• Draugagangur og derby

    Draugagangur og derby

    Eyvör og Milena byrja að æfa glænýja íþrótt; roller derby!

    Æfingarnar breytast þó í rúllandi ráðgátu þegar námskeiðinu er aflýst! Dularfullir atburðir í hjólaskautahöllinni gera það að verkum að það verður að loka henni. Með hjálp nýrra vina taka Eyvör og Milena málin í sínar hendur og reyna að leysa ráðgátuna.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Ráðgátugleraugun

    Ráðgátugleraugun

    Aníta er ósátt við að Andri, litli bróðir hennar, fáir að fara með í gistingu til ömmu og afa. Hún fór þó um annað að hugsa þegar fjarstýrður bíll og tvær Syrpur hverfa á dularfullan hátt. Svo dregur amma fram ráðgátugleraugun. Þá veit Aníta ekki lengur hverju hún á að trúa.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Hundurinn með hattinn 2

    Hundurinn með hattinn 2

    Þegar glæpur er framinn á voldugu sveitasetri er hundurinn með hattinn fyrstur á vettvang.

    Spæjarinn Spori og kettlingurinn Tási þurfa að vinna saman til að komast til botns í dularfullri ráðgátu, þar sem allir liggja undir grun. Óvæntar flækjur, svakaleg heilabrot og kolvitlaus geit koma við sögu í þessu þrælskemmtilega ævintýri.

    Í Ljósaseríunni eru bækur sem eru sniðnar að þörfum nýrra lesenda og kjörnar fyrir þá sem eru að æfa sig í lestri. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil. Góða skemmtun!

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Hundurinn með hattinn

    Hundurinn með hattinn

    Allir vita að enginn er betri í að leysa ráðgátur en Spori, hundurinn með hattinn.
    En þegar dularfullur þjófnaður dregur úr honum kjarkinn þá lendir það á kettlingnum Tása að stappa í hann stálinu.
    Saman lenda þeir í lævísum refum, skuggalegum smáhundum og svakalegum heilabrotum í þessu þrælskemmtilega ævintýri.

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Græna geimveran

    Græna geimveran

    Dísa er á leið í Mývatnssveit til ömmu og afa. Þar ætti hún að vera óhult fyrir geimverum sem eru alltaf að reyna að ná valdi á fólki. Það var hins vegar eins gott að hún tók með sér álklæddu derhúfuna, vatnsbyssuna og stækkunarglerið og kynntist Dreng því það er eitthvað stórundarlegt á seyði í sveitinni!

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Gestur úr geimnum

    Gestur úr geimnum

    Enn gerast undarlegir atburðir í Mývatnssveit! Amma hringir í Veðurstofuna og kemst að því að engar jarðhræringar hafa mælst á svæðinu síðustu klukkutíma. Það hlýtur því að vera önnur skýring á skjálftanum sem þau fundu öll. Dísa nær í stækkunarglerið, Drengur sér um nestið og amma sýnir að hún er ekki dauð úr öllum æðum.
    Þetta verður ævintýri!

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Dularfulla hjólahvarfið

    Dularfulla hjólahvarfið

    Enn er eitthvað dularfullt á seyði í hverfinu. Reiðhjól hverfa úr hjólaskýlinu við blokkina sem Katla, Hildur og Bensi búa í. Krakkarnir taka til sinna ráða og reyna að komast til botns í málinu.Rannsóknin tekur óvænta stefnu en skyldi þeim takast að leysa gátuna, aftur?

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Dredfúlíur! Flýið!

    Dredfúlíur! Flýið!

    Hávarður, Maríus og Bartek eru mættir aftur. Það styttist í jól og holupotvoríurnar hafa ekki gefist upp. Þeim hefur meira að segja borist andstyggilegur liðsauki. Og hver er þessi Ófelía? Er hún holupotvoría í dulargervi? Útsendari þeirra? Eða eitthvað MIKLU hættulegra? Strákarnir mæta samt öllum áskorunum eins og þeim er einum lagið. Þessi jól bjarga sér ekki sjálf.

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Amma óþekka - Klandur á Klambratúni

    Amma óþekka – Klandur á Klambratúni

    Í þessari sögu má segja að ævintýrin elti ömmu og Fanneyju Þóru alla leiðina heim.

    Þær langmæðgur eru að leika sér á Klambratúni í Reykjavík þegar gömul vá lætur á sér kræla; sjálf Grýla lifnar við og er sársvöng eftir langan dvala.

    Sem betur fer eru Fanney Þóra og amma ráðagóðar sem fyrri daginn.

    Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytti.

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Algjör steliþjófur!

    Algjör steliþjófur!

    Hver var þessi undarlegi hlutur sem krakkarnir fundu í kartöflugarðinum? Hvers vegna tók flugmaðurinn hann af þeim og lét þau fá lakkrískonfekt í staðinn? Hvernig eiga þau að endurheimta hlutinn?

    Spennandi, fyndin, vonandi dálítið fróðleg en samt aðallega ævintýralega hversdagsleg saga!

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni

    Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni

    Ferðalag langfeðganna heldur áfram. Nú fara þeir á Bedfordinum að Kleifarvatni með viðkomu í Strandakirkju.

    Við Kleifarvatn vakna þeir upp við vondan draum. Getur verið að allar þjóðsögurnar séu sannar?

    Að það séu ekki bara skessur í Þrengslunum, nykur í Hlíðarvatni heldur líka skrímsli í Kleifarvatni?

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Afi sterki: Hættuför að Hlíðarvatni

    Afi sterki: Hættuför að Hlíðarvatni

    Afi Magni og Aron magni halda í ferðalag á Bedfordinum. Í þetta sinn er ferðinni heitið að Hlíðarvatni þar sem langfeðgarnir ætla að veiða silung í net.

    Aron Magni hefur áhyggjur af því að nykurinn í Hlíðarvatni hafi vaknað um leið og skessuskammirnar í Þrengslunum en afi hefur litla trú á því.

    Þeir komast þó að raun um að sumar munnmælasögur eru dagsannar!

    Bergrún Íris myndskreytti bókina.

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Tinna trítlimús – Vargur í Votadal

    Tinna trítlimús – Vargur í Votadal

    Tinna trítlimús er hugrakkasta músastelpan í Heiðmörk. Hún lendir í æsilegu ævintýri með besta vini sínum honum Kola kanínustrák þegar þau leggja af stað í hættulegan leiðangur til að sækja lyfjagras handa veikri ömmu Tinnu. Tinna og Koli verða að nýta allt sitt hugrekki til að bjarga lífi sínu og komast heim til ömmu.

    3.190 kr.
    Setja í körfu