

Draumstol
5.790 kr.Gyrðir Elíasson er meðal þekktustu skálda þjóðarinnar og það sætir ávallt tíðindum þegar ný bók eftir hann lítur dagsins ljós.
Draumstol er sextánda bók hans með frumsömdum ljóðum.

Bréfbátarigningin
4.690 kr.Slunginn botngróður, undir lygnum fleti smugu dökkar slöngur völundarhús. Dimmgræn iða lagðist að augasteinum.
Stúlka dvelur í sveit hjá eldri manni, tilveran er gamalgróin og regluföst en í tjörninni eru dularfullir álar. Ungur drengur missir afa sinn og verður myrkfælinn. Vængmaður vinnur í prentsmiðju á daginn en flýgur um háloftin að næturlagi með vængjunum sem hann smíðaði og par nýtur lífsins í dönsku sumarhúsi, hjólar um sléttlendið og fer á ströndina, en úti fyrir bíður næturmyrkrið og hafið, með uggvænlegu aðdráttarafli og furðum.
Bréfbátarigningin er með fyrstu prósaverkum Gyrðis Elíassonar, kom út árið 1988 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs tveimur árum síðar. Sögur verksins eru fjórar og mynda sagnasveig þar sem andrúmsloftið er sveipað rómantískri hulu bernskusýnar og nostalgíu; það er hversdagslegt og á tíðum kómískt en um leið draumkennt, undarlegt og stundum ógnvekjandi.
Gyrðir er einn ástsælasti og virtasti höfundur þjóðarinnar og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín og þýðingar. Hann hefur átta sinnum verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut þau árið 2000. Þá hefur hann einnig fengið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, sænsku Tranströmerverðlaunin, Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og Íslensku þýðingarverðlaunin í tvígang.

Milli trjánna
990 kr.MILLI TRJÁNNA er safn 47 smásagna sem einkenn- ast allar af þeim áreynslulausa og myndríka stíl sem prýðir verk Gyrðis Elíassonar. Þá kallast umfjöllunarefni þessa safns á við fyrri sögur höfundar. Hér bregður fyrir líkt og áður ýmiskonar óhugnaði og furðum, einsemd, draumum, ferðalögum, bernskuminningum og framtíðarsýnum, auk þeirr- ar ísmeygilegu fyndni sem lesendur þekkja úr fyrri verkum.
MILLI TRJÁNNA undirstrikar þó jafnframt þá markvissu þróun sem orðið hefur í sagnaveröld Gyrðis í átt til eindregnari efnistaka, um leið og við erum minnt á grunngildi tilveru okkar í þessum fjöl- breyttu en þó heildstæðu smásögum.
Fyrir þessa bók hlaut Gyrðir Elíasson Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs 2011.
„MILLI TRJÁNNA er verk samið af höfundi, sem hefur náð fullkomnum tökum á list sinni, liggur mikið á hjarta og kemur því til skila af leiftrandi sköpunargleði… breinn listgaldur.“ – Bergsteinn Sigurðsson, Fréttablaðið
„Helst er ég þó bara á því að Gyrðir sé upp á sitt allra besta í þessari bók. Hún er hreinasta gersemi.“ – Þröstur Helgason, Víðsjá


