
- -40%



Morgunverður á Tiffany’s
1.290 kr.„Truman Capote er fullkomnasti rithöfundur minnar kynslóðar. Hann skrifar bestu setningarnar orð fyrir orð, hljómfall eftir hljómfall.“ – Norman Mailer
„Töfrarnir við stílsnilld Trumans Capote eru sérstæð samþætting fjaðurmagnaðs léttleika og þunga. Við fylgjumst með honum eins og með flótta íkorna uppi í tré, þar sem hver hreyfing er í senn öldungis makalaus og fullkomlega rökræn þessi fljúgandi vera má kallast bæði léttstíg og rammaukin.“ – Karen Blixen
Í þessu munúðarfulla og tregablandna snilldarverki leiddi Truman Capote ungfrú Holly Golightly fram á sjónarsviðið, en nafn hennar er löngu orðið að hugtaki í bandarísku þjóðlífi og hluti af hinu bókmenntalega landslagi. Holly er viss um að innan um demantana og krókódílaskinnið í verslunum Tiffany’s sé óhugsandi að nokkuð slæmt geti komið fyrir! Lífskvöl hennar, orðheppni og barnslegt sakleysi heillar sérhvern lesanda, eins og verið hefur frá er því sagan kom fyrst út árið 1958. – Hér er ennfremur að finna þrjár af þekktustu smásögum Trumans Capote, en þær eru „Hús blómanna“, „Demantsgítar“ og „Jólaminning“.
Þýðandi er Atli Magnússon

Sæluvíma
3.590 kr.Enski mannfræðingurinn Andrew Bankson er einangraður á vettvangi við rannsóknir á ættbálki sem býr við Sepik-fljótið á Nýju-Gíneu og rannsóknir hans ganga illa. Úrkula vonar er hann að því kominn að stytta sér aldur þegar hann rekst á hina frægu og hrífandi Nell Stone og kaldhæðinn eiginmann hennar, Fen, en bæði eru þau mannfræðingar. Úr verður áhugavert samstarf og ástríðufullt samband en ekki líður á löngu uns afbrýðisemi og græðgi stefnir öllu í voða.
Sæluvíma (Euphoria) er margverðlaunuð skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn Lily King. Hún byggir á raunverulegum atburðum í lífi bandaríska mannfræðingsins Margaretar Mead þegar hún var við störf á Nýju-Gíneu árið 1933 ásamt þáverandi eiginmanni sínum, Reo Fortune, og Gregory Bateson sem hún átti eftir að giftast síðar.
Sæluvíma sló í gegn í Bandaríkjunum þegar hún kom út árið 2014 og fyrir hana hlaut höfundurinn Kirkus-skáldskaparverðlaunin, Bókmenntaverðlaun Nýja-Englands og Bandarísku gagnrýnendaverðlaunin, auk þess sem hún var valin ein af tíu bestu bókum ársins af The New York Times Book Review, tímaritinu TIME og Amazon. Sæluvíma hefur komið út í 15 löndum og er kvikmynd í bígerð.
Uggi Jónsson þýddi.

Kvæði og sögur – Edgar Allan Poe – kilja
5.790 kr.Loksins á íslensku! Myndarlegt úrval af kvæðum og sögum þessa brautryðjanda vestrænna nútímabókmennta, sannkölluð stórbók með þýðingum frá fyrri tíð, en líka glænýjum þýðingum eftir marga kunna þýðendur. Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur ritar ítarlegan inngang um höfundarverkið og þýðingarnar. Hér koma saman á bók kvæði og sögur úr smiðju margra þýðenda frá fyrri tíð, auk þess sem bætt er við nýju efni til að gefa sem besta mynd af skáldskap meistarans. Meðal eldri þýðinga eru Svarti kötturinn og Hjartslátturinn í þýðingu Þórbergs Þórðarsonar, Hrafninn í rómuðum þýðingum Einars Benediktssonar og Þorsteins frá Hamri, Í röstinni í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur og Draumaland í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Nýir þýðendur kvæða og sagna eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Ástráður Eysteinsson, Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Jón Karl Helgason, Rúnar Helgi Vignisson og Sjón.

Kvæði og sögur – Edgar Allan Poe
7.690 kr.Loksins á íslensku! Myndarlegt úrval af kvæðum og sögum þessa brautryðjanda vestrænna nútímabókmennta, sannkölluð stórbók með þýðingum frá fyrri tíð, en líka glænýjum þýðingum eftir marga kunna þýðendur. Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur ritar ítarlegan inngang um höfundarverkið og þýðingarnar. Hér koma saman á bók kvæði og sögur úr smiðju margra þýðenda frá fyrri tíð, auk þess sem bætt er við nýju efni til að gefa sem besta mynd af skáldskap meistarans. Meðal eldri þýðinga eru Svarti kötturinn og Hjartslátturinn í þýðingu Þórbergs Þórðarsonar, Hrafninn í rómuðum þýðingum Einars Benediktssonar og Þorsteins frá Hamri, Í röstinni í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur og Draumaland í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Nýir þýðendur kvæða og sagna eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Ástráður Eysteinsson, Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Jón Karl Helgason, Rúnar Helgi Vignisson og Sjón.





Sálin vaknar
1.290 kr.Þegar bókin Sálin vaknar kom út í Bandaríkjunum árið 1899 fékk hún mjög blendnar viðtökur enda var efniviður sögunnar eldfimur; staða og reynsla kvenna í hinu formfasta samfélagi nítjándu aldar.
Söguhetjan, Edna, uppgötvar að tilvistin hefur upp á fleira að bjóða en hefðbundið hjónaband og barnauppeldi. Hún leitar útrásar fyrir tjáningarþörf sína og tilfinningar og hirðir lítt um þær skorður sem henni eru settar sem eiginkonu og móður.
Nú telst Sálin vaknar til sígildra verka bandarískra bókmennta og hefur verið þýdd á fjölda tungumála.
Jón Karl Helgason þýddi og ritaði eftirmála.
