



Malarhjarta
4.190 kr.Yusuf er barn að aldri þegar auðugur kaupmaður af ströndinni tekur hann upp í skuldir foreldra hans. Hættuleg fegurð drengsins verður til þess að hann fylgir kaupmanninum í leiðangur inn í Tansaníu þar sem Yusuf kynnist töfrum fjallanna, víðáttu vatnanna, framandi siðum og hversu óvægið lífið getur verið. Merkilegt verk eftir Nóbelsverðlaunahafa.
Söguleg skáldsaga sem gerist í upphafi síðustu aldar eftir tansaníska rithöfundinn Abdulrazak Gurnah (f. 1948) sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2021. Paradís var tilnefnd til Booker-verðlaunanna og Whitbread-verðlaunanna.

The Ministry Of Time
3.490 kr.A civil servant is offered a lucrative job in a mysterious new government ministry gathering ‘expats’ from across history to test whether time-travel is feasible.
Her role is to work as a ‘bridge’: living with, supporting and monitoring expat ‘1847’ – Commander Graham Gore, a former Victorian polar explorer. Gore, an adventurer by trade, soon adjusts to this bizarre new world of washing machines, feminism and Spotify; and during a long, sultry summer the pair move from awkwardness to friendship to something more.
But as the true shape of the project that brought them together begins to emerge, Gore and the bridge are forced to confront their past choices and imagined futures. Can love triumph over the histories that have shaped them? And how do you defy that history when it is living in your house?


Út í vitann
990 kr.Út í vitann, fimmta skáldsaga breska rithöfundarins Virginiu Woolf, er jafnan talin einn af hátindum nútímabókmennta.
Í bókinni er skyggnst inn í líf fjölskyldu og gesta hennar í sumarleyfi á skosku Suðureyjunum. Frú Ramsey gnæfir yfir alla með persónu sinni og stýrir fólkinu í kringum sig á sinn ómótstæðilega hátt — hinum sérkennilega og þurftarfreka eiginmanni, barnahópnum, elskhugunum, gamla rithöfundinum viðskotailla, listmálaranum sjálfstæða, klunnalega unga menntamanninum. En allt á sinn stað og stund — og næsta ferð út í vitann er undir öðrum formerkjum.
Fáar skáldsögur búa yfir þeim mætti að breyta lífi lesenda sinna — en Út í vitann þykir vera ein þeirra.
Herdís Hreiðarsdóttir þýddi og skrifaði eftirmála.
Virginia Woolf (1882–1941) er einn af fremstu rithöfundum 20. aldar. Meðal helstu skáldsagna hennar eru Út í vitann, Frú Dalloway og Orlando. Hún tilheyrði frægum bókmennta- og listahópi sem kenndur var við Bloomsbury í London.

Silas Marner
990 kr.George Eliot er einn helsti skáldsagnahöfundur Englendinga á 19. öld. Skáldverk hennar spanna vítt svið þjóðfélagsins. Lýsingar hennar á ensku sveitalífi eru í senn raunsæjar og spegla umbrot á sviði trúmála, stjórnmála og tilfinningalífs.
Innsýn hennar í mannlegt eðli og lýsingar á innri átökum sögupersóna sinna og flóknum og stundum þversagnakenndum viðbrögðum þeirra við vandamálum þeim sem þær standa frammi fyrir voru nýmæli í skáldsagnaritun og vísuðu fram til skáldsagnagerðar nútímans.
Silas Marner ber þessi einkenni í ríkum mæli. Sagan er fyrir löngu talin sígilt verk og í fremstu röð skáldverka síns tíma. Í Silas Marner speglast sammannleg umbrot og átök í lífi einstaklinga jafnt sem samfélagsins sjálfs en jafnframt einkennist sagan af sérstökum þokka og hlýju sem bregður notalegum blæ yfir fólk og sögusvið. Sagt hefur verið að í sögu þessari megi kenna ýmsa þætti í lífi skáldkonunnar sjálfrar.
Á tímum Napóleonsstríðanna birtist vefarinn Silas Marner í þorpinu Raveloe, fulltrúi fornra og undarlegra hátta. Honum er tekið með tortryggni af lítt veraldarvönum íbúum staðarins. Silas heldur sig til hliðar við samfélagið enda hefur hann orðið fyrir þungum raunum og miklu ranglæti þar sem hann áður bjó. Hann bindur engin tengsl við nágranna sína en gætir einskis annars en vinnu sinnar og að draga saman fé. Dag einn er öllum fjársjóði hans stolið. Þótt ógæfan virðist mikil í fyrstu verður þessi atburður honum til láns þegar frá líður. Síðan ber gæfan á dyr í gervi lítillar stúlku sem hann gengur í foreldra stað. Þá kemur í ljós að örlög ýmissa, sem meira mega sín í samfélaginu, eru órjúfanlega bundin þessum hlédræga, fáskiptna manni.
Eitt af meistaraverkum heimsbókmenntanna í vandaðri þýðingu Atla Magnússonar.


Við
990 kr.Lífefnafræðingurinn Douglas Petersen reynir að bjarga hjónabandinu með því að leggja upp í mikla menningarreisu um Evrópu ásamt eiginkonu og syni.
Á ferð um París, Amsterdam, Feneyjar og Flórens skerast í leikinn óður harmóníkuleikari, fjölþjóðlegir vopnasalar og lögreglan, og sú spurning verður áleitin hvort menningarreisur séu heppilegar til að bjarga hjónaböndum og bæta sambandið við börnin.



Transit
3.490 kr.In the wake of her family’s collapse, a writer and her two young sons move to London. The upheaval is the catalyst for a number of transitions – personal, moral, artistic, and practical – as she endeavours to construct a new reality for herself and her children. In the city, she is made to confront aspects of living that she has, until now, avoided, and to consider questions of vulnerability and power, death and renewal, in what becomes her struggle to reattach herself to, and believe in, life.
Filtered through the impersonal gaze of its keenly intelligent protagonist, Transit sees Rachel Cusk delve deeper into the themes first raised in her critically acclaimed novel Outline, and offers up a penetrating and moving reflection on childhood and fate, the value of suffering, the moral problems of personal responsibility and the mystery of change.








Enter Ghost
3.490 kr.After years away from her family’s homeland, and reeling from a disastrous love affair, actress Sonia Nasir returns to Haifa to visit her older sister Haneen. On her arrival, she finds her relationship to Palestine is fragile, both bone-deep and new.
When Sonia meets the charismatic Mariam, a local director, she joins a production of Hamlet in the West Bank. Soon, Sonia is rehearsing with a dedicated, if competitive, group of men – yet as opening night draws closer, it becomes clear just how many obstacles stand before the troupe. Amidst it all, the life she once knew starts to give way to the exhilarating possibility of finding a new self in her ancestral home.



Grafreiturinn í Barnes
3.790 kr.Þessi stutta en seiðmagnaða skáldsaga gerist á þremur ólíkum sviðum og kemur lesandanum oftar en ekki í opna skjöldu. Þrátt fyrir lágstemmdan stíl á yfirborðinu er ólgandi og stundum ógnvekjandi undiralda í verkinu. Atburðir, tími og sjónarhorn fléttast listilega saman, rétt einsog í óperu eftir Monteverdi, og skapa einstæða tilfinningu fyrir sögupersónum og sambandinu þeirra á milli. Gyrðir Elíasson íslenskaði.
