


Flaumgosar
5.190 kr.Flaumgosar er tíunda ljóðabók Sigurbjargar Þrastardóttur.
Hér tekst Sigurbjörg Þrastardóttir á við drauma, angist og undrun fólks í flaumi tímans og veitir fínstillta innsýn í íslenska þjóðarsál. Ljóðin bera skýrt handbragð skáldsins, margslungið myndmál og beitta kímni.


Ég hugsa mig: Nokkur ljóðaljóð og sagnir
5.190 kr.Hér er á ferðinni ellefta bók skáldsins Antons Helga sem kemur út á hálfrar aldar höfundarafmæli hans.
Ég hugsa mig er vegleg og falleg ljóðabók með ríkulegum myndskreytingum í lit eftir listakonuna Sossu, gerðum sérstaklega fyrir þessa útgáfu.
