• Ljósastikan – Helgisögur

    Ljósastikan – Helgisögur

    Austurríski rithöfundurinn Stefan Zweig (1881-1942) er íslenzkum lesendum vel kunnur. Af bókum sem birzt hafa eftir hann hér á landi og náð sérstökum vinsældum, má nefna hina snilldarlegu sjálfsævisögu Veröld sem var og sagnasafnið Manntafl. En ritverk Zweigs njóta slíkrar almannahylli hvarvetna um lönd, að samkvæmt opinberum skýrslum eru verk aðeins fárra höfunda þýdd jafnmikið á önnur mál.

    Sú bók Stefans Zweigs sem nú kemur út í íslenzkri þýðingu sr. Páls Þorleifssonar, flytur flokk sagna þar sem hið gamalkunna ritform, helgisagan, er sveigt undir lögmál nýrrar sögutækni og hafið á hærra svið. Höfundur leitar fanga í indversku og gyðinglegu trúarlífi og fjallar með ýmsu móti um vanda mannlegrar breytni. Sögurnar bera öll beztu listareinkenni höfundarins, þær eru gæddar næmri innsýn hans í sálarlíf fólks og eru ritaðar í myndauðugum stíl.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Mannsævi

    Mannsævi

    Andreas Egger er fluttur kornabarn í lítið fjallaþorp í Ölpunum rétt eftir aldamótin 1900. Þar á hann illa vist en persónueinkenni þróast með honum; seigla, líkamlegur styrkur, hneigð til einveru. Egger verður maður verka fremur en orða. Ungur maður ræður hann sig í vinnu hjá verktökum sem hyggjast reisa kláf upp á fjallstind, nútíminn heldur innreið sína í þorpið og við það breytist öll tilvera íbúanna.

    Mannsævi eftir Robert Seethaler er afar áhrifamikil bók um mannlega reisn og hæfni til að sigrast á erfiðum aðstæðum. Um leið og saga Eggers er sögð í meitluðum og áreynslulausum stíl, endurspeglar hún á margvíslegan hátt sögu tuttugustu aldarinnar – sögu einnar mannsævi.

    Mannsævi var tilnefnd til Booker-verðlaunanna árið 2016.

    Mannsævi er fimmta bók Roberts Seethaler, sem auk þess að vera rithöfundur starfar sem leikari og býr í Berlín.

    990 kr.
    Setja í körfu