léttfeti á næsta leiti. En það er kónguló undir rúminu og einhvers staðar í hverfinu leitar fáklædd kona að lyklinum að hliði himnaríkis.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Eitthvað á stærð við alheiminn

    Eitthvað á stærð við alheiminn

    Tíminn líður ekki í eilífðinni, þar verður tillitslaust afl hans að engu. Hér lýkur ættarsögunni sem hefst í bókinni Fiskarnir hafa enga fætur (2013) og teygir sig frá Norðfirði forðum til Keflavíkur dagsins í dag, með viðkomu á Miðnesheiðinni.

    Hér er sagt frá ástinni, sem er í senn fórn og jafnvægislist, frá lífi og dauða, krepptum hnefa, Elvis Presley sem kann að opna hjörtun og stjörnum himinsins sem hverja í eldi sólarinnar.

    1.290 kr.
    Setja í körfu