• Rúmmálsreikningur III

    Rúmmálsreikningur III

    Rúmmálsreikningur III er þriðja bindi af sjö í skáldsögu Solvej Balle um Töru Selter sem situr föst í nóvemberdegi. Höfundurinn hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 fyrir fyrstu þrjú bindin sem nú eru öll komin út á íslensku í þýðingu Steinunnar Stefánsdóttur.

    „Hann segist vera að reyna að venjast því að borða úrgang. Hann áttar sig alveg á að við notum heiminn upp til agna. Hann hefur séð það: tómu hillurnar. Hann hefur séð rétti strokaða út af töflum veitingastaða og kaffihúsa og hann hefur séð litlu plastpakkningarnar með apríkósumauki klárast af morgunverðarhlaðborði hótels en þá færði hann sig á annað hótel.“

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Ru

    Ru

    Á frönsku þýðir orðið ru lítill lækur, eða í óeiginlegri merkingu eitthvað sem rennur á borð við tár eða blóð. Á víetnömsku þýðir orðið vögguvísa eða sú sem svæfir og huggar.

    Árið er 1968 og stríð geisar í Víetnam. Fjöldi fólks freistar þess að flýja land í von um betra líf. Þar á meðal er ellefu ára stúlka sem flýr yfirstéttarlíf í Saigon, með viðkomu í malasískum flóttamannabúðum, alla leið til Kanada. Þar verður hún bátaflóttamaður í smábæ og þarf að laga sig að nýjum lifnaðarháttum og nýju tungumáli.

    Inn í söguna fléttast örlög fleiri Víetnama, í Saigon og í Kanada, bæði á stríðs- og friðartímum.

    Höfundurinn, Kim Thúy, var líkt og sögupersóna verksins ein af „bátafólkinu“ svonefnda og er meðal frægustu höfunda Kanada í dag. Ru hefur verið þýdd á fjölda tungumála og unnið til margra verðlauna.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Hrein (notuð)

    Hrein (notuð)

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Fullorðið fólk

    Fullorðið fólk

    Fullorðið fók er saga um afbrýðisemi og skömm þannig að lesandinn fyllist sælublöndnum hryllingi. Ida er arkitekt á fertugsaldri, einstæð og barnslaus sem þráir að eignast fjölskyldu og persóna Idu lýsir blátt áfram skelfilegu sálarangri þess öfundsama. Saga um útslitin fjölskyldubönd, eigingirni, og skömmina sem fylgir ástlausri tilvist.

    Ida er arkitekt á fertugsaldri, einstæð og barnslaus en þráir að eignast fjölskyldu. Hún er á leið í sumarparadís æsku sinnar, þar sem til stendur að fagna 65 ára afmæli móður hennar. Í sumarbústaðnum bíður litla systir hennar, Marta, ásamt kærasta sínum og bónusbarni. Þetta hefði geta orðið gott frí ef ekki hefði verið fyrir gleðifréttirnar sem Marta færir.
    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Smáatriðin (notuð)

    Smáatriðin (notuð)

    Smáatriðin er skáldsaga í fjórum þáttum sem lýsir fáeinum manneskjum og óteljandi smáatriðum. Áhugaverð saga um afhjúpandi  samskipti og forvitnilegt fólk. Þórdís Gísladóttir þýðir úr sænsku. Bókin fékk sænsku bókmenntaverðlaunin, August-verðlaunin – og er enn að sópa að sér verðlaunum – og var meiriháttar metsölubók í heimalandinu og í Noregi og Danmörku þar sem hún er komin út. Er nú að koma út um allan heim.
    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Saga af hjónabandi

    Saga af hjónabandi

    Hvað er það sem gerist, þegar tvær manneskjur sem vilja hvor annarri ekkert nema það besta og hafa byggt upp fallegt og náið samband, missa tökin á tilfinningalífi sínu? Er hægt að komast til botns í ástinni? Er hægt að hlaupast undan henni?

    Saga af hjónabandi er ísköld krufning á hinu fullkomna ástarsambandi – sem skyndilega fer að leysast upp. Maður og kona hafa búið saman í fjölmörg hamingjusöm ár, en allt í einu er fótunum kippt undan þeim og allar bjargir virðast bannaðar.

