
Klingsor
4.690 kr.Þegar ungmennið Klingsor horfir á glasið halla sér frá lóðlínunni gerir hann sér ljóst að allt er lifandi, líka dauðir hlutir.Þar með er ljóst að hann verður ekki bara listamaður heldur listamaður með köllun.
Þessi ótrúlega ævisaga listamanns er eitt dæmið enn úr smiðju Torgnys Lindgrens þar sem tekist er á við alvarlegar og flóknar spurningar með vopnum listarinnar. Og enn gefst kostur á sagnaheimi þar sem allt getur gerst og skammt er milli ærsla og harms.
Heimir Pálsson íslenskaði.
Torgny Lindgren var einn mesti stílsnillingur sænskra nútímabókmennta, ljóðskáld, skáldsagnahöfundur og leikskáld. Hann hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín og var kjörinn í Sænsku akademíuna. Bækur hans hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál.
Klingsor er fjórða skáldsagan eftir Torgny Lindgren sem Ugla hefur gefið út í öndvegisþýðingum Heimis Pálssonar. Hinar eru: Norrlands Akvavit, Lokasuðan og Biblía Dorés.

Beckomberga-geðsjúkrahúsið
990 kr.Þegar Jimmie Darling er vistaður á Beckomberga-geðsjúkrahúsinu fer dóttir hans, Jackie, að eyða sífellt meiri tíma þar, og eftir að móðirin fer úr landi verður sjúkrahúsið hennar heimur. Þar er Edvard Winterson læknir sem tekur með sér Jim og sérvalda sjúklinga á hverri nóttu í partí niður í bæ, hjúkrunarkonan Inger Vogel sem fetar hárfína línu reglu og eyðileggingar í samskiptum og hin raunamædda en aðlaðandi Sabina. Þar er líka Paul og ástin, hin raunverulega geðveiki.
Beckomberga-geðsjúkrahúsið er heillandi frásögn um baráttuna og drauminn við að halda fólki í birtunni, um vanmátt foreldra og barna, um ótta og dauðageig. Í þessari seiðmögnuðu og hrífandi skáldsögu verður sjúkrahúsið táknmynd samfélags sem í senn reynir að halda utan um þá veiku en líka halda þeim fjarri.
Sara Stridsberg er einn virtasti rithöfundur Svíþjóðar, handhafi Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2007 og hefur hlotið fjölda annarra viðurkenninga, ekki síst fyrir Beckomberga-geðsjúkrahúsið.
Tinna Ásgeirsdóttir þýddi.

1794: The City Between the Bridges
1.290 kr.The year is 1794. A young nobleman, Eric Three Roses, languishes in hospital. Some think he would be just at home in the madhouse across the road. Ridden with guilt, he spends his nights writing down memories of his lost love who died on their wedding night. Her mother also mourns her and when no one listens to her suspicions, she begs the aid of the only person who will listen: Jean Mickel Cardell, the one-armed watchman.
Cecil Winge is six months in the ground but when his younger brother Emil seeks out the watchman to retrieve his brother’s missing pocket watch, Cardell enlists his help to discover what really happened at Three Roses’ estate that night. But, unlike his dead brother, the younger Winge is an enigma, and Cardell soon realises that he may be more hindrance than help. And when they discover that a mysterious slave trader has been running Three Roses’ affairs, it is a race against time to discover the truth before it’s too late.
In 1794, the second installment of Niklas Natt och Dag’s historical noir trilogy, we are reunited with Mickel Cardell, Anna Stina Knapp, and the bustling world of late eighteenth century Stockholm from The Wolf and the Watchman. The city is about to see its darkest days yet as veneers crack and the splendour of old gives way to what is hiding in the city’s nooks and crannies.

