


Saga af hjónabandi
990 kr.Hvað er það sem gerist, þegar tvær manneskjur sem vilja hvor annarri ekkert nema það besta og hafa byggt upp fallegt og náið samband, missa tökin á tilfinningalífi sínu? Er hægt að komast til botns í ástinni? Er hægt að hlaupast undan henni?
Saga af hjónabandi er ísköld krufning á hinu fullkomna ástarsambandi – sem skyndilega fer að leysast upp. Maður og kona hafa búið saman í fjölmörg hamingjusöm ár, en allt í einu er fótunum kippt undan þeim og allar bjargir virðast bannaðar.
Geir Gulliksen var tilnefndur til Norðurlandaverðlaunanna fyrir þessa bók. Hann hefur skrifað skáldsögur, leikrit, barnabækur og greinasöfn og verið tilnefndur til fjölda verðlauna.
Halla Kjartansdóttir þýddi úr norsku.

Skýin eru skuggar – ljóðaúrval
4.590 kr.Nóbelsskáldið Jon Fosse byrjaði snemma að yrkja, að sögn fyrir fermingu, og eitt af því fyrsta sem hann setti á blað var ljóð um hafið, dauðann og ástina. Síðan hefur hann orðið einn af mikilvægustu rithöfundum samtímans og ber þar hæst prósaverk og leikrit, en ljóðlistin hefur þó alla tíð fylgt honum og er mikilvægur hluti af höfundarverkinu í heild.
Þetta ljóðaúrval spannar fjóra áratugi á ferli skáldsins og veitir góða innsýn í þá veröld sem verk hans snúast um.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði.

Naustið
3.790 kr.Naustið er óhefðbundin saga sem gerist á þremur sumardögum og fjallar um náin tengsl þriggja persóna. Síendurtekin stef mynda sterk hugrenningatengsl en það sem gerist í raun og veru er samt sem áður ófyrirsjáanlegt enda þótt vinátta, ást, afbrýðisemi og dauði séu í forgrunni. Bókin kom fyrst út 1989 og markaði upphafið að velgengni höfundarins í heimalandinu, en haustið 2023 hlaut Jon Fosse Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.
Hjalti Rögnvaldsson íslenskaði.

