



Amsterdam
1.290 kr.Tveir af fyrrum elskhugum Mollyar Lane biðu utan bálstofukapellunnar og sneru baki í napran febrúargjóstinn. Allt hafði þegar verið sagt, en þeir sögðu það samt á ný.
Á hrollköldum febrúardegi hittast tveir gamlir félagar, Clive Linley og Vernon Halliday, við útför Mollyar Lane. Clive er mikilsmetið tónskáld en Vernon ritstjóri útbreidds dagblaðs. Dagana eftir útförina þurfa þeir félagar að glíma við vanda sem hvorugur hafði séð fyrir og verða að taka afdrifaríkar, siðferðilegar ákvarðanir. En hvers vegna Amsterdam? Í hvaða hremmingum lenda þeir Clive og Vernon?
Ian McEwan hlaut virtustu bókmenntaverðlaun Breta, Booker-verðlaunin 1998, fyrir þessa bók.
Uggi Jónsson þýddi.



Vernon G. Little
1.290 kr.Vernon G. Little er 15 ára drengur sem búsettur er í bandarískum smábæ og á allt annað en auðvelt með að fóta sig í tilverunni. Hann lumar líka á allskyns mismerkilegum leyndarmálum, eins og kemur á daginn þegar yfirvöld og fjölmiðlar fá áhuga á honum í framhaldi af blóðugum fjöldamorðum í skólanum hans. Fyrr en varir er Vernon flæktur í þéttan lygavef sem torvelt reynist að losna úr.
D.B.C Pierre hlaut, flestum að óvörum, Bookerverðlaunin fyrir þessa frumraun sína á sviði skáldskapar árið 2003. Síðan þá hefur bókin verið þýdd á fjölda tungumála og hvarvetna hlotið frábærar viðtökur. Hún er gegnsýrð af kolsvörtum húmor og nístandi kaldhæðni, en birtir jafnframt nýstárlega sýn á veruleika almennings á Vesturlöndum.
