• Albertine-æfingarnar

    Albertine-æfingarnar

    „3. Sjálf er Albertine viðstödd eða nefnd á nafn á 807

    blaðsíðum sögunnar.

    4. Á ríflega nítján prósentum þessara blaðsíðna er

    hún sofandi.“

    Albertine er ein dularfyllsta persóna Í leit að glötuðum tíma eftir Marcel Proust. Hún er ástmey sögumannsins, tákn fyrir þrá, afbrýðisemi og eignarhald. En hver er hún í raun?

    Í þessu rómaða verki nálgast Anne Carson spurninguna með sínum hárbeitta stíl. Hugleiðingar, orðaleikir, vangaveltur og húmor – hér ægir öllu saman. Albertine-æfingarnar varpa óvæntu ljósi á Proust en ekki síður á flókið samband listar, ástar og valds.

    Anne Carson er kanadískt-íslenskt skáld, rithöfundur og fræðimaður, heimsþekkt fyrir einstaka blöndu fræðilegrar texta og tilraunakennds skáldskapar. Verk hennar flétta saman gríska og rómverska menningu, samtímabókmenntir og ljóðlist og einkennast af skarpri innsýn í ást, langanir og ranghala tungumálsins. Meðal þekktustu bóka hennar eru Ævisaga Rauðs, Nox og Fegurð eiginmannsins. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og er eitt virtasta skáld samtímans.

    4.790 kr.
    Setja í körfu
  • Að jörðin skjóti upp kryppu

    Að jörðin skjóti upp kryppu

    „Þá skammaðist ég mín fyrir allt / það sem ég gerði

    eða gerði ekki / eða bara hugsaði um

    að gera eða gera ekki /

    en framar öllu skammaðist ég mín fyrir föður minn /“

    Að jörðin skjóti upp kryppu kom út árið 2022 og var valin ein af 10 bestu bókum ársins af Hotlist, lista óháðu bókaútgáfanna í Þýskalandi. Í bókinni minnist skáldið æsku sinnar og foreldranna en beinir einnig sjónum sínum að eyðileggingu plánetunnar og stöðu ljóðsins í heimi sem skortir samhyggð. Þetta er einlæg, sár og beitt bók sem ber lesandanum á borð óvænta rétti úr þýskum hversdagsleika. Sigrún Valbergsdóttir þýddi.

    Wolfgang Schiffer fæddist árið 1946 við í Lobberich við neðanvert Rínarfljót. Hann er helsti sendiherra íslenskrar ljóðlistar á þýsku og hefur í samstarfi við Jón Thor Gíslason þýtt bækur og ljóð fjölda íslenskra skálda. Árið 1991 hlaut Wolfgang hina íslensku fálkaorðu fyrir kynningu og útbreiðslu íslenskrar menningar á þýskri tungu. Þá hefur Wolfgang skrifað skáldsögur, ljóð og leikrit. 

    4.790 kr.
    Setja í körfu
  • Prinsinn minn, ég er gettóið

    Prinsinn minn, ég er gettóið

    „hún fæddi mig, eftir það byrjaði hún að deyja

    hún drakk þrjú þúsund ára eitur mæðranna

    og lagðist undir furutréð“

    Dinçer Güçyeter fæddist árið 1979 í bænum Nettetal í Norðurrín-Vestfalía. Hann er sonur tyrkneskra innflytjenda, lauk miðskóla í kvöldskóla og lærði iðn að þýskum hætti, en hugurinn stóð til skáldskapar. Árið 2011 stofnaði hann bókaútgáfuna Elif Verlag, en vann fyrir sér á lyftara. Það var árið 2021 sem hann sló í gegn með bók sinni Prinsinn minn, ég er gettóið. Í þessari marglaga og einstöku bók flakkar skáldið á milli æsku sinnar og samtímans. Ljóðin eru í senn pólitískur spegill og fjölmenningarleg sjálfsskoðun: skörp og óvænt, ljúfsár og fyndin; ort af knýjandi þörf og innblæstri. Gauti Kristmannsson þýddi og ritaði eftirmála. 

    Í þessari marglaga og einstöku bók flakkar skáldið á milli æsku sinnar og samtímans. Ljóðin eru í senn pólitískur spegill og fjölmenningarleg sjálfsskoðun: skörp og óvænt, ljúfsár og fyndin; ort af knýjandi þörf og innblæstri. Gauti Kristmannsson þýddi og ritaði eftirmála. 

    4.790 kr.
    Setja í körfu