
Ragnarök undir jökli
8.290 kr.Ragnarrök undir jökli er saga um dramb og firringu, vanmátt, von og miskunnarleysi örlaganna.
Þegar Magnea Ísaksdóttir, blaðamaður Kroníkunnar, heimsækir höfuðvígi umdeilds ásatrúarsafnaðar undir Tindfjallajökli flækist hún í háleitar fyrirætlanir allsherjargoðans, Óðins Jónssonar.
Óðinn trúir því að söfnuðurinn sæti ofsóknum yfirvalda og að kominn sé tími til að spyrna við fótum. Hann og fylgjendur hans eru reiðubúnir að berjast fyrir frelsi sínu. Reiðubúnir að láta sverfa til stáls.
Áður en Magnea veit af er hún í auga storms sem eirir engu.
Ragnarök undir jökli er sjálfstætt framhald af Stóra bróður og önnur bókin í Kroníkuseríunni.

Ísbirnir
8.490 kr.Það er órói í samfélaginu. Eitthvað slæmt liggur í loftinu. Þegar Dagbjört, samfélagsmiðlastjarna í blóma lífsins, hverfur sporlaust þarf Guðgeir að hafa sig allan við að leysa málið. Hver klukkustund telur og eftir því sem líður á rannsóknina rætist versta martröð lögreglunnar. Hvarf Dagbjartar er ekki einangrað tilvik.
„Það var gripið fast um axlir hennar. Hún fann heitan másandi andardrátt við hálsinn. Klær klipu í holdið. Rispuðu og rifu í það. Sársaukinn var nístandi sár en Dagbjört streittist á móti af öllu afli. Hún var sterk, fann fyrir hverjum vöðva líkamans en allt kom fyrir ekki. Hrammarnir þrýstu henni niður, neglurnar boruðu sig inn fyrir húðina. Hún var keyrð niður í gólfið af villidýri.“
Ísbirnir er níunda bók Sólveigar Pálsdóttur en bækur hennar hafa komið út í nokkrum löndum og hlotið mikið lof. Sólveig hlaut Blóðdropann, hin íslensku glæpasagnaverðlaun, fyrir bók sína Fjötrar. Sama ár var hún útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness, fyrst rithöfunda.

Diplómati deyr (notuð)
1.990 kr.Hópur kanadískra diplómata verður veðurtepptur í opinberri heimsókn í Vestmannaeyjum, þar á meðal sendiherra Kanada á Íslandi og eiginkona hans. Á meðan óveðrið geisar úti fyrir snæða gestirnir saman hátíðarkvöldverð – en svo hnígur aðstoðarsendiherrann niður fyrir framan viðstadda. Fljótlega kemur í ljós að um morð er að ræða og ýmsir liggja undir grun: athafnamaðurinn sem svífst einskis í samningum, meistarakokkurinn sem reiðir fram dýrindis máltíðir úr nærumhverfinu og dularfulla myndlistarkonan sem er að opna sýningu á byggðasafni bæjarins … svo nokkrir séu nefndir. En sendiherrafrúin er hvergi bangin og ákveður að komast til botns í málinu upp á eigin spýtur.
Diplómati deyr er fyrsta skáldsaga Elizu Reid, spennandi og listilega fléttuð glæpasaga þar sem leyndarmálin eru afhjúpuð hvert af öðru.
Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.
- -43%

Mín er hefndin
Original price was: 8.690 kr..4.990 kr.Current price is: 4.990 kr..Þegar Bergþóra í Hvömmum kemur að líki á víðavangi sér hún strax að manninum hefur verið ráðinn bani. Hún veit líka að ýmsir sveitungar hennar báru heiftarhug til hans. Nokkru áður höfðu farið fram réttarhöld í Hvammahreppi þar sem blásnauðir einstaklingar hlutu óbærilega þungar refsingar fyrir litlar sakir. Margir eiga harma að hefna og fleiri gætu verið í hættu en sá sem liggur á grúfu frammi fyrir Bergþóru í fyrsta snjó vetrarins.
Mín er hefndin er sjálfstætt framhald Þegar sannleikurinn sefur þar sem áfram er fjallað um glæparannsóknir og ástarmál húsfreyjunnar í Hvömmum. Um leið er ljósi varpað á siðferði og réttarfar 18. aldar, ekki síst þann aðstöðumun sem eignir og ætterni sköpuðu fólki þegar refsivöndur laganna vofði yfir.
Nanna Rögnvaldardóttir hefur löngum verið einn virtasti matreiðslubókahöfundur landsins en á undanförnum árum hefur hún einbeitt sér að því að skrifa sögulegar skáldsögur sem njóta síst minni vinsælda.
- -40%

- -40%