    Geir Gulliksen var tilnefndur til Norðurlandaverðlaunanna fyrir þessa bók. Hann hefur skrifað skáldsögur, leikrit, barnabækur og greinasöfn og verið tilnefndur til fjölda verðlauna.

    Halla Kjartansdóttir þýddi úr norsku.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Ráðgátan Henri Pick

    Ráðgátan Henri Pick

    Délphine verður stjarna í franska útgáfuheiminum þegar hún uppgötvar handrit eftir óþekktan höfund, Henri Pick. Bókin verður metsölubók en ekkja höfundar, sem er nýlátinn, kannast ekki við að hann hafi skrifað annað en einstaka innkaupalista í lifanda lífi. Frægur bókmenntagagnrýnandi sem má muna fífil sinn fegurri sér sér leik á borði að fletta ofan af ráðgátunni og komast í kastljósið á ný.

    Hugmyndarík og skemmtileg skáldsaga eftir rithöfundinn, kvikmyndagerðarmanninn og tónlistarmanninn David Foenkinos sem er margverðlaunaðaur metsöluhöfundur í Frakklandi.

    Þýðandi Yrsa Þórðardóttir.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Vonum það besta

    Vonum það besta

    Nýbökuð móðir með barn á brjósti fær furðulegan tölvupóst frá manni sínum: Lykilorðið að tölvunni hans og nánari upplýsingar í skjalinu „Ef ég dey“. En. Vonum það besta!

    Stuttu síðar deyr hann.

    Sagan segir frá ást sem fæðist, hversdagslífi og skelfilegu áfalli. Ung kona fær það á heilann að hún eigi sök á dauða manns síns, hún hafi farið of geyst, hún stendur frammi fyrir óbærilegri sorg og svo þeirri óhjákvæmilegu staðreynd að lífið heldur áfram.

    Þetta er fyrsta skáldsaga Carolinu Setterwall, sem vakti mikla athygli þegar hún kom út í Svíþjóð árið 2018 og er væntanleg í rúmlega 30 löndum.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Hrein

    Hrein

    4.190 kr.
    Setja í körfu
  • Rúmmálsreikningur II

    Rúmmálsreikningur II

    Rúmmálsreikningur II er annað bindi af sjö í skáldsögu Solvej Balle um Töru Selter sem situr föst í nóvemberdegi.

    „Mig langar út úr nóvember og inn í heim með árstíðum. Mig langar í snjó og hélað gras, kannski fáeina daga með frosthörkum, ekki endilega frostavetur eða háa skafla, bara vetur eins og ég þekki þá, kalda daga og garða með fölnuðum stráum og hvítri slikju, nætur með köldum stjörnuhimni sem tekur kannski endrum og sinnum með sér snjókomu.“

    Höfundurinn hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 fyrir fyrstu þrjú bindin.

    „Þessi þrjú fyrstu bindi mynda þegar samhangandi heild sem hver nýr hluti eykur við á nýja og ófyrirséða vegu, og ögrar um leið hugmyndum okkar um listaverkið sem snyrtilega og afmarkaða einingu.“

    Úr umsögn dómnefndar um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

    Þýðandi er Steinunn Stefánsdóttir

    4.190 kr.
    Setja í körfu
  • Drottningarnar í Garðinum

    Drottningarnar í Garðinum

    Hópur kynlífsverkakvenna er á næturrölti í Sarmiento-garðinum í Córdoba, Argentínu. Þær heyra barnsgrát í nóttinni. Encarna frænka, leiðtogi þeirra, ryður sér leið í gegnum skógarþykknið og finnur barn, sem hún tekur að sér, eins og hún hefur tekið margar útskúfaðar konur að sér, þar á meðal Camilu. Í bleika húsinu hennar Encörnu frænku finnst skjól fyrir daglegum ógnum, sjúkdómum og ofbeldi af hálfu kúnna, lögregluþjóna og ástmanna. Mállaus kona umbreytist í fugl, hauslaus maður flýr stríð og Camila berst fyrir að ráða lífi sínu og kyngervi sjálf. Raunveruleikinn er sveipaður töfrum drungalegs ævintýris. Drottningarnar í garðinum hefur verið þýdd á ótal tungumál og unnið til margra verðlauna. Höfundurinn Camila Sosa Villada er einnig leikkona og baráttukona.

    4.190 kr.
    Setja í körfu