
Ljóðasafn III – Gyrðir Elíasson
7.390 kr.Þrjár einstakar ljóðabækur sem hafa verið ófáanlegar um langt árabil: Indíánasumar (1996), Hugarfjallið (1999) og Tvífundnaland (2003). Það er mikill fengur að þessari nýju útgáfu sem er hluti af heildarsafni verka skáldsins. Ómissandi í safn allra bókaunnenda.

Smásögur I – 1988-1993
4.890 kr.Þrjú fyrstu smásagnasöfn höfundarins samankomin, 49 sögur alls og sumar þeirra löngu orðnar klassík í íslenskum bókmenntum. Bréfbátarigningin (1988), Heykvísl og gúmmískór (1991) og Tregahornið (1993). Hluti af nýrri og vandaðri heildarútgáfu verka skáldsins sem allir bókaunnendur þurfa að eignast.

Sorgarmarsinn
4.890 kr.Hér segir af manni sem öðrum þræði fæst við textagerð en hallar sér þó aðallega að tónlistinni og hefur fundið sér athvarf í litlu þorpi á Austfjörðum. Táknræn og sérstæð frásögn af sköpun, orðleysi og einskonar pattstöðu í flóknu samspili lífs og listar. Þessi nýja útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis Elíassonar.
Lokahluti þríleiksins sem hófst með Sandárbókinni og var síðan fram haldið í Suðurglugganum, en allar fjalla sögurnar um líf og störf listamanna.

Gangandi íkorni
9.990 kr.Draumsólir vekja mig á þeim orðum hefst fyrsta skáldsaga Gyrðis Elíassonar. Svið hennar og persónur virðast í fyrstu hefðbundin: ungur drengur í afskekktri sveit hjá öldruðum hjónum, kaupstaðarferð, læknisvitjun, búverk. En lesandi finnur brátt einkennilega fjarlægð í þessu nána sambýli, eitthvað órætt bærist með drengnum. Dag einn sest hann við vaxdúklagt borðið og tekur að festa sýnir á brúnan maskínupappír: „Fyrst teikna ég flugvél og hákarl lónandi í gruggugu hafi undir. Síðan færi ég mig til á blaðinu. Ég leggst þungt á tréblýantinn og vanda mig. Allt í einu er orðinn til strákofi með garðskækli við, lítil lognvær tjörn, og íkorni.“ Fyrr en varir er lesandinn horfinn með íkornanum inn í óhugnanlegan heim. Uns draumsólir vekja hann . . .
Gyrðir Elíasson hefur áður sent frá sér fimm ljóðabækur og unnið sér sess sem eitt hugmyndaríkasta ljóðskáld yngri kynslóðarinnar.

Milli trjánna
4.890 kr.Milli trjánna er safn 47 fjölbreyttra og meitlaðra smásagna. Bókin hefur hlotið einróma lof og færði höfundinum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2011. Í kjölfarið hafa verk hans verið þýdd og gefin út víða um lönd og njóta vaxandi vinsælda og virðingar. Þessi nýja útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis.

Suðurglugginn
4.890 kr.Hér tekur Gyrðir upp þráðinn þar sem frá var horfið í Sandárbókinni og spinnur nýja frásögn um hlutskipti listamanns, í þetta sinn er það rithöfundur sem dvelur í sumarhúsi í grennd við lítið þorp og glímir við að skrifa skáldsögu, verk sem neitar stöðugt að taka á sig þá mynd sem höfundurinn leitast við að skapa. Þessi útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis.

Ljóðasafn II – Gyrðir Elíasson
7.390 kr.Annað bindið af ljóðasafni Gyrðis geymir 3 bækur sem hafa verið ófáanlegar um áratuga skeið en eru nú saman komnar í einu lagi í vandaðri heildarútgáfu á verkum skáldsins. Hér birtast Tvö tungl, Vetraráform um sumarferðalag og Mold í Skuggadal. Ómissandi verk í safn allra bókaunnenda.




Langbylgja
5.790 kr.Framsækin sagnalist Gyrðis Elíassonar hefur borið hróður hans víða.
Fyrir tveimur árum kom smáprósasafnið Lungnafiskarnir út og þótti tíðindum sæta. Nú bætir hann um betur með viðamiklu safni af sama meiði.
Í 104 hnitmiðuðum og stundum óvæntum frásögnum spinnur Gyrðir nýja þræði í vef sagna sinna.


Draumstol
5.790 kr.Gyrðir Elíasson er meðal þekktustu skálda þjóðarinnar og það sætir ávallt tíðindum þegar ný bók eftir hann lítur dagsins ljós.
Draumstol er sextánda bók hans með frumsömdum ljóðum.

Bréfbátarigningin
4.690 kr.Slunginn botngróður, undir lygnum fleti smugu dökkar slöngur völundarhús. Dimmgræn iða lagðist að augasteinum.
Stúlka dvelur í sveit hjá eldri manni, tilveran er gamalgróin og regluföst en í tjörninni eru dularfullir álar. Ungur drengur missir afa sinn og verður myrkfælinn. Vængmaður vinnur í prentsmiðju á daginn en flýgur um háloftin að næturlagi með vængjunum sem hann smíðaði og par nýtur lífsins í dönsku sumarhúsi, hjólar um sléttlendið og fer á ströndina, en úti fyrir bíður næturmyrkrið og hafið, með uggvænlegu aðdráttarafli og furðum.
Bréfbátarigningin er með fyrstu prósaverkum Gyrðis Elíassonar, kom út árið 1988 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs tveimur árum síðar. Sögur verksins eru fjórar og mynda sagnasveig þar sem andrúmsloftið er sveipað rómantískri hulu bernskusýnar og nostalgíu; það er hversdagslegt og á tíðum kómískt en um leið draumkennt, undarlegt og stundum ógnvekjandi.
Gyrðir er einn ástsælasti og virtasti höfundur þjóðarinnar og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín og þýðingar. Hann hefur átta sinnum verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut þau árið 2000. Þá hefur hann einnig fengið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, sænsku Tranströmerverðlaunin, Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og Íslensku þýðingarverðlaunin í tvígang.


