
Arfur og umhverfi
990 kr.Það er Bergljót, elsta dóttirin í fjölskyldunni, sem tjáir sig í bréfi til systra sinna. Aldraðir foreldrar þeirra hafa ákveðið að yngri systurnar fái báða sumarbústaði fjölskyldunnar í fyrirframgreiddan arf en Bergljót og bróðir hennar fái peninga í staðinn, miklu lægri upphæð en nemur verðgildi bústaðanna. Erfðadeilurnar ýfa upp gömul sár og hrinda af stað átakamiklu fjölskylduuppgjöri. Það er ekki að ástæðulausu sem Bergljót hefur ekki haft samband við foreldra sína og systkini í 23 ár.
Vigdis Hjorth er einn fremsti samtímahöfundur Noregs og Arfur og umhverfi, sem kom út árið 2016, er hennar þekktasta verk. Bókin hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, var meðal annars tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og bandarísku National Book Award-verðlaunanna.
Ísak Harðarson þýddi.

Valeyrarvalsinn
1.290 kr.Kata hjólar út í Samkomuhús því kórinn hennar heldur tónleika á Valeyri í kvöld. Jósa setur gamlar bekkjarmyndir á Facebook en Sidda hlustar á Andrés á safninu segja margþvældar sögur meðan hún bíður eftir Kalla sínum sem hefur tafist í hlöðunni þar sem hann gerir við aflóga þvottavélar. Smyrill skáld reynir að yrkja, séra Sæmunur tekst á við öfl ljóss og myrkurs, hjónin í Valeyrarvinnslunni talast ekki við í dag, Ásta veit ekki hvort það voru reimleikar sem hún upplifði í nótt en Lalli lundi reynir að rifja upp af hverju hann fór í göngutúr…
Valeyrarvalsinn er hrífandi og margradda skáldverk þar sem sextán sögur fléttast saman, kallast á, botna hver aðra og skarast margvíslega enda gerast þær allar á sömu tveimur mínútunum í litlu þorpi. Þetta eru sögur um mannfólkið og það sem kemur fyrir það, sögur um ástir og afglöp og fjölskyldutengsl og öll leyndarmálin, alkunn og djúpt grafin. Persónur, atvik og kenndir kvikna til lífs og tónlistin umvefur allt í ómótstæðilegum texta Guðmundar Andra Thorssonar sem hefur aldrei skrifað betur.
Bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hefur komið út í nokkrum löndum.


Jarðsetning
7.990 kr.„Við sýnum teikningar og módel af nýjum byggingum og skálum fyrir því þegar þær rísa. Við leggjum hornsteina og höldum reisugilli. Niðurrif og jarðsetning bygginga fer hins vegar iðulega fram í kyrrþey.“ Með hversdagslíf borgarinnar í bakgrunni fléttar höfundurinn frásögn af lífi og dauða byggingar saman við sögu hugmynda og sína eigin sögu. Í Jarðsetningu fer höfundur með lesendur inn í stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu og þaðan á vit hugmynda og drauma sem búa í hinu byggða.Anna María Bogadóttir arkitekt hefur gefið út bækur um arkitektúr og manngert umhverfi og ritstýrt bókum um sama efni. Í Jarðsetningu brúar hún bilið milli arkitektúrs og bókmennta í frumlegum texta og lifandi myndum.Samhliða bókinni gerði Anna María kvikmyndina Jarðsetning þar sem áhorfendur verða vitni að niðurrifi byggingarinnar og mæta afli vélarinnar og kröftum náttúrunnar. Upptökur fóru fram á árunum 2017-2018 og hvílir bankabyggingin nú á urðunarstöðum á höfuðborgarsvæðinu. Í bókinni eru bæði stillur úr kvikmyndinni og ljósmyndir eftir Önnu Maríu auk ljósmynda úr miðborg Reykjavíkur frá miðri 20. öld. Bókin er gefin út í samstarfi við Úrbanistan.
