
Hefnd Diddu Morthens
4.690 kr.„Stundum læt ég mér detta í hug að prófa eitthvað nýtt. Ég hef verið í bókaklúbbi, stundað Zumba, gengið á fjöll og farið í sjósund. Ekkert af þessu höfðar sérstaklega til mín en það hefur verið skárra að hafa eitthvað við að vera. Eitthvað til að dreifa huganum.“
Starfsferill Diddu Morthens er að engu orðinn, börnin löngu farin að heiman og eiginmaðurinn er úrvinda öll kvöld. Hún hangir í tölvunni til að drepa tímann og dag einn býr hún til gervimenni á netinu til að hefna sín á gamalli bekkjarsystur. Atlagan heppnast svo vel að Didda ræðst í flóknari aðgerðir sem krefjast einbeitts brotavilja.
Sprenghlægileg saga sem bar sigur úr býtum í Nýjum röddum, handritasamkeppni Forlagsins.
Sigríður Pétursdóttir er kvikmyndafræðingur og vann lengst af hjá RÚV við dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Hefnd Diddu Morthens er fyrsta skáldsaga hennar.

Eyja
3.690 kr.Þegar fyrrverandi stjúpmóðir Eyju hefur samband bregst hún ókvæða við; af hverju vill hún að þær hittist öllum þessum árum síðar, hvað er ósagt? Hittingurinn vekur upp minningar, ekki síst um atburðinn sem gerði Eyju að þeirri manneskju sem hún er í dag. Eyja er saga um flókin fjölskyldutengsl, brengluð samskipti og sár sem ekki gróa.
Þetta er fyrsta bók Ragnhildar Þrastardóttur og með henni sigraði hún í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjum röddum.

