
Norma
990 kr.Norma Ross stendur skyndilega ein uppi þegar móðir hennar lætur lífið á voveiflegan hátt. Missir hennar er mikill því þær voru ekki bara mæðgur heldur áttu þær saman vel falið leyndarmál. Á heimili móður sinnar finnur Norma ljósmyndir og vídeóupptökur sem opna augu hennar fyrir margslungnum sannleikanum um eigið líf og fortíðina og um tilveruna í heimi þar sem engum er að treysta. Þetta er myrk og dularfull fantasía um kvenlega fegurð, flókin fjölskyldubönd, óprúttin viðskipti og skipulagða glæpastarfsemi sem teygir anga sína víða.
Sofi Oksanen hefur hlotið mikla athygli og margháttuð verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Norma er fjórða bók hennar sem kemur út á íslensku í þýðingu Sigurðar Karlssonar.


Hundagerðið
990 kr.Í almenningsgarði í Helsinki situr kona á bekk og þykist lesa bók meðan hún fylgist með hamingjusamri kjarnafjölskyldu viðra hundinn sinn. Óvænt sest önnur kona á bekkinn, kona sem hún þekkir mætavel úr sínu fyrra lífi í Úkraínu – lífi þar sem allt var mögulegt en ekkert sjálfsagt.
Í Hundagerðinu tvinnast líf allslauss innflytjanda í Helsinki saman við sögu Úkraínu eftir fall Sovétríkjanna; í umróti sem fylgdi sjálfstæði landsins reyndi hver að bjarga sjálfum sér og þegar spillingin heima fyrir mætti vestrænni græðgi urðu konurnar á bekknum á milli. Í valdabaráttu auðugra fjölskyldna varð líf þeirra einskis vert, frjósemin það eina sem þær höfðu að selja.
Sofi Oksanen er einstaklega glögg á mannlega tilveru og í þessari áhrifamiklu og spennandi sögu er stungið á viðkvæmum kýlum samfélagsins í beittum texta og vel byggðri frásögn. Hundagerðið er fimmta bók Sofi Oksanen sem kemur út á íslensku.
Erla E. Völudóttir þýddi úr finnsku.



