• Minnisblöð veiðimanns

    Minnisblöð veiðimanns

    Skáldjöfurinn Ívan Túrgenev kynntist snemma bágum kjörum rússneskra bænda og miskunnarleysi þeirra sem réðu yfir þeim. Hann ólst upp á landareign móður sinnar, sem þótti með eindæmum óvægin og grimm, en hún hafði yfir að ráða meira en fimm þúsund sálum, eins og ánauðugir bændur voru gjarnan nefndir. Reynsla Túrgenevs úr uppvextinum varð honum innblástur í þessa bók, Minnisblöð veiðimanns, sem kemur nú út í fyrsta sinn á íslensku.

    Í Minnisblöðum veiðimanns ferðast sögumaður um sveitir Rússlands og hittir landeigendur, ráðsmenn, bændur og bóndakonur auk annarra minnisstæðra persóna. Hann lýsir þessu fólki með raunsönnum og eftirminnilegum hætti en sagan er þó ekki síður óður til rússneskrar náttúru, birkiskóganna og sveitarinnar.

    Þegar bókin kom út árið 1852 var Túrgenev handtekinn og sendur í útlegð á ættaróðal sitt. Bókin er þó sögð hafa haft mikil áhrif á Aleksander II. Rússakeisara en það var hann sem steig loks það afdrifaríka skref að aflétta bændaánauðinni árið 1861.

    Áslaug Agnarsdóttir íslenskaði og ritaði eftirmála.

    8.290 kr.
    Setja í körfu
  • Djöflarnir

    Djöflarnir

    Hvað ef maðurinn missir trúna, hafnar Guði og gefur sig djöflum á vald? Hópur róttæklinga setur allt á annan endann í rússneskum smábæ á ofanverðri 19. öld ‒ markmið þeirra er bylting og samsærið hverfist um hina myrku en segulmögnuðu aðalpersónu, Níkolaj Stavrogín, og hina slóttugu hjálparhönd hans, Pjotr Verkhovenskí.

    Skáldsaga Fjodors Dostojevskís kom út í tímariti á árabilinu 1871–1872 og er hans pólitískasta og umdeildasta verk. Kveikja þess var raunverulegur atburður, hrottalegt morð á ungum manni sem átti sér stað 1869 og tengdist hópi stjórnleysingja. Höfundur kafar ofan í sálardjúp sögupersóna sinna og hugmyndastrauma samtímans – stjórnleysi, tómhyggju og sósíalisma – en þrátt fyrir þessa djúpu undiröldu eru Djöflarnir ein fyndnasta bók Dostojevskís, full af fáránlegum uppákomum og spaugilegum karakterum.

    Djöflarnir eru spásögn um örlög Rússlands á 20. og 21. öld, kristalskúla sem sagði fyrir um rússnesku byltinguna og það verk Dostojevskís sem á einna brýnast erindi við okkur í dag.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Revenge

    Revenge

    ‘And this is fantasy, the flutter, the rapture of fantasy!’

    A bashful dragon, a lost wood-sprite, the prophet Elijah and the Devil disguised as a middle-aged woman appear in these playful, exuberant stories by Vladimir Nabokov. So do a vengeful husband, a barber confronting his torturer and the author himself, as he recalls his first love. Each of the thirteen tales here enchants and enraptures us, only to gleefully confound our expectations.

    2.490 kr.
    Setja í körfu
  • Fjórar sögur

    Fjórar sögur

    2.990 kr.
    Setja í körfu