• Draugagangur og derby

    Draugagangur og derby

    Eyvör og Milena byrja að æfa glænýja íþrótt; roller derby!

    Æfingarnar breytast þó í rúllandi ráðgátu þegar námskeiðinu er aflýst! Dularfullir atburðir í hjólaskautahöllinni gera það að verkum að það verður að loka henni. Með hjálp nýrra vina taka Eyvör og Milena málin í sínar hendur og reyna að leysa ráðgátuna.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Ráðgátugleraugun

    Ráðgátugleraugun

    Aníta er ósátt við að Andri, litli bróðir hennar, fáir að fara með í gistingu til ömmu og afa. Hún fór þó um annað að hugsa þegar fjarstýrður bíll og tvær Syrpur hverfa á dularfullan hátt. Svo dregur amma fram ráðgátugleraugun. Þá veit Aníta ekki lengur hverju hún á að trúa.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Hundurinn með hattinn 2

    Hundurinn með hattinn 2

    Þegar glæpur er framinn á voldugu sveitasetri er hundurinn með hattinn fyrstur á vettvang.

    Spæjarinn Spori og kettlingurinn Tási þurfa að vinna saman til að komast til botns í dularfullri ráðgátu, þar sem allir liggja undir grun. Óvæntar flækjur, svakaleg heilabrot og kolvitlaus geit koma við sögu í þessu þrælskemmtilega ævintýri.

    Í Ljósaseríunni eru bækur sem eru sniðnar að þörfum nýrra lesenda og kjörnar fyrir þá sem eru að æfa sig í lestri. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil. Góða skemmtun!

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Hundurinn með hattinn

    Hundurinn með hattinn

    Allir vita að enginn er betri í að leysa ráðgátur en Spori, hundurinn með hattinn.
    En þegar dularfullur þjófnaður dregur úr honum kjarkinn þá lendir það á kettlingnum Tása að stappa í hann stálinu.
    Saman lenda þeir í lævísum refum, skuggalegum smáhundum og svakalegum heilabrotum í þessu þrælskemmtilega ævintýri.

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Græna geimveran

    Græna geimveran

    Dísa er á leið í Mývatnssveit til ömmu og afa. Þar ætti hún að vera óhult fyrir geimverum sem eru alltaf að reyna að ná valdi á fólki. Það var hins vegar eins gott að hún tók með sér álklæddu derhúfuna, vatnsbyssuna og stækkunarglerið og kynntist Dreng því það er eitthvað stórundarlegt á seyði í sveitinni!

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Gestur úr geimnum

    Gestur úr geimnum

    Enn gerast undarlegir atburðir í Mývatnssveit! Amma hringir í Veðurstofuna og kemst að því að engar jarðhræringar hafa mælst á svæðinu síðustu klukkutíma. Það hlýtur því að vera önnur skýring á skjálftanum sem þau fundu öll. Dísa nær í stækkunarglerið, Drengur sér um nestið og amma sýnir að hún er ekki dauð úr öllum æðum.
    Þetta verður ævintýri!

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Dularfulla hjólahvarfið

    Dularfulla hjólahvarfið

    Enn er eitthvað dularfullt á seyði í hverfinu. Reiðhjól hverfa úr hjólaskýlinu við blokkina sem Katla, Hildur og Bensi búa í. Krakkarnir taka til sinna ráða og reyna að komast til botns í málinu.Rannsóknin tekur óvænta stefnu en skyldi þeim takast að leysa gátuna, aftur?

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Dredfúlíur! Flýið!

    Dredfúlíur! Flýið!

    Hávarður, Maríus og Bartek eru mættir aftur. Það styttist í jól og holupotvoríurnar hafa ekki gefist upp. Þeim hefur meira að segja borist andstyggilegur liðsauki. Og hver er þessi Ófelía? Er hún holupotvoría í dulargervi? Útsendari þeirra? Eða eitthvað MIKLU hættulegra? Strákarnir mæta samt öllum áskorunum eins og þeim er einum lagið. Þessi jól bjarga sér ekki sjálf.

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Amma óþekka - Klandur á Klambratúni

    Amma óþekka – Klandur á Klambratúni

    Í þessari sögu má segja að ævintýrin elti ömmu og Fanneyju Þóru alla leiðina heim.

    Þær langmæðgur eru að leika sér á Klambratúni í Reykjavík þegar gömul vá lætur á sér kræla; sjálf Grýla lifnar við og er sársvöng eftir langan dvala.

    Sem betur fer eru Fanney Þóra og amma ráðagóðar sem fyrri daginn.

    Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytti.

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Algjör steliþjófur!

    Algjör steliþjófur!

    Hver var þessi undarlegi hlutur sem krakkarnir fundu í kartöflugarðinum? Hvers vegna tók flugmaðurinn hann af þeim og lét þau fá lakkrískonfekt í staðinn? Hvernig eiga þau að endurheimta hlutinn?

    Spennandi, fyndin, vonandi dálítið fróðleg en samt aðallega ævintýralega hversdagsleg saga!

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni

    Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni

    Ferðalag langfeðganna heldur áfram. Nú fara þeir á Bedfordinum að Kleifarvatni með viðkomu í Strandakirkju.

    Við Kleifarvatn vakna þeir upp við vondan draum. Getur verið að allar þjóðsögurnar séu sannar?

    Að það séu ekki bara skessur í Þrengslunum, nykur í Hlíðarvatni heldur líka skrímsli í Kleifarvatni?

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Afi sterki: Hættuför að Hlíðarvatni

    Afi sterki: Hættuför að Hlíðarvatni

    Afi Magni og Aron magni halda í ferðalag á Bedfordinum. Í þetta sinn er ferðinni heitið að Hlíðarvatni þar sem langfeðgarnir ætla að veiða silung í net.

    Aron Magni hefur áhyggjur af því að nykurinn í Hlíðarvatni hafi vaknað um leið og skessuskammirnar í Þrengslunum en afi hefur litla trú á því.

    Þeir komast þó að raun um að sumar munnmælasögur eru dagsannar!

    Bergrún Íris myndskreytti bókina.

    3.190 kr.
    Setja í körfu