• Álfheimar 4: Gyðjan

    Álfheimar 4: Gyðjan

    Konáll, Soffía, Pétur og Dagný hafa verið krýnd konungar í heimi álfanna. Konáll er alsæll í nýju hlutverki þótt hann kæri sig lítið um þær áskoranir sem starfinu fylgja. Fljótlega verða þau vör við ill öfl sem ef til vill hafa slæðst úr öðrum heimum. Auk heldur vofir yfir mögu­leikinn að hin ógurlega ófreskja Vritra losni úr álögum og þá er bæði konungsríkinu og heiminum hætt. Hvað hyggst galdrameistarinn Mestiok fyrir með ungmennin fjögur? Tekst þeim að rækta vináttuna í hvaða aðstæðumsem er? Og hvað er eiginlega Vritra?

    Ófreskjan er þriðja bók af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna eftir prófessor Ármann Jakobsson en áður hafa komið út Bróðirinn og Risinn. Í bókaflokknum er tekist á við álfatrú á nýstárlegan og spennandi hátt.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Álfheimar 3: Ófreskjan

    Álfheimar 3: Ófreskjan

    Konáll, Soffía, Pétur og Dagný hafa verið krýnd konungar í heimi álfanna. Konáll er alsæll í nýju hlutverki þótt hann kæri sig lítið um þær áskoranir sem starfinu fylgja. Fljótlega verða þau vör við ill öfl sem ef til vill hafa slæðst úr öðrum heimum. Auk heldur vofir yfir mögu­leikinn að hin ógurlega ófreskja Vritra losni úr álögum og þá er bæði konungsríkinu og heiminum hætt. Hvað hyggst galdrameistarinn Mestiok fyrir með ungmennin fjögur? Tekst þeim að rækta vináttuna í hvaða aðstæðumsem er? Og hvað er eiginlega Vritra?

    Ófreskjan er þriðja bók af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna eftir prófessor Ármann Jakobsson en áður hafa komið út Bróðirinn og Risinn. Í bókaflokknum er tekist á við álfatrú á nýstárlegan og spennandi hátt.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Álfheimar 2: Risinn

    Álfheimar 2: Risinn

    Soffía er skyndilega og furðulostin komin í álfaheiminn Tudati ásamt vinum sínum Konál, Pétri og Dagnýju. Fyrir þeim liggur að ríkja yfir hinum fullkomna heimi sem drottningar og konungar. Eini vandinn er að Soffíu finnst hún varla nógu glæsileg og frábær til að verða drottning og hún trúir því ekki að galdrameistarinn Mestiok hafi álit á henni. Dag einn situr greifynja nokkur fyrir Soffíu og virðist hafa illt í hyggju. Auk þess er eintóm gleði og léttleiki álfanna grunsamleg. Eru Álfheimar eins fullkomnir og þeir líta út fyrir að vera?

    Risinn er önnur bókin af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna eftir prófessor Ármann JakobssonBróðirinn var sú fyrsta. Í bókaflokknum er tekist á við álfatrú Íslendinga á nýstárlegan hátt.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Álfheimar 1: Bróðirinn

    Álfheimar 1: Bróðirinn

    Pétur er nýfluttur heim frá París til að hefja nám í menntaskóla og fær inni hjá gamalli frænku. Hann eignast strax vini í skólanum, þau Konál og Soffíu, og einnig hinni fögru Dagnýju sem sveipuð er dulúð eftir að litli bróðir hennar hvarf sporlaust tíu árum áður. Ekki líður á löngu þar til Pétur áttar sig á að einhver fylgist með hverju skrefi hans. Hverjir sitja um hann og hvers vegna? Af hverju er Sæunn frænka alltaf að tala um álfasteina … álfar eru bara til í sögum – ekki satt?

    BRÓÐIRINN er fyrsta bókin af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna eftir prófessor Ármann Jakobsson en hann hlaut mikið lof lesenda fyrir bækurnar Bölvun múmíunnar sem komu út hjá Angústúru.

    4.490 kr.
    Setja í körfu