1795: The Order of the Furies
1.290 kr.It is 1795 and evil lurks in the winding alleys of Stockholm. Tycho Ceton prowls the city, willing to do anything to survive and reclaim the honour he has lost. No one knows what he is planning next but Emil Winge, haunted by the ghosts of his past, is determined to stop him. Meanwhile, Jean Mickel Cardell is preoccupied with his own search for Anna Stina Knapp. She may have in her possession a letter which could have devastating consequences in the wrong hands.
All the while, hell looms inexorably . . .
In 1795: The Order of the Furies, the third instalment of Niklas Natt och Dag’s historical noir trilogy, we are plunged once again into the bustling world of late eighteenth-century Stockholm. The city is teetering on a precipice, with evil shaking its core, but can love and friendship prevail?

Stuldur
990 kr.Samastúlkan Elsa verður vitni að því þegar sænskur nágranni drepur hreindýrskálfinn hennar, Nástegallu. Maðurinn ógnar henni og hún þorir aldrei að segja frá; veit líka að það er tilgangslaust, lögreglan skiptir sér ekki af því þótt ofbeldismenn misþyrmi og ræni hreindýrum Samanna og grannar þeirra hæðast að þeim og menningu þeirra og leggja þá í einelti. Hún þekkir það úr skólanum og samfélaginu. Áratug síðar er Elsa fullorðin og farin að berjast gegn sívaxandi misrétti og lítilsvirðingu sem Samar verða fyrir en ekki síður fyrir eigin réttindum í feðraveldissamfélagi þar sem ungar konur eiga ekki sömu möguleika og bræður þeirra. Svo ákveður maðurinn sem drap Nástegallu að kenna Elsu lexíu og þá skellur fortíðin á henni eins og snjóflóð og hún tekur til sinna ráða.
Stuldur var valin bók ársins í Svíþjóð 2021, hlaut mikið lof og hefur verið seld til nítján landa. Höfundurinn, Ann-Helén Laestadius, er sjálf Sami og byggir söguna á raunverulegum atvikum. Hún hefur skrifað fjölda barna- og unglingabóka og hlotið verðlaun fyrir þær en Stuldur er fyrsta skáldsaga hennar fyrir fullorðna.
Ísak Harðarson þýddi.



Vonum það besta
990 kr.Nýbökuð móðir með barn á brjósti fær furðulegan tölvupóst frá manni sínum: Lykilorðið að tölvunni hans og nánari upplýsingar í skjalinu „Ef ég dey“. En. Vonum það besta!
Stuttu síðar deyr hann.
Sagan segir frá ást sem fæðist, hversdagslífi og skelfilegu áfalli. Ung kona fær það á heilann að hún eigi sök á dauða manns síns, hún hafi farið of geyst, hún stendur frammi fyrir óbærilegri sorg og svo þeirri óhjákvæmilegu staðreynd að lífið heldur áfram.
Þetta er fyrsta skáldsaga Carolinu Setterwall, sem vakti mikla athygli þegar hún kom út í Svíþjóð árið 2018 og er væntanleg í rúmlega 30 löndum.



Það liðna er ekki draumur
3.790 kr.Ég var átta ára gamall þegar afi tók í hönd mína og sleppti henni ekki fyrr en við fundum foreldra mína í Aþenu. Hver veit hvað annars hefði gerst. Nokkrum vikum áður hafði vopnaður hópur fasista smalað öllum íbúum þorpsins saman í ytri garðinn við kirkjuna. Þar stóðum við ungir og gamlir, dauðhræddir, meðan illræmdur foringi þeirra gekk hægt á milli okkar, horfði rannsakandi augum á hvern og einn, þar til hann að lokum valdi nokkra úr hópnum og tók með sér. Lík þeirra fundust aldrei. Þetta var árið 1946, einhvern tíma um vorið. Möndlutrén blómstruðu í löngum röðum og dalurinn skartaði sínu fegursta.
Þannig hefst þessi uppvaxtarsaga grísk-sænska rithöfundarins sem hefur víða slegið í gegn með einstökum stíl og heillandi efnistökum. Á íslensku hafa fyrri bækur hans Nýtt land utan við gluggann minn og Mæður og synir hlotið einróma lof og sú síðarnefnda var tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna.
Hallur Páll Jónsson íslenskaði.
